Gefin fyrir drama þessi dama

5 stjörnur Óperusýning Tosca eftir Puccini í uppfærslu Íslensku óperunnar. Hljómsveitarstjóri: Bjarni Frímann Bjarnason. Leikstjóri: Greg Eldridge. Leikmynd: Alyson Cummins. Búningar: Natalía Stewart. Söngvarar: Claire Rutter, Kristján Jóhannsson, Ólafur Kjartan Sigurðarson, Ágúst Ólafsson, Bergþór Pálsson, Þorsteinn Freyr Sigurðsson, Fjölnir Ólafsson, Sigurbjartur Sturla Atlason og Tómas Haarde. Kórstjórar: Magnús Ragnarsson og Steingrímur Þórhallsson. Drengjakór Reykjavíkur og […]

Gæsahúð aftur og aftur

5 stjörnur Jóhann Kristinsson baritón og Ammiel Bushakevitz píanóleikari fluttu lög eftir Schumann, Mahler, Rossini og fleiri.  Salurinn í Kópavogi fimmtudaginn 19. október Ég las einhvers staðar að það séu fjögur leiðarstef í kántrísöngvum. Þau eru: 1. „Ást og trygglindi“, 2. „Hvernig á að lifa lífinu“, 3. „Það gengur ekki“ og 4. „Þetta er búið.“ […]

Söng meira af vilja en mætti

2 stjörnur Tangótónleikar Lög eftir Piazzolla, Villoldo, Gade og fleiri. Svanlaug Jóhannsdóttir söng ásamt hljómsveit. Einnig kom Margrét Pálmadóttir fram. Salurinn í Kópavogi föstudaginn 13. október Eitthvert glæsilegasta tangóatriði bíómyndanna er þegar Arnold Schwarzenegger dansar við Tia Carrere í upphafi True Lies. Það er ótrúlega flott, en tökurnar munu ekki hafa verið sársaukalausar. Vöðvatröllið er […]

Dauðinn og stúlkan aldrei hressari

4 stjörnur Kammertónleikar Verk eftir Schubert, Salonen, Norman og Daníel Bjarnason. Calder kvartettinn lék. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 8. október Brandarakarl nokkur sagði einu sinni: „Lífið er stutt og listin löng; það á sérstaklega við um sinfóníu eftir Brahms.“ Hægt væri að segja það sama um ýmis verk eftir Schubert, sem eru í lengri kantinum. […]

Flóttinn mikli undan væmninni

4 stjörnur Sinfóníutónleikar Verk eftir Stravinskí og Adams í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Fram komu Hamrahlíðakórarnir. Einleikari: Leila Josefowicz. Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 5. október Fiðlur eru væmnar. Eða öllu heldur, fiðlur GETA verið væmnar. Um það bera vitni ótal gamlar Hollywood ástarvellur þar sem sírópið lekur bókstaflega af fiðlustrengjunum. Stravinskí óttaðist þennan […]

Falleg tónlist í hádeginu

3 stjörnur Hafdís Vigfúsdóttir og Svanur Vilbergsson fluttu verk eftir Ravel, Debussy, Ibert og Poulenc. Salurinn í Kópavogi miðvikudagur 27. september Þeir sem vilja fá eitthvað andlegt með ostborgaranum í hádeginu ættu að kíkja við í menningarhúsin í Kópavoginum á miðvikudögum. Þar er ýmislegt á seiði. Ljósmyndaspjall í Héraðsskjalasafninu, bókaupplestur í Bókasafninu, leiðangur um myndlistarsýningu […]

Ekki mennsk, heldur náttúrukraftur

3 stjörnur Tónleikar helgaðir Ellu Fitzgerald. Stórsveit Reykjavíkur lék undir stjórn Sigurðar Flosasonar. Fram komu Andrea Gylfadóttir, Anna Mjöll Ólafsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ellen Kristjánsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir, Ragnheiður Gröndal, Ragnhildur Gísladóttir, Salka Sól Eyfeld, Sigríður Thorlacius og KK. Eldborg í Hörpu föstudaginn 22. september Ella Fitzgerald hefði orðið 100 ára á árinu og af því tilefni voru […]

Snilld aftur á bak eða áfram

5 stjörnur Verk eftir Ibert, Gounod og Lutoslawski í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einleikari: Stefán Ragnar Höskuldsson. Stjórnandi: Yan Pascal Tortelier. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 14. september Einn fremsti „klassíski“ tónlistarmaður þjóðarinnar er Stefán Ragnar Höskuldsson flautuleikari. Hann er kunnur víða um heim fyrir einleik og kammermúsík, auk þess sem hann er 1. flautuleikari Sinfóníuhljómsveitarinnar í […]

Upprisa skallapopparans

4 stjörnur Kammersveit Reykjavíkur lék verk eftir Hummel og Beethoven. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 10. september Tónsmiður getur verið dáður og elskaður á meðan hann lifir, en samt fallið í gleymskunnar dá eftir dauðann. Sumir verða þó vinsælir aftur löngu síðar, eins og gerðist með Bach. Tónlist hans þótti lengi andlaus og leiðinleg, en þegar […]