Raddstyrkurinn var við sársaukamörkin

3 og hálf stjarna Verk eftir Schumann, Wagner, Tosti, Verdi, Bellini, Puccini, Mozart, Leoncavallo, Smetana og Wolf. Stuart Skelton og Kristinn Sigmundsson sungu. Matthildur Anna Gísladóttir lék á píanó. Salurinn í Kópavogi föstudaginn 7. maí Woody Allen hefur sagt að ef hann hlustar á Wagner fyllist hann alltaf löngun til að ráðast inn í Pólland. […]

Mendelssohn var ekki endurfæddur Mozart

4 stjörnur Verk eftir Prókofíev og Mendelssohn. Einleikari: Rannveig Marta Sarc. Stjórnandi: Bjarni Frímann Bjarnason. Eldborg í Hörpu fimmtudagur 6. maí Maður nokkur erfir málverk og fiðlu eftir Rembrandt og Stradivarius. Hann hugsar með sér: Nú er ég moldríkur. En svo kemst hann að því að málverkið er eftir Stradivarius, en fiðlan eftir Rembrandt. Stradivarius […]

Himnesk fegurð orgelsins

Geisladiskur 5 stjörnur Haukur Guðlaugsson: Organflóra 2 Haukur Guðlaugsson gefur út Ég sá einu sinni myndband á YouTube af tónleikum þar sem orgelleikari í hljómsveit rekur sig í tónflutningstakka. Fyrir bragðið er leikur hans í allt annarri tóntegund en restin af hljómsveitinni. Útkoman er skelfileg, en um leið óborganlega fyndin. Ekki alveg eins skondin var […]

Skáldavíman í píanóleiknum er smitandi

3 og hálf stjarna Árni Kristjánsson leikur verk eftir Mozart, Beethoven og Chopin Polarfonia Sagt er að Chopin hafi alltaf spilað á píanó í myrkri. Hann byrjaði á þessu þegar hann var lítill, slökkti á öllum kertum áður en hann settist við píanóið. Sama gerði hann fullorðinn. Hann mun líka hafa spilað mjög fínlega. Ekki […]

Hvað á að hlusta á um páskana?

Ég heyrði einu sinni Vladimir Ashkenazy æfa sig á píanó bak við luktar dyr. Hann var að æfa etýðu eftir Rakhmanínoff. Það voru engin smáræðis átök. Hann spilaði seinni hluta etýðunnar aftur og aftur, alltaf á fullum hraða. Hann gerði aldrei mistök, sló ekki feilnótu, en samt hélt hann áfram uppteknum hætti. Rauðhetta og úlfurinn […]

Undratónlist bæði skuggaleg og fyndin

5 stjörnur Des Knaben Wunderhorn eftir Mahler. Jóhann Kristinsson og Ammiel Bushakevitz fluttu. Salurinn í Kópavogi þriðjudaginn 23. mars Einu sinni gekk kaþólski dýrlingurinn Antóníus af Padóvu inn í kirkju þar sem hann hugðist predika. Því miður var hún tóm. Hann dó samt ekki ráðalaus, heldur hélt niður að sjó og hóf þar að predika […]

Var það sjálfur Óðinn sem kveikti í Fagradalsfjalli?

5 stjörnur Ólafur Kjartan Sigurðarson baritón söng uppáhalds tónlist sína. Bjarni Frímann Bjarnason lék á píanó. Norðurljós í Hörpu föstudaginn 19. mars Maður á aldrei að hitta átrúnaðargoð sín. Það er ávísun á vonbrigði. Rithöfundurinn Pasternak dáði tónskáldið Skrjabín öðrum fremur. Loks fékk hann að hitta hann. Veröld hans hrundi til grunna þegar hann komst […]

Samtímatónlistin er ekki dauð

4 og hálf stjarna Verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og Daníel Bjarnason. Einleikari: Pekka Kuusisto. Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 18. mars Yfirmaður bækistöðvar CIA í Berlín á tímum Kalda stríðsins var tónlistargagnrýnandi í hjáverkum. Hann hét Henry Pleasants. Ein af bókunum sem hann skrifaði bar nafnið The Agony of […]

Opinberun Bachs í Jóhannesarpassíunni

4 og half stjarna Jóhannesarpassían eftir Bach í flutningi Kórs og Kammersveitar Langholtskirkju. Magnús Ragnarsson stjórnaði. Einsöngvarar: Benedikt Kristjánsson, Fjölnir Ólafsson Hildigunnur Einarsdóttir, Íris Björk Gunnarsdóttir og Ólafur Freyr Birkisson. Langholtskirkja sunnudaginn 14. mars Nýlega varð allt brjálað þegar grínisti í skemmtiþættinum Saturday Night Live lagði út frá því að Ísraelar væru búnir að bólusetja […]

Kraftmikil sinfónía, máttlaus konsert

3 og hálf stjarna Verk eftir Chaminade, Saint-Saëns og Brahms. Einleikari: Emilía Rós Sigfúsdóttir. Stjórnandi: Eivind Aadland. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 11. mars „Hún er ekki kona sem semur tónlist, heldur tónskáld sem er kona.“ Þetta var sagt um Cecile Chaminade (1857-1944), en konur áttu lengi erfitt með að hasla sér völl sem tónskáld. Chaminade […]