Einleikari og hljómsveit fóru á kostum

Sinfóníutónleikar 5 stjörnur Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Jón Nordal, Sjostakóvitsj, Bartók og Lutoslawski. Einleikari: Steven Osborne. Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Eldborg í Hörpu, fimmtudaginn 28. apríl Rússneska tónskáldið Dmitrí Sjostakóvitsj hneigðist til þungyndis. Hann gat þó verið gamansamur inn á milli. Þegar sonur hans Maxim, sem var efnilegur píanóleikari, varð 19 ára gamall samdi Sjostakóvitsj […]

Allt frá villtum framúrstefnudjassi niður í óljósan sveim

Sinfóníutónleikar 4 stjörnur Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Peter Ablinger, Roscoe Mitchell, Þráinn Hjálmarsson og Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur. Einleikari: Roscoe Mitchell. Stjórnandi: Ilan Volkov. Eldborg í Hörpu, föstudaginn 15. apríl Seinni tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Tectonics hófust á skringilegu verki. Það hét Quartz og var eftir Peter Ablinger. Skerandi hljómar á efsta tónasviðinu voru […]

Maður veit aldrei hvað maður á von á

Kammertónleikar 4 stjörnur Verk eftir Hlyn Aðils Vilmarsson, Hafdísi Bjarnadóttur, Johan Svensson, Evan Johnson og Steingrím Rohloff. Flytjendur: Sigurður Halldórsson, Fleming Viðar Valmundsson, Hafdís Bjarnadóttir, Severine Ballon og Þóra Margrét Sveinsdóttir. Norðurljós í Hörpu, föstudaginn 15. apríl Hvað er eiginlega dórófónn? Það er hljóðfæri sem er hugarfóstur Halldórs Úlfarssonar myndlistarmanns. Þaðan kemur nafnið; dórófónn er […]

Og píanóið hló og hló

Kammertónleikar 4 stjörnur Verk eftir Peter Ablinger í flutningi hans sjálfs auk Tinnu Þorsteinsdóttur og Berglindar Maríu Tómasdóttur.  Norðurljós í Hörpu, miðvikudaginn 15. apríl Ég held að ég hafi fyrst heyrt talandi píanó þegar Sarah Palin kom fram á sjónarsviðið. Einhver náungi hafði skráð niður alla tónana sem mynduðust þegar hún talaði og spilaði þá á […]

Eins og að horfa á bíómynd í óvanalega hárri upplausn

Sinfóníutónleikar 5 stjörnur Verk eftir Ibert, Ravel og Dvorák í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einleikari: Emilía Rós Sigfúsdóttir. Stjórnandi: Antonio Méndez. Eldborg, Hörpu, fimmtudaginn 7. apríl Emilía Rós Sigfúsdóttir kom, sá og sigraði á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Hún er flautuleikari og var í aðalhlutverkinu í konsertinum eftir Jaques Ibert. Þetta er snúin tónsmíð, laglínur […]