Stórkostlegt ævintýri

Pekka Kuusisto fiðluleikari og Davíð Þór Jónsson píanóleikari léku af fingrum fram í Kaldalóni í Hörpu þriðjudaginn 17. febrúar. 5 stjörnur Einhverjir skrítnustu tónleikar sem ég hef farið á var í gömlum strætó sem var ekið um Vesturbæinn á Listahátíð í hittifyrra. Flygli hafði verið komið fyrir í strætóinum og á hann lék Davíð Þór […]

Úr örvæntingu yfir í andakt

Verk eftir Huga Guðmundsson, Dobrinka Tabakova og Hafliða Hallgrímsson. Kammersveit Reykjavíkur í Norðurljósum í Hörpu á Myrkum músíkdögum sunnudaginn 1. febrúar. 4 stjörnur Lokatónleikar Myrkra músíkdaga skörtuðu frumflutningi á verki eftir Huga Guðmundsson. Kammersveit Reykjavíkur lék það undir stjórn Bernharðs Wilkinson. Þetta var einleikskonsert þar sem í aðalhlutverki var óvanalegt hljóðfæri: Kantele. Það er nokkurskonar […]

Fetti sig og bretti

Tinna Þorsteinsdóttir lék á píanó og dótapíanó í Norðurljósum í Hörpu á Myrkum músíkdögum sunnudaginn 1. febrúar. 1 stjarna Leikfangapíanó, eða dótapíanó, eru ekki algeng í tónlistarlífinu. Skyldi engan undra, nóturnar í því eru afar fáar. Slíkt hljóðfæri hefur samt sjarmerandi hljóm, ef maður heldur sig við þá möguleika sem það býður upp á. Því […]

Svona semja ekki iðjuleysingjar

Caput hópurinn á Myrkum músíkdögum í Norðurljósum í Hörpu föstudaginn 30. janúar. Verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Úlf Inga Haraldsson og Snorra S. Birgisson. 4 stjörnur Ég sagði sumu fólki frá því að ég ætlaði á Myrka músíkdaga um helgina. Ég fékk skrýtin viðbrögð. Menn ranghvolfdu í sér augunum. Ég átti tvo boðsmiða en vinir […]

Vel spilað, en dauft

Bach: Sellósvítur nr. 3, 4 og 5 í flutningi Bryndísar Höllu Gylfadóttur í Norðurljósum í Hörpu sunnudaginn 25. janúar. 3 stjörnur Sellósvítur Bachs, sem Bryndís Halla Gylfadóttir flutti á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á sunnudagskvöldið, eru magnaðar tónsmíðar. Þó er vandasamt að flytja þær og ekkert annað á tónleikum. Þetta er innhverf, einmannaleg tónlist án nokkurs undirleiks. […]

Hryllingur á Sinfóníutónleikum

Verk eftir Richard Strauss og Jean Sibelius í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu fimmtudaginn 22. janúar. Stjórnandi: Petri Sakari. Einsöngvarar: Þóra Einarsdóttir og Jorma Hynninen. Einnig komu fram Karlakórinn Fóstbræður og Karlakór Reykjavíkur. 4 stjörnur Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið voru hryllilegir. Þó var ekkert að flutningnum. Nei, hryllingurinn réð ríkjum í sjálfri tónlistinni. Tvö […]

Haltu kjafti og vertu sæt

Verk eftir Farrenc og Schubert í Kammermúsíkklúbbnum í Norðurljósum Hörpu sunnudaginn 18. janúar. 3 stjörnur Konur sem sömdu tónlist þurftu lengi vel að þola mikla fordóma. Það þótti kannski allt í lagi að þær væru söngkonur eða hljóðfæraleikarar. En að öðru leyti áttu þær bara að vera sætar og halda kjafti. Kærasta Gustavs Mahler, Alma, […]

Sósíalískur Messías olli vonbrigðum

Messías eftir Handel í flutningi Camerata Øresund í Norðurljósum í Hörpu laugardaginn 10. janúar. 1 stjarna Enginn veit afhverju fólk rís úr sætum sínum þegar hallelújakórinn hefst í lok Messíasar eftir Handel. Fólk reis oft úr sætum er kraftmiklir kórkaflar byrjuðu í ámóta tónsmíðum í gamla daga. Sennilegast er það bara vegna þess hversu tónlistin […]

Strengjakvartettinn Siggi

Strengjakvartettinn Siggi í tónleikaröðinni Hljóðön í Hafnarborg sunnudaginn 4. janúar. 4 stjörnur Ég veit ekki afhverju Strengjakvartettinn Siggi heitir svona flippuðu nafni. Kannski vegna þess að einn liðsmaður kvartettsins ber nafnið Sigurður. Kvartettinn hélt tónleika í Hafnarborg á sunnudaginn. Tónleikarnir voru hluti af röð sem er líka kölluð skrítnu nafni: Hljóðön. Það er hugtak úr […]

Árið 2014: Frábær íslensk tónverk voru frumflutt

Fyrir tíu árum síðan skrifaði ég nokkuð umdeilda opnugrein sem bar fyrirsögnina „Er Íslenska óperan dauðadæmd?“ Þar gagnrýndi ég stofnunina og fann að því að eingöngu vinsælar óperur væru settar upp, en nýjar íslenskar óperur vanræktar. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Óperan fékk einn á lúðurinn. Í Reykjavíkurbréfi í Morgunblaðinu tveimur árum áður […]