Píanóleikurinn var göldrum líkastur

Niðurstaða: Einhverjir bestu djasstónleikar sem hér hafa verið haldnir. Craig Taborn lék á píanó tónlist eftir sjálfan sig Salurinn í Kópavogi Sunnudaginn 8. maí Henry Pleasants var ekki aðeins tónlistargagnrýnandi um miðja síðustu öld, heldur líka starfsmaður hjá CIA. Hann skrifaði m.a. tvær athyglisverðar bækur, Serious Music and All That Jazz og The Agony of […]

Klipið í afturendann á hinu kyninu

Niðurstaða: Söngurinn var ekki alveg fullkominn, en samt var margt verulega vel gert. Carmina Burana eftir Carl Orff. Stjórnandi: Fjóla Kristín Nikulásdóttir. Einsöngvarar: Bryndís Guðjónsdóttir, Guðmundur Karl Eiríksson og Þorsteinn Freyr Sigurðsson. Kórinn samanstóð af Hljómfélaginu, Selkórnum og Skólakórs Kársness. Stjórnandi skólakórsins var Álfheiður Björgvinsdóttir. Hljómsveit samanstóð af tveimur píanóleikurum og slagverksleikurum. Norðurljós í Hörpu […]

Spurt hvort skrattinn þurfi að eiga öll góðu lögin

Niðurstaða: Píanókonsert eftir John Adams var óttalegt þunnildi, en annað var bitastæðara. Verk eftir Johns Adams í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson. Stjórnandi: John Adams. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 5. maí Fyrir nokkru fór um internetið orðrómur um að tónskáldin Arnold Schönberg, Anton Webern og félagar hefðu unnið á laun með nasistum. Þeir […]

Þegar eistun vöfðust fyrir

Niðurstaða: Sérlega vandaðir tónleikar með fallegri tónlist, hástemmdum söng og flottum hljóðfæraleik. Sigríður Ósk Kjartansdóttir, Lára Bryndís Eggertsdóttir, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir og Steinunn A. Stefánsdóttir fluttu tónlist frá barokktímanum. Norðurljós í Hörpu Þriðjudaginn 26. apríl Er kontratenórinn Sverrir Guðjónsson hóf fyrst upp raust sína hér á landi fyrir margt löngu litu menn hver á annan. […]

Engar eldspúandi ófreskjur

Niðurstaða: Frábærir tónleikar með einstakri tónlist. Verk eftir Duruflé, Alain og Fauré. Flytjendur: Kór Langholtskirkju, Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, Fjölnir Ólafsson og Björn Steinar Sólbergsson. Stjórnandi: Magnús Ragnarsson. Hallgrímskirkja laugardagur 16. apríl Sálumessa Gabriels Fauré er svo falleg að vart er hægt að lýsa henni með orðum. Tónskáldið samdi hana ekki eftir pöntun eins og Mozart, […]

Míkael erkiengill reið um á dómsdegi

Niðurstaða: Aðdáunarverður tónlistarflutningur. Verdi: Sálumessa. Flytjendur: Söngsveitin Fílharmónía og sinfóníuhljómsveit. Einsöngvarar: Hallveig Rúnarsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Gissur Páll Gissurarson og Kristinn Sigmundsson. Konsertmeistari: Sif Margrét Tulinius. Stjórnandi: Magnús Ragnarsson. Tenórsöngvarinn frægi, Jose Carreras, sagði einu sinni að maður ætti aldrei að rífast við sópransöngkonu. Ég myndi a.m.k. ekki vilja lenda í rifrildi við Hallveigu Rúnarsdóttur, sem […]

List og tjáning hins ósýnilega

Niðurstaða: Stórfengleg sýning, ótrúleg tónlist. Álfheiður Erla Guðmundsdóttir sópran flutti verk eftir Crumb, Sibelius, Muhly og útsetningar eftir Viktor Orra Árnason. Kunal Lahiry lék á píanó. Strengjakvartett kom einnig fram sem samanstóð af Viktori Orra Árnasyni, Pétri Björnssyni, Guðbjarti Hákonarsyni og Hrafnhildi Mörtu Guðmundsdóttur. Leikstjórn: Andrea Tortosa Baquero. Eldborg í Hörpu miðvikudaginn 6. apríl Að […]

Tækifærin gengu þeim úr greipum

Niðurstaða: Tónleikarnir voru ekki góðir. Voces Thules flutti tónlist eftir Svein Lúðvík Björnsson, Arngerði Maríu Árnadóttur, Eggert Pálsson og fleiri. Salurinn í Kópavogi þriðjudaginn 5. apríl Þjóðminasafnið fékk andlitslyftingu árið 2004. Skömmu síðar fjallaði Guðni Elísson um þessa breytingu í grein í Ritinu, og bar stemninguna þá saman við safnið áður. Hann sagði að á […]

Tónlistin varð að blindandi sól

Niðurstaða: Margt gríðarlega vel gert, en annað var síðra. Erna Vala Arnardóttir flutti verk eftir Mozart, Ravel, Rameau, Sibelius, Rakhmanínoff og Skrjabín. Salurinn í Kópavogi þriðjudagur 22. mars Mozart var mikill grínisti og eitt sinn samdi hann sérstakt verk sem hét Tónlistarbrandari. Þar er heiltónaskali sem þekktist ekki á þeim tíma, samstíga fimmundir sem voru […]

Heilagt, heiðarlegt og fagurt

Niðurstaða: Bach var góður en Hjálmar frábær. Sif Tulinius flutti verk eftir Bach og Hjálmar H. Ragnarsson. Kristskirkja þriðjudaginn 15. mars Þegar Bach var ungur og starfaði sem kirkjuorganisti í Arnstadt þurfti hann einnig að þjálfa námsmannakór og hljómsveit. Hann hafði óbeit á því. Á einni hljómsveitaræfingunni missti hann stjórn á sér og kallaði seinheppinn […]