Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! *****
Minningartónleikar um Vilhjálm Vilhjálmsson í Eldborg í Hörpu laugardaginn 4. október Ég þekkti Vilhjálm Vilhjálmsson söngvara og textahöfund ágætlega í gegnum Þóru Guðmundsdóttur eiginkonu hans. Hún var vinkona systur minnar. Ég var þá nýorðinn táningur og Villi kom oft í heimsókn. Hann var einstaklega skemmtilegur og svo mikill húmoristi að það varð allt ákaflega gaman […]