Jólatónleikar í Salnum náðu ekki flugi

3 stjörnur Rebekka Blöndal, Kristjana Stefáns, Ragga Gröndal, Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og Sigrún Erla Grétarsdóttir sungu jólalög í anda Ellu Fitzgerald. Átta manna hljómsveit lék með undir stjórn Vignis Þórs Stefánssonar. Salurinn í Kópavogi föstudaginn 1. desember. Rokktónlistarmaðurinn spilar þrjá hljóma fyrir þúsund áheyrendur, en djassarinn spilar þúsund hljóma fyrir þrjá áheyrendur. Þessi brandari er […]

GusGus kom, söng og sigraði

Fimm stjörnur Tónleikar GusGus í Eldborg í Hörpu laugardaginn 18. nóvember. Tveir hljóðfæraleikarar eru að spila í krá í villta vestrinu, annar á kontrabassa og hinn á píanó. Inn á krána gengur illilegur náungi með alvæpni. Bassaleikarinn segir þá við píanóleikarann: „Það er vondur maður að koma… spilaðu í molltóntegund!“ Þessi mynd kom upp í […]

Ásgeir Trausti og fíllinn í postulínsbúðinni

Tvær og hálf stjarna Ásgeir Trausti Einarsson kom fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands og flutti lög eftir sjálfan sig. Hljómsveitarstjóri var Anthony Weeden. Eldborg í Hörpu Föstudaginn 3. nóvember Ásgeir Trausti kom fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Anthony Weeden á Airwaves í Eldborginni í Hörpu á föstudagskvöldið. Það var svona og svona. Hann sjálfur er […]

Heimurinn að farast en maður tekur ekkert eftir því

Fimm stjörnur Todmobile hélt upp á 35 ára afmæli í Eldborg í Hörpu laugardaginn 14. október. Ásamt Todmobile komu fram Midge Ure, Nik Kershaw og Tony Hadley. Sinfonia Nord lék undir stjórn Atla Örvarssonar. Birtist á Vísir.is 17. október 2023. Í fyrstu kvikmyndinni um Tortímandann, með Arnold Schwarzenegger í aðalhlutverki, er atriði þar sem tónlist […]

Góðar fréttir og slæmar af Magnúsi & Jóhanni

2 stjörnur Tónleikar í röðinni Af fingum fram í stjórn Jóns Ólafssonar í Salnum í Kópavogi fimmtudaginn 5. október. Fram kom dúettinn Magnús & Jóhann. Birtist á Vísir.is 10. október 2023 Ég þekkti Vilhjálm Vilhjálmsson söngvara vel þegar ég var drengur. Hann var kærasti vinkonu systur minnar og kom oft í heimsókn á fjölskylduheimilið. Það […]

Sumt sem glóir er einfaldlega gull

Fjórar og hálf stjarna Páll Óskar Hjálmtýsson og Kristín Stefánsdóttir sungu klassísk popplög, ásamt stórum hópi hljóðfæraleikara og bakradda, í Salnum í Kópavogi föstudaginn 15. September Birtist á Visir.is 18. september 2023 Svört pallíettujakkaföt Páls Óskars Hjálmtýssonar glitruðu í mislitum ljósum Salarins í Kópavogi á föstudagskvöldið. Það var svo sannarlega við hæfi, því tónlistin sem […]

Lítill drengur, stór listamaður

Fjórar stjörnur Maggi Kjartans og fleiri í Eldborg í Hörpu laugardaginn 9. september Birtist á Visir.is 11. september 2023 Hæfileikinn til að semja grípandi laglínu er ekki allra. Sennilega myndu mörg nútímatónskáld gefa annan handlegginn, eða kannski bara ömmu sína, til að geta skapað viðlíka lög og Magnús Kjartansson, eða Maggi Kjartans, hefur gert á […]

Endursýning Átta radda

RÚV hefur nýlega hafið endursýningu á sjónvarpsþáttaröð sem ég stjórnaði, Átta röddum. Þar heimsæki ég átta íslenska söngvara og spjalla við þá um heima og geima. Þættirnir voru frumsýndir 2011. Stjórn upptöku: Jón Egill Bergþórsson. Fyrsti þátturinn fjallar um Diddú sem byrjaði söngferilinn í Spilverki þjóðanna. Hún færði sig yfir í óperusöng tiltölulega seint en […]