Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? ****

Geneva Camerata flutti verk eftir Mastrangelo og Sjostakóvitsj í Eldborg í Hörpu laugardaginn 14. júní Ég fann hálfpartinn vodkalyktina á tónleikunum. Ég sat í Eldborg í Hörpu á laugardagskvöldið og hlustaði á fimmtu sinfóníuna eftir Sjostakóvitsj – þessa sem byrjar á dularfullum nótum en fer svo upp í algert brjálæði. Og þegar strengirnir þögnuðu, sá […]

Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi **1/2

Eldborg í Hörpu, laugardaginn 7. júní Ég mætti spenntur í Eldborg til að heyra norsku þjóðlagasveitina Wardruna. Plötur þeirra hafa haft á mig svipuð áhrif og að drekka sveppate í langri sánadvöl – andlegt ferðalag með fornum hljómi og seiðandi skáldskap. En í þetta sinn stóðu tónleikarnir ekki undir væntingum. Tónlistin var vissulega skemmtileg, en […]

Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta ****1/2

Frumflutningur: Messa eftir Auði Guðjohnsen. Barbörukórinn söng, Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnaði. Hafnarfjarðarkirkja mánudaginn 2. júní Ég held mikið upp á sálminn Hærra, minn Guð, til þín. Hann er sunginn í flestum eða öllum jarðarförum á Íslandi. Erfitt er þó að finna almennilegan flutning á YouTube. Þar er sálmurinn yfirleitt skrumskældur með gospeltilburðum. Oftar en ekki […]

KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg ****1/2

Föstudagurinn 23. maí Ef íslenska þjóðarsálin væri maður, væri hún líklega gamall sjóari sem syngur tregafull ástarljóð í reykfylltu sjoppukaffi, með bletti á peysu og gleymdar vonir í augunum. Við elskum að finna til og KK hefur veitt þessari hneigð raddbönd og sex strengi. Með helgimyndaáru sem liggur einhvers staðar á milli alþýðuhetju og trúbadors, […]

Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úskeiðis í Hörpu? **1/2

Carmina Burana í Norðurljósum í Hörpu föstudaginn 16. maí Það er eitthvað skrýtið við íslenska kórmenningu. Kannski er það hve kórtónleikar eru gamaldags – a.m.k. fyrir yngri kynslóðina – kannski endalausi tenóraskorturinn, eða kannski sú staðreynd að hér hefur þróast sérkennilegur menningarheimur þar sem fólk mætir í náttfötum úr Joe Boxer til að syngja með […]