Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni ***

Eldborg í Hörpu 11. janúar Vínartónleikarnir sem Sinfóníuhljómsveit Íslands bauð upp á í Hörpu síðastliðinn laugardag höfðu alla burði til að verða eftirminnilegir. Fjölbreytt efnisskrá, glæsilegir einsöngvarar, fimir dansarar og efnisskrá í léttum dúr lofaði svo sannarlega góðu. Það kom því nokkuð á óvart hversu stemningin var stundum vandræðaleg í Eldborgarsalnum þetta kvöld. Óperettur kalla […]

Nýársswing með handbremsu ***1/2

Stórsveit Reykjavíkur flutti tónlist frá gullöld sveiflunnar. Sigurður Flosason stjórnaði.Sunnudagur 5. janúar í Eldborg í Hörpu Stórsveit Reykjavíkur fagnaði nýju ári í Eldborg með dagskrá helgaðri gullöld sveiflunnar – dýrðardögum djassins á árunum 1930 til 1950. Öllu var tjaldað til; eggjandi blásarar og hraustleg rytmasveit komu áheyrendum nánast til að dansa. Að vísu ekki alltaf. […]