Hér er sjónvarpsþáttur sem ég stjórnaði fyrir RÚV fyrir nokkru síðan. Hann er um Gunnar Kvaran sellóleikara, magnaðan listamann. Gunnar átti við andlegt mein að stríða á sínum tíma, en sigraðist á því. Hann segir frá því í þættinum og hugleiðir tengsl tónlistarinnar við sálarlífið og andans hæðir.