Tafl og fagurt asmakast

Listhópurinn Errata Collective hélt sína fyrstu tónleika í Björtu loftum í Hörpu föstudaginn 18. júlí. 4 stjörnur Ég hélt að ég þekkti hvern krók og kima í Hörpunni. En í Björtuloft hafði ég aldrei komið. Ég vissi ekki einu sinni að þau væru til!  Þetta er staður þar sem er hægt að halda tónleika. Björtuloft […]

Karlrembusvínið Mahler

Margrét Hrafnsdóttir sópran og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari komu fram á tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þriðjudaginn 15. júlí. 3 stjörnur Ástarmál, bæði góð og slæm, hafa verið mörgu tónskáldinu innblástur. Þau hafa líka verið efni í misgóðar kvikmyndir, sú versta sennilega Imortal Beloved, sem fjallar um Beethoven. Hún byggir á óttalegri þvælu sem hér er […]

Notaleg stund í Kristskirkju

Orgelandakt, hádegistónleikaröð. Douglas A. Brotchie lék verk eftir Böhm, Corigliano og Kurtág. Miðvikudagur 9. júlí. 4 stjörnur Orgelandakt er nafnið á tónleikaröð sem haldin er árlega í Landkotskirkju yfir sumartímann. Tónleikarnir eru á miðvikudögum í hádeginu og taka hálftíma. Eins og nafn raðarinnar ber með sér er um einskonar hugleiðslustund að ræða, sem er leidd […]

Baldursbrá er lifandi ópera

Barnaópera eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson í tónleikauppfærslu í Langholtskirkju miðvikudaginn 9. júlí. 4 stjörnur Barnaóperan Baldursbrá hefur verið lengi í smíðum. Þeir Gunnsteinn Ólafsson tónskáld og höfundur sögunnar og Böðvar Gunnarsson textahöfundur byrjuðu á verkinu árið 1987. Það var tilbúið til flutnings ári síðar, en af einhverjum ástæðum varð ekkert úr því. Í […]

Hefði þurft niðurskurð

Sönghóparnir Olga og Elfur komu fram á tónleikum í Langholtskirkju þriðjudaginn 1. júlí. 2 stjörnur Í bók sinni On Writing segir Stephen King að munurinn á fyrsta og öðru uppkasti bókar felist í eftirfarandi formúlu: Annað uppkast = fyrsta uppkast mínus 10 prósent. Ef þetta væri yfirfært yfir á tónlist þá má segja að tónleikar […]

Skálholtskirkja sökk ekki!

Ensemble Villancico undir stjórn Peter Pontvik flutti barokktónlist frá Ekvador á upphafstónleikum Sumartónleika í Skálholti sunnudaginn 29. júní. 5 stjörnur Ef eitthvað væri að marka þjóðsöguna um dansinn í Hruna, væri Skálholtskirkja nú sokkin og aðeins ýlfur og gaul að heyra úr jörðinni. Sagan er í örstuttu máli þannig að drykkfelldur prestur hélt ávallt miklar […]