Drottning hljóðfæranna í misflottum fötum

Niðurstaða: Misáhugaverð dagskrá og misáhugaverðar útsetningar, en flutningurinn var góður. Alexandra Chernysova og Lenka Mátéóva fluttu verk eftir Chernysovu, Franck, Rakhmanínoff og Mozart. Hallgrímskirkja laugardaginn 23. júlí Nítjándu aldar tónskáldið Cesar Franck fékk það einu sinni óþvegið hjá gagnrýnanda. Í umsögninni stóð að myrkrið í tilteknu verki hefði verið svo algert að það hefði verið […]

Sönghátíð sem verður betri og betri

Verk eftir Albeniz, Jáuregui, Alís, León, Derriça, Granados og Sigvalda Kaldalóns. Flytjendur: Sonos Ensemble og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir sem söng. Hafnarborg sunnudaginn 10. júlí Niðurstaða: Flottir tónleikar með athyglisverðri og skemmtilegri tónlist. Mark Twain sagði eitt sinn að það þyrfti að skipta oft um stjórnmálamenn og bleiur – af sömu ástæðu. Hann var einstaklega orðheppinn […]

Finkan og ferlíkið

Niðurlag: Nokkuð misjafnir tónleikar, bæði flutningur og tónlist. Verk eftir Magnús Ragnarsson, Hreiðar Inga Þorsteinsson, Báru Grímsdóttur, P. E. Fletcher og J. Alain. Magnús Ragnarsson lék á orgelið, Lilja Dögg Gunnarsdóttir söng. Hallgrímskirkja laugardaginn 9. júlí Kvikmyndir á borð við Blade Runner, Minority Report og Total Recall eru byggðar á sögum Philips K. Dick. Þetta […]

Stórfenglegur kórsöngur og flott tónlist

Niðurstaða: Magnaður söngur, falleg tónlist. Barbörukórinn flutti íslenska dagskrá Hafnarborg sunnudaginn 19. júní Ég sá einu sinni hryllingsmyndina The Believers. Hún fjallar um Santeria, eins konar vúdútrú á Kúpu og víðar. Dýrkunin kom með þrælunum frá Afríku og blandaðist kaþólskri trú. Þrælarnir héldu áfram að tilbiðja guði sína, en dulbjuggu þá sem dýrlinga. Heilög Barbara […]

Andrúmsloft hugleiðslu og bænar

Niðurstaða: Mergjað tónmál, magnaður flutningur. Guðspjall Maríu eftir Huga Guðmundsson Flytjendur voru Sinfóníettan í Osló, Schola cantorum, Berit Norbakken og Kåre Nordstoga. Hörður Áskelsson stjórnaði Hallgrímskirkja sunnudagur 5. júní Eins og kunnugt er samanstendur Nýja testamentið m.a. af fjórum guðspjöllum, en fleiri eru til. Mörg þeirra voru uppgötvuð árið 1945 í Nag Hammadi í Egyptalandi. […]

Wagner náði stundum flugi en Beethoven ekki

Albert Mamriev flutti verk eftir Beethoven og Wagner (í útsetningum Liszts). Salurinn í Kópavogi sunnudagur 5. júní Niðurstaða: Wagner var yfirleitt góður í takmörkuðum útsetningum, en Beethoven olli vonbrigðum. Nýlega þurfti ísraelsk útvarpsstöð að biðjast afsökunar á að hafa útvarpað verki eftir Wagner. Tónskáldið var Gyðingahatari og skrifaði einu sinni bækling með titilinum „Gyðingdómur í […]

Dansandi hljómsveitarstjóri sem söng af list

Niðurstaða: Sérdeilis skemmtilegir tónleikar með flottri tónlist, hrífandi hljómsveitarstjórn og söng, og frábærum hljóðfæraleik.   Verk eftir Berg, Schönberg, Ives og Gershwin á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Barbara Hannigan stjórnaði og söng einsöng. Eldborg í Hörpu laugardagur 4. júní Ég sá einu sinni brandara á netinu um tónskáldið Alban Berg. Mynd var af honum og undir […]

Hinn blindi Bocelli var kóngurinn í hljóðkerfinu

Niðurstaða: Bráðskemmtilegir tónleikar. Andrea Bocelli söng blandaða dagskrá. Með honum komu fram Jóhanna Guðrún, Maria Aleida Rodriguez og Anastasyia Petryshak. Sinfonia Nord lék. Marcello Rota stjórnaði. Kórinn í Kópavogi laugardagur 21. maí Ég tók myndskeið af öllum fjöldanum í hléinu á tónleikum Andrea Bocellis í Kórnum á laugardagskvöldið og birti á Facebook. Einn vinur minn […]

Stalín úti í tunglsljósi, Stalín út við skóg

Niðurstaða: Snilldartónleikar með stórfenglegri tónlist. Verk eftir Sjostakóvitsj í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Stjórnandi: Eva Ollikainen. Eldborg í Hörpu Miðvikudaginn 18. maí Þegar Stalín stjórnaði Sovétríkjunum með harðri hendi voru oft hvíslaðir um hann brandarar. Ekki mátti segja þá opinberlega, því það hefði líklega alvarlegar afleiðingar. Einn brandarinn var svona: Stalín heldur ræðu fyrir mikinn fjölda […]

Píanóleikurinn var göldrum líkastur

Niðurstaða: Einhverjir bestu djasstónleikar sem hér hafa verið haldnir. Craig Taborn lék á píanó tónlist eftir sjálfan sig Salurinn í Kópavogi Sunnudaginn 8. maí Henry Pleasants var ekki aðeins tónlistargagnrýnandi um miðja síðustu öld, heldur líka starfsmaður hjá CIA. Hann skrifaði m.a. tvær athyglisverðar bækur, Serious Music and All That Jazz og The Agony of […]