Tröllaukinn kór valtaði yfir pínulítinn píanóleikara

Tvær og hálf stjarna Stabat mater eftir Dvorák í flutningi Söngsveitarinnar Fílharmóníu undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. Einsöngur: Hallveig Rúnarsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Gissur Páll Gissurarson og Oddur Arnþór Jónsson. Píanóleikur: Elena Postumi. Langholtskirkja sunnudaginn 17. mars „Stóð við krossinn mærin mæra, mændi á soninn hjartakæra.“ Á þessum orðum hefst þýðing Matthíasar Jochumssonar á Stabat mater. Það […]

Víkingur tryllti og stillti

5 stjörnur Víkingur Heiðar Ólafsson flutti Goldberg tilbrigðin eftir Bach í Eldborg í Hörpu föstudaginn 16. febrúar Eftir Jónas Sen Ég sá brandara á Facebook nýlega. Tveir gamlir karlar standa þétt saman og annar þeirra heldur á mótmælaskilti. Undir myndinni má lesa: „Verkfall sembalstillingamanna.“ Og á skiltinu stendur: „Við höfum verið samningslausir frá 1782.“ Goldberg […]

Fangelsi, fyllerí og fjandinn sjálfur

4 og hálf stjarna 60 ára afmælistónleikar Sigurðar Flosasonar tónskálds og saxófónleikara. Stórsveit Reykjavíkur kom fram ásamt Andreu Gylfadóttur, Kristjönu Stefánsdóttur og Þóri Baldurssyni. Sigurður Flosason stjórnaði.   Sunnudagur 11. febrúar í Silfurbergi í Hörpu Eftir Jónas Sen Um blúsgítarleikarann Robert Johnson gekk sú saga fjöllum hærra að hann hefði selt djöflinum sál sína. Hann átti […]

Njósnarinn sagði nei, Ragga sagði já

Fjórar stjörnur Ragga Gísla á Myrkum músíkdögum ásamt Cauda Collective Norðurljósasalur Hörpu Föstudagur 26. janúar Yfirmaður bækistöðvar CIA í Berlín á tímum Kalda stríðsins var tónlistargagnrýnandi í hjáverkum. Hann hét Henry Pleasants. Ein af bókunum sem hann skrifaði bar nafnið The Agony of Modern Music. Hún kom út árið 1955. Líkt og titillinn gefur til […]

Verbúðarstemning hjá Pálma Gunnarssyni

3 og hálf stjarna Tónleikar í Bæjarbíói föstudaginn 19. janúar Tónlist er eins og tímavél. Ótrúlegt er hve lag sem maður hlustaði á á ákveðnu skeiði, og heyrir svo aftur að einhverjum tíma liðnum, getur kallað fram sterkar tilfinningar sem tengjast þessu tímabili. Það er eins og ormagöng opnist og sogi mann aftur í tímann. […]

Pabbamontið er ekki innistæðulaust

4 stjörnur Kári Egilsson ásamt hljóðfæraleikurum á tveimur plötum sem komu út á árinu: Palmtrees In the Snow og Óróapúls. Eftir Jónas Sen Pabbamont á Facebook getur verið sætt, en það getur líka farið yfir strikið. Ég er ekki saklaus í þeim efnum. En mér ofbauð á tímabili hve Egill Helgason notaði aðstöðu sína sem […]