Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu *
Jülevenner Emmsjé Gauta í ÍR heimilinu föstudagskvöldið 19. desember Það er til ákveðin tegund af helvíti á jörðu. Hún er ekki logandi eldur og brennisteinn, heldur lýsir hún sér sem troðfullur salur af dauðadrukknu fólki í jólapeysum úr gerviefnum, angandi af blöndu af rándýru ilmvatni og bjór. Já, velkomin á Jülevenner Emmsjé Gauta, viðburð sem […]