Eldtungur stigu næstum því upp úr fiðlunni

4 stjörnur Kammertónleikar Sigrún Eðvaldsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og Domenico Codispoti léku verk eftir Brahms og Sjostakóvitsj. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 18. febrúar Breska tónskáldið Benjamin Britten sagði einu sinni að hann spilaði tónlistina eftir Brahms á nokkurra ára fresti til að minna sig á hversu léleg hún væri. Víst er að Brahms var mistækur. […]

Myndræn tónlist, myrk og rómantísk

3 stjörnur Ljóðatónleikar Verk eftir Britten, Bartók, Schönberg, Debussy og Rakhmanínoff í flutningi Þóru Einarsdóttur og Peters Maté. Salurinn í Kópavogi sunnudaginn 11. febrúar Vonda veðrið undanfarna daga hefur sett strik í reikninginn hjá tónleikahöldurum. Áheyrendur á tónleikum Þóru Einarsdóttur sópran og Peter Maté píanóleikara í Salnum í Kópavogi voru með fæsta móti, varla fleiri […]

Skytturnar fjórar í Hörpu

4 stjörnur Djasstónleikar Kvartett Andrésar Þórs Gunnlaugssonar (Scott McLemore, Þorgrímur Jónsson og Agnar Már Magnússon) flutti tónlist eftir Andrés Þór. Björtuloft í Hörpu miðvikudaginn 7. febrúar Eitt best geymda leyndarmál Hörpu er djassklúbburinn Múlinn. Ég segi leyndarmál vegna þess að á tónleikum klúbbsins á miðvikudagskvöldið í Björtuloftum í Hörpu var varla sála, innan við tuttugu […]

Vélbyssuskothríð í Hörpu

2 stjörnur Píanótónleikar Paul Lewis flutti verk eftir Haydn, Beethoven og Brahms. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 4. febrúar Beethoven var skapstór maður og ekki sá þægilegasti í umgengni. Í takt við það er tónlist hans full af andstæðum. Mikið er um þungar, snöggar áherslur í innhverfari hlutum verkanna, og ofsafengnir kaflar inn á milli. Skáldskapurinn […]

Oftar gott en ekki

3 stjörnur Kammertónleikar Camerarctica (Ármann Helgason, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Hildigunnur Halldórsdóttir, Bryndís Pálsdóttir, Svava Bernharðsdóttir og Sigurður Halldórsson) fluttu verk eftir Mendelssohn, Penderecki og Schönberg. Ef þér fannst gaman að The Exorcist, The Shining, Shutter Island eða hinni súrrealísku Inland Empire eftir David Lynch, þá ertu aðdáandi frægasta núlifandi tónskálds Pólverja, Krzysztof Penderecki. Tónlistin sem […]

Ein besta hljómsveit heims stóð undir nafni

5 stjörnur Sinfóníutónleikar Hátíðarhljómsveitin í Búdapest flutti verk eftir Bach, Beethoven og Rakhmanínoff. Einleikari: Dénes Várjon. Stjórnandi: Iván Fischer. Eldborg í Hörpu miðvikudaginn 17. Janúar „Ef það væri tónlistarháskóli í helvíti og efnilegasti nemandinn þar fengi það verkefni að semja sinfóníu um plágurnar sjö í Egyptalandi, þá kæmist hann samt ekki með tærnar þar sem […]

Ný kammersveit gefur eldri ekkert eftir

4 stjörnur Kammertónleikar Kammersveitin Elja flutti verk eftir Schnittke, Telemann og Báru Gísladóttur. Einleikari: Ásta Kristín Pjetursdóttir. Hörpuhorn á annarri hæð Hörpu sunnudaginn 7. janúar Kammersveitin Elja er ný stærð í íslensku tónlistarlífi. Hún er skipuð ungu fólki sem ýmist er enn í námi eða hefur nýlokið því. Ef marka má tónleika sveitarinnar í Hörpu […]