Glæsilegur einleikur á hvorum tveggja vígstöðvum

4 stjörnur Verk eftir Mozart og R. Strauss. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir stjórn Dima Slobodeniouk. Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 30. nóvember Einhver neyðarlegasta feilnóta sem ég man eftir heyrðist á sinfóníutónleikunum á fimmtudagskvöldið. Stórt og mikið verk eftir Richard Strauss var á lokametrunum og flutningurinn hafði verið vel heppnaður. Túlkunin var […]

Píanókennsla

Ég get bætt við mig örfáum einkanemendum eftir áramót. Ég kenni á öllum stigum, bæði byrjendum og lengra komnum. Ég hef gríðarlega reynslu og hef kennt á píanó í 35 ár. Kennslan fer fram á Lindargötu.

Íslensk þjóðlög í tyrkneskum búningi: Og?

Geisladiskur Ásgeir Ásgeirsson: Two Sides of Europe, Icelandic Folksongs Volume I 3 stjörnur Stanga Music Einu sinni var hér haldin myndlistarsýning þar sem framandi hlutum var skeytt við íslenskt landslag. Ég man sérstaklega eftir manni sem teymdi á eftir sér úlfalda einhvers staðar á suðurlandi. Gott ef það voru ekki pálmatré á víð og dreif. […]

Ekkert sinfóníugarg hjá götuspilara

5 stjörnur Sinfóníutónleikar Verk eftir Bach, Beethoven og Piazzolla. Einleikari og stjórnandi: Joshua Bell. Academy of St. Martin in the Fields lék. Eldborg í Hörpu þriðjudagurinn 21. nóvember Fyrir um hálfri öld síðan var mikið kvartað undan „sinfóníugarginu“ í útvarpinu. Einu sinni birtist lesendabréf þar sem útvarpsstjóri var vinsamlegast beðinn um að skrúfa fyrir Brandara-borgarkonsertana […]

Sátt við örlögin í tónlist Beethovens

3 stjörnur Kammertónleikar Verk eftir Glass, Sjostakóvitsj og Beethoven. Flytjandi: Strokkvartettinn Siggi. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 19. nóvember Tónleikar Strokkvartettsins Sigga í Kammermúsíkklúbbnum byrjuðu ekkert sérstaklega vel. Fyrst á dagskránni var Mishima kvartettinn eftir Philip Glass. Hann ber þetta nafn vegna þess að hann er hluti tónlistar sem Glass samdi fyrir kvikmynd Pauls Schraders um […]

Sumt stórbrotið, annað ósannfærandi

3 stjörnur Kammertónleikar Verk eftir Bartók, Beethoven, de Sarasate og de Falla. Páll Palomares lék á fiðlu, Eva Þyri Hilmarsdóttir lék á píanó. Salurinn í Kópavogi sunnudaginn 12. nóvember Færir hljóðfæraleikarar falla gjarnan í þá gryfju að æfa ekki nóg hæg lög sem þeir hyggjast leika á tónleikum. Hægir kaflar eru jú auðveldari, svo flestum […]

Tímaskekkja eða ekki

Tónlist 4 stjörnur Sinfóníutónleikar Verk eftir Rakhmanínoff, Gliere og Þórð Magnússon. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék, Yan Pascal Tortelier stjórnaði. Einleikari: Radek Baborák. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 9. nóvember Einn var drykkjusvín, annar letingi og fitubolla, sá þriðji tímaskekkja. Þetta ruddalega orðbragð hefur verið viðhaft um þrjú tónskáld sem áttu það sameiginlegt að hafa hætt að semja […]