Söngur og kæfisvefn

Leikaraferill minn er misheppnaður. Dag einn hringdi Grímur Hákonarson kvikmyndagerðarmaður í mig og bauð mér hlutverk í mynd sem hann var að gera og nefndist Hrútar. Hann hafði séð mig spila á tölvu á raftónlistarhátíðinni Extreme Chill og fannst ég tilvalinn í hlutverk nokkuð undarlegs prests. Um var að ræða tvær senur;  jarðarför og jólamessu. […]

Engin hætta á slagsmálum

4 og hálf stjarna Einleikssvítur Bachs í túlkun Geirþrúðar Önnu Guðmundsdóttur. Norðurljós í Hörpu laugardaginn 10. júlí Bach var mjög skapmikill. Þegar hann var ungur og starfaði sem kirkjuorganisti í Arnstadt þurfti hann einnig að þjálfa námsmannakór og hljómsveit. Hann hafði óbeit á því. Á einni hljómsveitaræfingunni missti hann stjórn á sér og kallaði seinheppinn […]

Sexið selur… líka í óperunum

5 stjörnur Tónlist eftir Beethoven, Mozart, Verdi, Nicolai, Saint-Saens og Donizetti. Fram komu Sigrún Pálmadóttir, hanna Dóra Sturludóttir, Gissur Páll Gissurarson, Oddur Arnþór Jónsson, Kristinn Sigmundsson, Alexander Jarl Þorsteinsson og Guðrún Dalía Salómonsdóttir. Hafnarborg sunnudaginn 4. júlí Beethoven dáði Mozart en sagði samt í bréfi að hann væri stórhneykslaður á hve margt í óperunum hans […]

Alfabylgjur og allt á hreinu

5 stjörnur Tónlist eftir Bach og Händel, og úr íslenskum sönghandritum frá barokktímanum. Flytjendur: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Benedikt Kristjánsson, Pétur Björnsson, Halldór Bjarki Arnarson og Siguður Halldórsson. Hafnarborg laugardaginn 3. júlí Þeir sem reyna að breiða út Innhverfa íhugun og kenningar Maharishi Mahesh Yogi monta sig gjarnan af ótal vísindarannsóknum. Á öllum svæðum í heila […]

Yfirgengilegur raddstyrkur í Hafnarborg

4 stjörnur Tónlist eftir tónskáld við Miðjarðarhafið. Flytjendur: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Alexander Jarl Þorsteinsson, Francisco Javier Jáuregui og Pétur Jónasson. Hafnarborg miðvikudaginn 30. júní Ég er með Apple úr og í því er app sem mælir hljóðstyrk. Að gamni mínu kveikti ég á appinu á tónleikum á Sönghátíð í Hafnarborg á miðvikudagskvöldið. Þar var nefnilega […]

Leiðinlegir lokatónleikar Sinfóníunnar

2 stjörnur Verk eftir Þuríði Jónsdóttur og Brahms. Einleikari: Una Sveinbjarnardóttir. Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 10. júní Ég sá einu sinni auglýsingu þar sem sýnt var frá eldgosi. Undir var leikinn hægi kaflinn í sjöundu sinfóníu Beethovens, sem var mjög áhrifaríkt. Eldgos spilaði líka stóra rullu í nýjum fiðlukonsert eftir Þuríði Jónsdóttur, […]

Þurftu ekki geðlækni til að fúnkera

3 og hálf stjarna Kórinn Viðlag sög lög úr ýmsum áttum. Tónlistarstjórn, kórstjórn, undirleikur og píanóleikur: Axel Ingi Árnason. Leikstjórn: Agnes Wild. Gaflaraleikhúsið þriðjudaginn 8. júní Íslenskur grínisti sagði einu sinni að fúga væri það þegar hljóðfærin koma inn eitt og eitt í einu, og áheyrendur fara út einn og einn í einu. Meistari fúgunnar […]

Óbrjálaðir hljóðfæraleikarar sem vönduðu sig

4 stjörnur Verk eftir Debussy, Webern, Postumi, Cage og Strauss. Pétur Björnsson lék á fiðlu, Elena Postumi á píanó. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 6. júní Einu sinni í Lundúnum var verið að flytja tríó eftir Anton Webern, þegar sellóleikarinn varð skyndilega brjálaður. Hann hætti að spila, stökk á fætur og æpti: „Ég þoli þetta ekki […]

Rifist og skammast á tónleikum

3 og hálf stjarna Verk eftir Thierru Escaich og Nino Rota. Kammersveit Reykjavíkur lék. Norðurljós í Hörpu þriðjudaginn 1. júní Einu sinni þegar heimurinn var ungur var Adam úti að skemmta sér. Eva var heima. Þegar Adam kom til baka var hún reið. „Þú ert farinn að vera með öðrum konum, fíflið þitt“, sagði hún. […]

Upphaf fagurrar vináttu í Hörpu

Tónlist 4 stjörnur Korda Samfónía flutti eigin tónlist undir stjórn Sigrúnar Sævarsdóttur-Griffiths. Eldborg í Hörpu föstudaginn 21. maí Hvernig nær maður sambandi við geimverur? Sennilega með tónlistarmiðlun. Best er að senda þeim lagalista og bjóða þeim í partí til Jarðarinnar. Þetta var a.m.k. gert árið 1977. Síðla sumars var tveimur ómönnuðum geimförum skotið á loft […]