Bölvun klarinettunnar lætur vel í eyrum

Geisladiskur 4 og hálf stjarna Brahms & Khoury: Klarinettukvintettar Paladino Music Munurinn á lauk og klarinettu er sá að þegar klarinettan er skorin, grætur enginn. Þessi brandari endurspeglar þá staðreynd að hljóðfærið getur verið býsna hvasst ef þannig er leikið á það. Verra er þó að bölvun fylgir því. Dæmin sanna það: Mozart skrifaði klarinettukonsertinn […]

Smá mótvægi við síbyljuna

Jólatónlist þegar það eru ekki tónleikar: Allir vita að tónlist er holl og góð, nema rokkið… það kemur frá djöflinum. Að öllu gamni slepptu hefur tónlist margvísleg heilsusamleg áhrif. Núna þegar það verða líklega engir jólatónleikar er þeim mun mikilvægara að fara á Spotify eða YouTube og hlusta á eitthvað skemmtilegt. Ég persónulega hef bæði […]

Óbrjáluð útsetning eftir brjálaðan mann

4 og hálf stjarna Stuart Skelton og Bjarni Frímann Bjarnason á streymistónleikum Íslensku óperunnar Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 8. nóvember Fyrsta lagið á streymistónleikum Íslensku óperunnar á laugardaginn var eftir brjálaðan mann. Eða kannski undarlegan mann. Þetta var Percy Grainger, ástralskur píanóleikari og tónskáld, sem var uppi á árunum 1882-1961. Hann var furðulegur út á […]

Nokkur undarlegustu tónverk sögunnar

Einu sinni kom ég fram sem píanóleikari á ráðstefnu í Háskóla Íslands. Ráðstefnan var haldin árið 2000 og fjallaði um tímann og tímamót. Ég settist við flygilinn og lagði hendurnar á hljómborðið. Svo beið ég í rúmlega fjórar mínútur, en stóð því næst upp, hneigði mig og gekk út við dræmt lófatak. Þetta var verkið […]

Píanóleikur sem fær hárin til að rísa

5 stjörnur Píanógoðsagnir. Umsjón: Víkingur Heiðar Ólafsson á Rás 1. Einu sinni var píanóleikari uppi á sviði fyrir fullu húsi. Hann dró gamlan sokk upp úr vasanum og sagði að Chopin hefði átt hann. Svo hengdi hann sokkinn á píanóið. Þar var hann alla tónleikana. Á öðrum tónleikum tilkynnti hann áheyrendum að hann væri í […]

Töffararnir í klassísku tónlistinni

Ég er að horfa á þriðju seríuna af Twin Peaks, í fimmta eða sjötta sinn. Hún er guðdómleg. Í áttunda þættinum kemur fram hljómsveitin Nine Inch Nails, og í atriðinu eru allir með sólgleraugu, þó það sé býsna dimmt inni. Sólgleraugu auka mjög á töffaraímyndina sem hæfir laginu fullkomlega. Skáldskapurinn er myrkur og laglínurnar skuggalegar. […]

Heimilislegur Schubert

Geisladiskur 4 stjörnur Sónötur eftir Schubert í flutningi Eddu Erlendsdóttur píanóleikara. Erma Ég hitti einu sinni leikkonuna Scarlet Johannson. Ég varð svo feiminn og yfirþyrmdur að ég kom ekki upp orði, og hugsaði bara um það hvað ég væri í ljótum bol. Það er því vel hægt að ímynda sér hvernig tónskáldinu Franz Schubert leið […]

Alkóhólismi og eiturlyfjaneysla í klassískri tónlist

„Where there is dope, there is hope“ segir ein persóna í bók eftir Philip K. Dick, vísindasagnahöfundinn fræga. Myndir á borð við Total Recall, Blade Runner og Minority Report eru byggðar á sögum hans. Téð bók fjallar um eiturlyfjalögreglumann og meinleg örlög hans þegar hann sogast sjálfur í heim fíknarinnar. Dick var ákafur unnandi klassískrar […]

Góð augnablik, góðir stundarfjórðungar

Geisladiskur 5 stjörnur Epicycle II. Gyða Valtýsdóttir Diamond „Þegar maður heyrir slæma tónlist þá er það skylda manns að drekkja henni í samræðum.“ Þetta sagði Oscar Wilde, en hann gat verið einkar hnyttinn og orðheppinn. Hann sagði t.d. um Wagner að í tónlist hans væru góð augnablik, en slæmir stundarfjórðungar. Kannski er nokkuð til í […]