Söngur og kæfisvefn
Leikaraferill minn er misheppnaður. Dag einn hringdi Grímur Hákonarson kvikmyndagerðarmaður í mig og bauð mér hlutverk í mynd sem hann var að gera og nefndist Hrútar. Hann hafði séð mig spila á tölvu á raftónlistarhátíðinni Extreme Chill og fannst ég tilvalinn í hlutverk nokkuð undarlegs prests. Um var að ræða tvær senur; jarðarför og jólamessu. […]