Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? ****

Geneva Camerata flutti verk eftir Mastrangelo og Sjostakóvitsj í Eldborg í Hörpu laugardaginn 14. júní Ég fann hálfpartinn vodkalyktina á tónleikunum. Ég sat í Eldborg í Hörpu á laugardagskvöldið og hlustaði á fimmtu sinfóníuna eftir Sjostakóvitsj – þessa sem byrjar á dularfullum nótum en fer svo upp í algert brjálæði. Og þegar strengirnir þögnuðu, sá […]

Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi **1/2

Eldborg í Hörpu, laugardaginn 7. júní Ég mætti spenntur í Eldborg til að heyra norsku þjóðlagasveitina Wardruna. Plötur þeirra hafa haft á mig svipuð áhrif og að drekka sveppate í langri sánadvöl – andlegt ferðalag með fornum hljómi og seiðandi skáldskap. En í þetta sinn stóðu tónleikarnir ekki undir væntingum. Tónlistin var vissulega skemmtileg, en […]

Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta ****1/2

Frumflutningur: Messa eftir Auði Guðjohnsen. Barbörukórinn söng, Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnaði. Hafnarfjarðarkirkja mánudaginn 2. júní Ég held mikið upp á sálminn Hærra, minn Guð, til þín. Hann er sunginn í flestum eða öllum jarðarförum á Íslandi. Erfitt er þó að finna almennilegan flutning á YouTube. Þar er sálmurinn yfirleitt skrumskældur með gospeltilburðum. Oftar en ekki […]

Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð ****

Óperuveisla í Eldborg í Hörpu. Einsöngvarar: Ólafur Kjartan Sigurðarson, Gunnar Björn Jónsson, Kristín Anna Guðmundsdóttir og Kristín Sveinsdóttir. Bjarni Frímann Bjarnason stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands. Kórar: Mótettukórinn og Kór Langholtskirkju. Fimmtudagur 3. apríl. Það er eitthvað sérstakt við óperusöngvara. Þeir eru ekki bara listamenn – þeir eru hávaðamenn með diplómu. Þeir mæta inn í herbergi og […]

Eldborg breyttist í vélrænt helvíti *****

Föstudagskvöldið 21. mars í Eldborg í Hörpu Segja má að aukaverkanirnar af tónleikunum á föstudagskvöldið séu þríþættar. Einstaklingar hafa greint frá myrkri framtíðarsýn, eins konar tónlistarútópíu þar sem aðeins orgel og þungarokk fá að hljóma. Aðrir kvarta undan því að eftir tónleikana hafi þeir reynt að setja sig aftur inn í rútínu hversdagsins en ekki […]

Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum ***1/2

Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur, Jón Leifs, Ludwig van Beethoven og Richard Strauss. Eldborg í Hörpu föstudaginn 7. mars. Sinfóníuhljómsveit Íslands fagnar um þessar mundir 75 ára afmæli, og tónleikarnir á föstudagskvöldið í Eldborg í Hörpu voru hátíðlegir. Dagskráin var fjölbreytt og endurspeglaði metnað hljómsveitarinnar til að tefla saman nýjum og eldri […]

Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni ***

Eldborg í Hörpu 11. janúar Vínartónleikarnir sem Sinfóníuhljómsveit Íslands bauð upp á í Hörpu síðastliðinn laugardag höfðu alla burði til að verða eftirminnilegir. Fjölbreytt efnisskrá, glæsilegir einsöngvarar, fimir dansarar og efnisskrá í léttum dúr lofaði svo sannarlega góðu. Það kom því nokkuð á óvart hversu stemningin var stundum vandræðaleg í Eldborgarsalnum þetta kvöld. Óperettur kalla […]

Nýársswing með handbremsu ***1/2

Stórsveit Reykjavíkur flutti tónlist frá gullöld sveiflunnar. Sigurður Flosason stjórnaði.Sunnudagur 5. janúar í Eldborg í Hörpu Stórsveit Reykjavíkur fagnaði nýju ári í Eldborg með dagskrá helgaðri gullöld sveiflunnar – dýrðardögum djassins á árunum 1930 til 1950. Öllu var tjaldað til; eggjandi blásarar og hraustleg rytmasveit komu áheyrendum nánast til að dansa. Að vísu ekki alltaf. […]

Sturluð rödd gerði áheyrendur tryllta

5 stjörnur Lise Davidsen og James Baillieu fluttu blandaða dagskrá á Listahátíð í Reykjavík í Eldborg í Hörpu laugardaginn 1. Júní Þegar ég gekk út af tónleikum sópransöngkonunnar Lise Davidsen á laugardagskvöldið í Hörpu, kom til mín maður sem ég kannaðist ekki við. Hann spurði: „Hvernig skrifar maður eiginlega um svona?“ Ég svaraði: „Líklega bara […]