Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? ****

Geneva Camerata flutti verk eftir Mastrangelo og Sjostakóvitsj í Eldborg í Hörpu laugardaginn 14. júní Ég fann hálfpartinn vodkalyktina á tónleikunum. Ég sat í Eldborg í Hörpu á laugardagskvöldið og hlustaði á fimmtu sinfóníuna eftir Sjostakóvitsj – þessa sem byrjar á dularfullum nótum en fer svo upp í algert brjálæði. Og þegar strengirnir þögnuðu, sá […]

Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi **1/2

Eldborg í Hörpu, laugardaginn 7. júní Ég mætti spenntur í Eldborg til að heyra norsku þjóðlagasveitina Wardruna. Plötur þeirra hafa haft á mig svipuð áhrif og að drekka sveppate í langri sánadvöl – andlegt ferðalag með fornum hljómi og seiðandi skáldskap. En í þetta sinn stóðu tónleikarnir ekki undir væntingum. Tónlistin var vissulega skemmtileg, en […]

Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta ****1/2

Frumflutningur: Messa eftir Auði Guðjohnsen. Barbörukórinn söng, Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnaði. Hafnarfjarðarkirkja mánudaginn 2. júní Ég held mikið upp á sálminn Hærra, minn Guð, til þín. Hann er sunginn í flestum eða öllum jarðarförum á Íslandi. Erfitt er þó að finna almennilegan flutning á YouTube. Þar er sálmurinn yfirleitt skrumskældur með gospeltilburðum. Oftar en ekki […]