Alkóhólismi og eiturlyfjaneysla í klassískri tónlist

„Where there is dope, there is hope“ segir ein persóna í bók eftir Philip K. Dick, vísindasagnahöfundinn fræga. Myndir á borð við Total Recall, Blade Runner og Minority Report eru byggðar á sögum hans. Téð bók fjallar um eiturlyfjalögreglumann og meinleg örlög hans þegar hann sogast sjálfur í heim fíknarinnar. Dick var ákafur unnandi klassískrar […]

Góð augnablik, góðir stundarfjórðungar

Geisladiskur 5 stjörnur Epicycle II. Gyða Valtýsdóttir Diamond „Þegar maður heyrir slæma tónlist þá er það skylda manns að drekkja henni í samræðum.“ Þetta sagði Oscar Wilde, en hann gat verið einkar hnyttinn og orðheppinn. Hann sagði t.d. um Wagner að í tónlist hans væru góð augnablik, en slæmir stundarfjórðungar. Kannski er nokkuð til í […]

Nýtt lag eftir mig á Spotify

Þráðurinn hvíti er lag sem ég samdi upphaflega fyrir opnunarsviðsverk Listahátíðar í Reykjavík árið 2015. Það er titillagið á plötu sem kemur út 24. október. Lagið er svokallað single og fór í loftið í gær.