Vel spilað, en dauft
Bach: Sellósvítur nr. 3, 4 og 5 í flutningi Bryndísar Höllu Gylfadóttur í Norðurljósum í Hörpu sunnudaginn 25. janúar. 3 stjörnur Sellósvítur Bachs, sem Bryndís Halla Gylfadóttir flutti á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á sunnudagskvöldið, eru magnaðar tónsmíðar. Þó er vandasamt að flytja þær og ekkert annað á tónleikum. Þetta er innhverf, einmannaleg tónlist án nokkurs undirleiks. […]