Tónahlaup: Nýir sjónvarpsþættir

Ég er að stjórna nýrri sjónvarpsþáttaröð, ásamt Birni Emilssyni á
 RÚV, þar sem grunnskólakrakkar eru í veigamiklu hlutverki. Þættirnir eru sex talsins. Ég hef fengið jafnmarga lagahöfunda til að vera með í þáttaröðinni, sem allir hafa skapað sér vinsældir meðal almennings. Þetta eru Megas, Ólöf Arnalds, Logi Pedró Stefánsson, Sóley Stefánsdóttir, Ingó í Veðurguðunum og Lay Low.

Lagahöfundarnir hafa samið lag, eitt fyrir hvern þátt, sem verður frumflutt eingöngu af börnum og unglingum í tilteknum skóla. Hver þáttur er því helgaður einum lagahöfundi og einum skóla.

Tilgangurinn með þáttunum er fyrst og fremst sá að varpa ljósi á gróskuna í tónlistarmenningu barna og unglinga, sem er ótrúlega mikil ef marka má viðburði á borð við Músíktilraunir og Söngkeppni Samfés. Krakkar geta verið afar skapandi ef þeir fá tækifæri til þess.

Í sjónvarpsþáttunum sjá krakkarnir sjálfir um flutninginn, útsetningu og útfærslu, hljóðfæra- og raddsamsetningu, o.s.frv. Við fylgjumst með því hvernig þetta gengur, frá því að lagahöfundurinn afhendir krökkunum lagið og þar til það er frumflutt af krökkunum í upptökustúdíói RÚV.

Þættirnir verða sýndir eftir áramót.

tonahlaup

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s