Hið smáa sagði heila sögu

Niðurstaða: Vandaðir og skemmtilegir tónleikar Habanera. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir flutti blandaða dagskrá ásamt Francisco Javier Jáuregui gítarleikara og Sigurði helga Oddsyni píanóleikara. Salurinn í Kópavogi fimmtudagur 22. september „Ef hægt væri að ímynda sér að hans hátign, Satan, myndi semja óperu, þá væri Carmen í þeim anda.“ Á þessum orðum hófst gagnrýni um hina sívinsælu […]

Sinfóníutónleikar fóru úr böndunum

Niðurstaða: Einstakur einsöngur og hljómsveitin var líka með allt á hreinu. Verk eftir Ives, Mozart, Bernstein og Dvorák í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einsöngvari: Dísella Lárusdóttir. Stjórnandi: David Danzmayr. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 14. september Þetta er farið úr böndunum, hugsaði ég á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Ætti ég að hringja á lögregluna? Tilefnið var […]

Maður gleymdi stund og stað á tónleikum Trifonovs

Niðurstaða: Trifonov var hreint út sagt ótrúlegur. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Verk eftir Beethoven, Sibelius og Önnu Þorvaldsdóttur. Stjórnandi: Eva Ollikanine. Einleikari: Daniil Trifonov. Einnig einleikstónleikar Trifonovs. Verk eftir Tsjajkovskí, Schumann og Brahms. Eldborg í Hörpu Fimmtudagur 8. september og laugardagur 10. septemer Beethoven var sjálfur í einleikshlutverkinu þegar fjórði píanókonsertinn hans var frumfluttur. Tveir drengir […]

Klípum stelpuna svo hún gráti gulli

Niðurstaða: Skemmtileg sýning með flottum söng Mærþöll. Tónlist og texti: Þórunn Guðmundsdóttir. Leikstjórn: Bjarni Thor Kristinsson. Hljómsveitarstjórn: Guðni Franzson. Gamla bíó fimmtudagur 1. september Tónskáldið Frederic Chopin, sem var uppi á fyrri hluta nítjándu aldar, var einstaklega trúgjarn. Hann frétti af svokallaðri „talandi maskínu“ og skrifaði ákafur til foreldra sinna að vélin gæti víst ekki […]

Tónleikar…leikar…leikar…leikar

Niðurstaða: Tónlistin kom afar illa út í alltof ríkulegum hljómburði Hallgrímskirkju. Sálumessa eftir Jakob Buchanan. Flytjendur voru Ragnheiður Gröndal, Club for Five, Ensemble Edge, Cantoque Ensemble, Hilmar Jensson, Anders Jormin, Magnús Trygvason Eliassen og Jakob Buchanan. Geir Lysne stjórnaði. Hallgrímskirkja föstudagur 19. ágúst Sagt hefur verið að í fínu lagi sé að koma of seint […]

Þúsund hljómar hver öðrum fegurri

Niðurstaða: Innblásin tónlist, innblásin spilamennska.   Tónlist eftir Inga Bjarna á Djasshátíð Reykjavíkur. Fram komu Ingi Bjarni, Anders Jormin, Hilmar Jensson og Magnús Trygvi Eliassen. Flói í Hörpu fimmtudaginn 18. ágúst Rokktónlistarmaðurinn spilar þrjá hljóma fyrir þúsund áheyrendur, en djassarinn spilar þúsund hljóma fyrir þrjá áheyrendur. Þessi brandari er lýsandi fyrir það hve djassinn er […]

Misjafn tónlistarflutningur

Niðurstaða: Fróðleg dagskrá en tónlistarflutningurinn olli vonbrigðum. Verk eftir Schumann. Hlín Pétursdóttir Behrens og Erna Vala Arnardóttir fluttu. Eldborg í Hörpu sunnudaginn 7. ágúst Einn brandari á netinu hljómar svo: „Þegar ég var greindur með geðhvarfasýki vissi ég ekki hvort ég átti að hlæja eða gráta.“ Tónskáldið Robert Schumann fékk einmitt þessa greiningu, en þó […]

Hið litla og stóra í fullkomnu sambandi

Niðurstaða: Magnaðir tónleikar sem einkenndust af smekkvísi og fagmennsku. Ásta Soffía Þorgeirsdóttir harmóníkuleikari og Guðný Einarsdóttir orgelleikari fluttu blandaða dagskrá Hallgrímskirkja laugardagur 30. júlí Í brandara á Facebook má sjá umsátur um kastala. Árásarherinn hendir harmóníku yfir virkisveginn. Þá flýja allir út æpandi, líka dýrin. Ef Ástu Soffíu Þorgeirsdóttur yrði hent yfir vegginn á eftir […]

Píanókennsla

Get bætt við mig örfáum nemendum næsta vetur. Kenni fólki á öllum aldri og öllum stigum, einnig byrjendum. Markmið kennslunnar er sniðið að þörfum og væntingum hvers og eins. Tilgangurinn er að hafa gaman! Hafið samband á senjonas@gmail.com.

Drottning hljóðfæranna í misflottum fötum

Niðurstaða: Misáhugaverð dagskrá og misáhugaverðar útsetningar, en flutningurinn var góður. Alexandra Chernysova og Lenka Mátéóva fluttu verk eftir Chernysovu, Franck, Rakhmanínoff og Mozart. Hallgrímskirkja laugardaginn 23. júlí Nítjándu aldar tónskáldið Cesar Franck fékk það einu sinni óþvegið hjá gagnrýnanda. Í umsögninni stóð að myrkrið í tilteknu verki hefði verið svo algert að það hefði verið […]