Bítill stjórnaði Sinfóníunni

Verk eftir Mendelssohn, John Speght og Vaughan-Williams á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu fimmtudaginn 27. nóvember. Stjórnandi: Israel Yinon. Einleikari: Bryndís Halla Gylfadóttir. 4 stjörnur Hann var dálítið sérstakur, hljómsveitarstjórinn á Sinfóníutónleikunum á fimmtudagskvöldið, Israel Yinon. Ekki aðeins var hann með bítlahárgreiðslu og leit út eins og Eiríkur Fjalar, hann stjórnaði Sinfóníunni eins og hún […]

Hrífandi söngur, grár fiðluleikur

Secretos. Spanish Music For Voice, Violin and Guitar. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Roncesvalles Duo. Útg. Abu Records. 3 stjörnur Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran hefur verið búsett á Spáni um árabil og þekkir spænska tónlist betur en aðrir söngvarar hér á landi. Hún hefur auðgað íslenskt menningarlíf svo um munar með slíkri tónlist, sem er annars aldrei […]

Um dulinn farveg

Hér er sjónvarpsþáttur sem ég stjórnaði fyrir RÚV fyrir nokkru síðan. Hann er um Gunnar Kvaran sellóleikara, magnaðan listamann. Gunnar átti við andlegt mein að stríða á sínum tíma, en sigraðist á því. Hann segir frá því í þættinum og hugleiðir tengsl tónlistarinnar við sálarlífið og andans hæðir.

Falleg lög sem munu lifa

Lög eftir Sigvalda Kaldalóns og Þorvald Gylfason. Kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar sunnudaginn 16. nóvember. 4 stjörnur Tónleikar Kristins Sigmundssonar, þar sem hann söng lagaflokk eftir Þorvald Gylfason fyrr í haust, komu ekki vel út að mati undirritaðs. Söngurinn var daufur og útsetningarnar voru ekki sannfærandi. En sjö lög eftir Þorvald við ljóð eftir […]

Mætti hljóma betur

Ísland. Meditations & Arrangements. Icelandic Folksongs. Útg. Polarfonia. 2 stjörnur Við fyrstu sýn er geisladiskur Þórarins Stefánssonar píanóleikara áhugaverður. Á honum eru hvorki meira né minna en fimmtán útsetningar og hugleiðingar um lagið Ísland, farsælda frón eftir mismunandi tónskáld. Auk þess eru á geisladiskinum önnur lög í svipuðum stíl. En gamanið kárnar þegar geisladiskurinn er […]

Sumt er innblásið

Ólafur Reynir Guðmundsson. Upphaf . Útg. Ólafur Reynir Guðmundsson 3 stjörnur Geisladiskur Ólafs Reynis Guðmundssonar með svokallaðri „easy listening“ tónlist kallar óhjákvæmilega á samanburð við Richard Clayderman, sem hefur sérhæft sig í lyftutónlist. Hún samanstendur af sykursætum laglínum sem oftar en ekki eru skreyttar með undirspili strengjaleikara eða rytmasveitar. Leikur Claydermans er þó ekki sætur, þvert […]

Sólstafir í tónlist Áskels

Áskell Másson: Kammersinfónía, Elja, Ymni, Maes Howe. Útg. Naxos. 4 stjörnur Tónlist Áskels Mássonar er á vissan hátt skuggaleg. Tónmálið er dökkt og stemningin dálítið þungbúin. Þó er hún alls ekki drungaleg. Þvert á móti er ljós í henni sem skín í myrkrinu, venjulega í lok verkanna. Þetta er eitt af megineinkennum tónsmíðanna sem eru […]

Hvar hafa þessi lög verið?

Útgáfutónleikar Bassbar, nótnabóka fyrir bassabaritóna í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 9. nóvember. Fram komu Kristinn Sigmundsson, Bergþór Pálsson, Jóhann Smári Sævarsson, Davíð Ólafsson og Viðar Gunnarsson. Kristinn Örn Kristinsson lék á píanó. 4 stjörnur Fimm vörpulegir menn stóðu á sviði Salarins í Kópavogi á sunnudaginn var. Þetta voru bassabaritónarnir Kristinn Sigmundsson, Bergþór Pálsson, Jóhann Smári […]

Glæsilegur konsert, fúl sinfónía

Verk eftir Svein Lúðvík Björnsson, Vincent d’Indy og Erick Wolfgang Korngold á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu fimmtudaginn 6. nóvember. Einleikari: Einar Jóhannesson. Stjórnandi: Rumon Gamba. 3 stjörnur Ég er með góðar fréttir og slæmar fréttir. Góðu fréttirnar eru tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið fyrir hlé. Slæmu fréttirnar eru sömu tónleikar eftir hlé. Byrjum á […]

Fallegt, en stundum kraftlaust

Nelson Goerner kom fram á tónleikaröðinni Heimspíanistar í Hörpu sunnudaginn 2. nóvember. 3 stjörnur Heimspíanistar í Hörpu er tónleikaröð með frábærum píanóleikurum. Oftar en ekki hafa þeir unnið til verðlauna í alþjóðlegri keppni. Urmull er af fínum píanistum; keppni er þar af leiðandi hugsuð til að veita þeim tækifæri til að hasla sér völl í […]