Grípandi æskuverk í föstudagsröðinni

4 stjörnur Verk eftir Rakhmaninoff og Gubaidulinu. Flytjendur voru hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Norðurljós í Hörpu föstudaginn 17. janúar Ungverska tónskáldið Györgi Ligeti hélt einu sinni tæplega tíu mínútna langt erindi um framtíð tónlistarinnar. Hann stóð bara í pontunni og sagði ekki neitt, en skrifaði nokkrar fjarstæðukenndar tillögur til áhorfenda. Þetta fór ekki vel í […]

Rislitlir Vínartónleikar

2 og hálf stjarna Verk eftir Strauss yngri, Lehár, Bonis, Zeller, Tsjajkovskíj Sieczynski, Dostal og Beach. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék. Bjarni Frímann Bjarnason stjórnaði. Einsöngvarar: Jóna G. Kolbrúnardóttir og Garðar Thór Cortes. Dansarar: Þorkell Jónsson, Denise Margrét Yaghi, Gylfi Már Hrafnsson, María Tinna Hauksdóttir, Guðjón Erik Óskarsson og Eva Karen Ólafsdóttir. Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 9. […]

Grasið græna, hassið væna

Tónlist 4 og hálf stjarna Stórsveit Reykjavíkur flutti sveiflualdartónlist. Stjórnandi: Sigurður Flosason. Fram komu Stína Ágústsdóttir, KK, Björgvin Franz Gíslason og dansarar frá Sveiflustöðinni. Eldborg í Hörpu sunnudagur 5. janúar Einhver brandarakarl sagði að saxófónar væru í rauninni ásláttarhljóðfæri. Það ætti að berja þá með hömrum. Stórum hömrum. Saxófónarnir geta vissulega verið skerandi, en það […]

Ferðalög um undraheima

Tónlistarárið 2019 gert upp Einu sinni las ég fantasíubók sem hefst í helvíti. Þar kveljast sálir fordæmdra um alla eilífð, en illu andarnir passa upp á logarnir brenni sem heitast. Á meðan er spiluð tónlist. Þetta er eingöngu tónlist eftir misheppnuð tónskáld, verk sem voru í mesta lagi flutt einu sinni á jörðinni. Sagan dæmdi […]

Fagmennska, nákvæmni og innlifun

4 og hálf stjarna Verk eftir Gallo, Pergolesi, Locatelli, Marcello, Vivaldi og Veracini. Kammersveit Reykjavíkur lék. Einleikarar: Laufey Jensdóttir og Steiney Sigurðardóttir. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 8. desember Ef maður er staddur á kaffihúsi þá er ekki ólíklegt að Vivaldi sé á fóninum. Tónlist hans er orðin að klisju, hún er alltumlykjandi, eins konar tónrænt […]

Skrímslinu hafnað í Hallgrímskirkju

4 stjörnur Händel: Messías. Mótettukór Hallgrímskirkju og Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju. Einsöngvarar: Herdís Anna Jónasdóttir, David Erler, Martin Vanberg og Jóhann Kristinsson. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Hallgrímskirkja laugardaginn 7. desember Í óratóríunni sívinsælu, Messíasi eftir Händel, sem flutt var á laugardagskvöldið í Hallgrímskirkju, er m.a. sungið: „Wonderful… the Mighty God.“ Ef óratórían hefði verið sett upp […]

Þegar dauðir rísa úr gröfum sínum

4 og hálf stjarna Verdi: Requiem. Óperukórinn í Reykjavík söng við leik sinfóníuhljómsveitar. Einsöngvarar: Þóra Einarsdóttir, Sesselja Kristjánsdóttir, Gissur Páll Gissurarson og Kristinn Sigmundsson. Norðurljós í Hörpu þriðjudaginn 3. desember Í einni Monty Python gamanmyndinni er eldri kona að skoða myndaalbúm. Þetta er dauflegt og óspennandi fjölskyldualbúm en svo allt í einu sér konan þar […]

Sungið frekar en að höggva mann og annan

Bækur Tónlist liðinna alda. Íslensk handrit 1100-1800. 5 stjörnur Árni Heimir Ingólfsson Útgefandi: Crymogea Fjöldi síðna: 231 Karlar eiga að bera virðingu fyrir konum og alls ekki sjá þær sem leikföng. Þetta er boðskapur kvæðisins Eitt sinn fór ég yfir Rín, en þar segir frá ungum manni sem ferðast yfir Rínarfljót til að hitta stúlku. […]