Píanóleikur sem fær hárin til að rísa

5 stjörnur Píanógoðsagnir. Umsjón: Víkingur Heiðar Ólafsson á Rás 1. Einu sinni var píanóleikari uppi á sviði fyrir fullu húsi. Hann dró gamlan sokk upp úr vasanum og sagði að Chopin hefði átt hann. Svo hengdi hann sokkinn á píanóið. Þar var hann alla tónleikana. Á öðrum tónleikum tilkynnti hann áheyrendum að hann væri í […]

Töffararnir í klassísku tónlistinni

Ég er að horfa á þriðju seríuna af Twin Peaks, í fimmta eða sjötta sinn. Hún er guðdómleg. Í áttunda þættinum kemur fram hljómsveitin Nine Inch Nails, og í atriðinu eru allir með sólgleraugu, þó það sé býsna dimmt inni. Sólgleraugu auka mjög á töffaraímyndina sem hæfir laginu fullkomlega. Skáldskapurinn er myrkur og laglínurnar skuggalegar. […]

Heimilislegur Schubert

Geisladiskur 4 stjörnur Sónötur eftir Schubert í flutningi Eddu Erlendsdóttur píanóleikara. Erma Ég hitti einu sinni leikkonuna Scarlet Johannson. Ég varð svo feiminn og yfirþyrmdur að ég kom ekki upp orði, og hugsaði bara um það hvað ég væri í ljótum bol. Það er því vel hægt að ímynda sér hvernig tónskáldinu Franz Schubert leið […]

Alkóhólismi og eiturlyfjaneysla í klassískri tónlist

„Where there is dope, there is hope“ segir ein persóna í bók eftir Philip K. Dick, vísindasagnahöfundinn fræga. Myndir á borð við Total Recall, Blade Runner og Minority Report eru byggðar á sögum hans. Téð bók fjallar um eiturlyfjalögreglumann og meinleg örlög hans þegar hann sogast sjálfur í heim fíknarinnar. Dick var ákafur unnandi klassískrar […]

Góð augnablik, góðir stundarfjórðungar

Geisladiskur 5 stjörnur Epicycle II. Gyða Valtýsdóttir Diamond „Þegar maður heyrir slæma tónlist þá er það skylda manns að drekkja henni í samræðum.“ Þetta sagði Oscar Wilde, en hann gat verið einkar hnyttinn og orðheppinn. Hann sagði t.d. um Wagner að í tónlist hans væru góð augnablik, en slæmir stundarfjórðungar. Kannski er nokkuð til í […]

Nýtt lag eftir mig á Spotify

Þráðurinn hvíti er lag sem ég samdi upphaflega fyrir opnunarsviðsverk Listahátíðar í Reykjavík árið 2015. Það er titillagið á plötu sem kemur út 24. október. Lagið er svokallað single og fór í loftið í gær.

Vonda gímaldið sem át tónlistina

2 og hálf stjarna Verk eftir Bach-fjölskylduna og Telemann. Barokkbandið Brák lék. Eldborg í Hörpu sunnudaginn 20. september Hljómsveitarstjóri nokkur sagði einu sinni að semball hljómaði eins og beinagrindur að elskast uppi á blikkþaki. Semballinn lítur út eins og eins konar píanó, en strengirnir eru plokkaðir með sérstökum mekanisma. Útkoman – plokk, klikk og bank […]

Undarlegheit á Beethoven tónleikum

2 og hálf stjarna Kristín Jónína Taylor og Bryan Stanley fluttu sónötur eftir Beethoven. Salurinn í Kópavogi laugardaginn 19. september Þetta voru undarlegir tónleikar. En kannski við hæfi, fyrst Beethoven var eingöngu á dagskránni. Í venjulegu árferði hefði verið mikið um dýrðir í tónlistarheiminum, því um þessar mundir eru 250 ár síðan Beethoven fæddist. Covid […]

Undiraldan í Beethoven var grípandi

4 og hálf stjarna Verk eftir Beethoven og Glass í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Stjórnandi: Eva Ollikainen. Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson. Eldborg í Hörpu/Bein útsending RÚV fimmtudagur 17. september Einhver nemandi í barnaskóla skrifaði einu sinni í ritgerð um tónlist að börn og eiginkona Beethovens hefðu alltaf verið að rífast í honum og gert hann ENNÞÁ […]

Klassíkin okkar á tímum Covid

4 stjörnur Blönduð dagskrá í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Bein útsending á RÚV. Eldborg í Hörpu föstudaginn 4. september Einhver grínisti setti internetið á hliðina nýlega með því að leggja fyrir fólk eftirfarandi gátu: Það tekur 120 manna hljómsveit 40 mínútur að flytja níundu sinfóníu Beethovens. Hvað myndi 60 manna hljómsveit vera […]