Snilld aftur á bak eða áfram

5 stjörnur Verk eftir Ibert, Gounod og Lutoslawski í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einleikari: Stefán Ragnar Höskuldsson. Stjórnandi: Yan Pascal Tortelier. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 14. september Einn fremsti „klassíski“ tónlistarmaður þjóðarinnar er Stefán Ragnar Höskuldsson flautuleikari. Hann er kunnur víða um heim fyrir einleik og kammermúsík, auk þess sem hann er 1. flautuleikari Sinfóníuhljómsveitarinnar í […]

Upprisa skallapopparans

4 stjörnur Kammersveit Reykjavíkur lék verk eftir Hummel og Beethoven. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 10. september Tónsmiður getur verið dáður og elskaður á meðan hann lifir, en samt fallið í gleymskunnar dá eftir dauðann. Sumir verða þó vinsælir aftur löngu síðar, eins og gerðist með Bach. Tónlist hans þótti lengi andlaus og leiðinleg, en þegar […]

Frábær einleikari á upphafstónleikum Sinfóníunnar

4 stjörnur Verk eftir Beethoven og Schubert. Einleikari: Paul Lewis. Stjórnandi: Matthew Halls. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 7. september Fyrsti píanókonsert Beethovens er fremur yfirborðslegt verk. Hann er þó ekki leiðinlegur, enda skreyttur grípandi melódíum. En einleikskaflinn í hröðu köflunum tveimur er lítið annað en fingraæfingar; hraðar tónarunur upp og niður hljómborðið, trillur og allskyns […]

Í Mordor sem magnar skugga sveim

5 stjörnur Kvikmyndatónleikar Fellowship of the Ring. Tónlist eftir Howard Shore. Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Hljómeyki, Söngsveitin Fílharmónía. Einsöngvarar: Kaitlyn Lusk og Bjartur Clausen. Stjórnandi: Ludwik Wicki. Eldborg í Hörpu sunnudaginn 27. ágúst Ég hef lesið Hringadróttinsögu 15 sinnum og ekki er ólíklegt að ég hafi séð myndirnar álíka oft. En bíótónleikarnir í Eldborg í Hörpu […]

Jóhann Sebastian Hersch, ha?

4 stjörnur Djasstónleikar. Fred Hersch, John Hébert og Eric McPherson komu fram á Djasshátíð Reykjavíkur. Eldborg í Hörpu laugardaginn 12. ágúst Einu sinni var maður drepinn með hávaða í James Bond mynd. Hann var á ráðstefnu og var að hlusta á túlk í heyrnartólum. Illvirki kom þá inn í stjórnherbergið, drap túlkinn, og hleypti ægilegum […]

Norðurljós í Norðurljósum

4 stjörnur Djasstónleikar Sigmar Þór Matthíasson, Ayman Boujlida og Taulant Mehmeti fluttu frumsamda tónlist á Djasshátíð Reykjavíkur. Norðurljós í Hörpu föstudaginn 11. ágúst Einu sinni voru Kosovobúi, Túnisbúi og Íslendingur staddir í Norðurljósum í Hörpu. Kosovobúinn spilaði á rafgítar, Túnisbúinn á trommur en Íslendingurinn á kontrabassa. Íslendingurinn sagði: „Við ætlum að flytja lag sem ég […]

Góð lög, verri flutningur

2 stjörnur Opnunartónleikar Djasshátíðar Reykjavíkur. Kvartett Jóels Pálssonar og Valdimar Guðmundsson fluttu lög eftir Jóel við ljóð íslenskra samtímaskálda. Norðurljós í Hörpu miðvikudaginn 9. ágúst Ég las nýlega smásagnasafn eftir Stephen King. Á undan hverri sögu segir King aðeins frá henni, hvernig hugmyndin kviknaði, o.s.frv. Þetta er dýrmætt, lesandinn skilur betur söguna, fær tilfinningu fyrir […]