Vel spilað, en dauft

Bach: Sellósvítur nr. 3, 4 og 5 í flutningi Bryndísar Höllu Gylfadóttur í Norðurljósum í Hörpu sunnudaginn 25. janúar. 3 stjörnur Sellósvítur Bachs, sem Bryndís Halla Gylfadóttir flutti á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á sunnudagskvöldið, eru magnaðar tónsmíðar. Þó er vandasamt að flytja þær og ekkert annað á tónleikum. Þetta er innhverf, einmannaleg tónlist án nokkurs undirleiks. […]

Hryllingur á Sinfóníutónleikum

Verk eftir Richard Strauss og Jean Sibelius í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu fimmtudaginn 22. janúar. Stjórnandi: Petri Sakari. Einsöngvarar: Þóra Einarsdóttir og Jorma Hynninen. Einnig komu fram Karlakórinn Fóstbræður og Karlakór Reykjavíkur. 4 stjörnur Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið voru hryllilegir. Þó var ekkert að flutningnum. Nei, hryllingurinn réð ríkjum í sjálfri tónlistinni. Tvö […]

Haltu kjafti og vertu sæt

Verk eftir Farrenc og Schubert í Kammermúsíkklúbbnum í Norðurljósum Hörpu sunnudaginn 18. janúar. 3 stjörnur Konur sem sömdu tónlist þurftu lengi vel að þola mikla fordóma. Það þótti kannski allt í lagi að þær væru söngkonur eða hljóðfæraleikarar. En að öðru leyti áttu þær bara að vera sætar og halda kjafti. Kærasta Gustavs Mahler, Alma, […]

Sósíalískur Messías olli vonbrigðum

Messías eftir Handel í flutningi Camerata Øresund í Norðurljósum í Hörpu laugardaginn 10. janúar. 1 stjarna Enginn veit afhverju fólk rís úr sætum sínum þegar hallelújakórinn hefst í lok Messíasar eftir Handel. Fólk reis oft úr sætum er kraftmiklir kórkaflar byrjuðu í ámóta tónsmíðum í gamla daga. Sennilegast er það bara vegna þess hversu tónlistin […]

Strengjakvartettinn Siggi

Strengjakvartettinn Siggi í tónleikaröðinni Hljóðön í Hafnarborg sunnudaginn 4. janúar. 4 stjörnur Ég veit ekki afhverju Strengjakvartettinn Siggi heitir svona flippuðu nafni. Kannski vegna þess að einn liðsmaður kvartettsins ber nafnið Sigurður. Kvartettinn hélt tónleika í Hafnarborg á sunnudaginn. Tónleikarnir voru hluti af röð sem er líka kölluð skrítnu nafni: Hljóðön. Það er hugtak úr […]