Starfsárið byrjar vel

Kammertónleikar 4 stjörnur Camerarctica flutti verk eftir Hasse, Fasch og Mendelssohn. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 25. september Kammermúsíkklúbburinn hóf starfsárið sitt á sunnudaginn var. Að þessu sinni kom Camerarctica fram, hópur sem hefur verið áberandi í tónlistarlífinu síðan hann var stofnaður árið 1992. Á efnisskránni voru m.a. verk eftir tónskáld sem fæstir muna eftir í […]

Hefði mátt hljóma betur

Píanótónleikar 2 stjörnur Verk eftir Yinghai Li, Alexander Tsérepnín, Bohuslav Martinu, Alexina Louie, Mozart og Chopin. David Witten lék. Kaldalón í Hörpu laugardaginn 24. september Kínversk tónlist eða verk sem voru innblásin af kínverskri menningu voru á dagskránni á tónleikum píanóleikarans David Witten í Kaldalóni í Hörpu á laugardagskvöldið. Tilefnið var dagur hinnar kínversku Konfúsíusarstofnunar, […]

Ekki alltaf í fókus

Ljóðatónleikar 2 stjörnur Lög eftir Beethoven og Schumann. Elmar Gilbertsson söng, Gerrit Schuil lék á píanó. Kaldalón í Hörpu sunnudaginn 18. september Elmar Gilbertsson tenór býr yfir einni fegurstu rödd íslenskra söngvara. Hún er silkimjúk, kraftmikil en líka full af fíngerðum, fögrum blæbrigðum ef svo ber undir. Elmar vakti verðskuldaða athygli í óperunni Ragnheiði eftir […]

Þunglyndur, pirraður, bjartsýnn, latur

Sinfóníutónleikar 4 stjörnur Verk eftir Brahms, Nielsen og Pál ísólfsson. Einleikarar: Christian og Tanja Tetzlaff. Stjórnandi: Osmo Vänskä. Eldborg í Hörpu, fimmtudaginn 15, september Páll Ísólfsson er frekar vanræktur í tónlistarlífinu nú til dags.  Því hlýnaði manni um hjartarætur að hann ætti  fyrsta verkið á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Það var svokölluð Lýrísk svíta sem […]

Grímuklæddir hermdu eftir hval

Kammertónleikar 3 stjörnur Verk eftir Crumb, Milhaud, Schönberg og Þuríði Jónsdóttur. Flytjandi var kammerhópurinn Elektra Ensemble. Noðurljós í Hörpu sunnudaginn 11. september Segja má að hvalaskoðun hafi farið fram í Hörpu á sunnudaginn. Um var að ræða tónleika kammerhópsins Elektra Ensemble og á dagskránni var m.a. Vox balaenae, Rödd hvalsins. Það er eitt þekktasta verk […]

Byrjaði með látum

Sinfóníutónleikar 5 stjörnur Verk eftir Rakmaninoff og Ravel á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einleikari: Nikolai Lugansky. Stjórnandi: Yan Pascal Tortelier. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 8. september Þegar ég gekk inn í Eldborgina til að hlýða á upphafstónleika vetrarins hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands á fimmtudagskvöldið hitti ég Njörð P. Njarðvík. Hann brosti til mín og sagði: „Þetta verður […]