Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! *****

Minningartónleikar um Vilhjálm Vilhjálmsson í Eldborg í Hörpu laugardaginn 4. október Ég þekkti Vilhjálm Vilhjálmsson söngvara og textahöfund ágætlega í gegnum Þóru Guðmundsdóttur eiginkonu hans. Hún var vinkona systur minnar. Ég var þá nýorðinn táningur og Villi kom oft í heimsókn. Hann var einstaklega skemmtilegur og svo mikill húmoristi að það varð allt ákaflega gaman […]

KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg ****1/2

Föstudagurinn 23. maí Ef íslenska þjóðarsálin væri maður, væri hún líklega gamall sjóari sem syngur tregafull ástarljóð í reykfylltu sjoppukaffi, með bletti á peysu og gleymdar vonir í augunum. Við elskum að finna til og KK hefur veitt þessari hneigð raddbönd og sex strengi. Með helgimyndaáru sem liggur einhvers staðar á milli alþýðuhetju og trúbadors, […]

Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úskeiðis í Hörpu? **1/2

Carmina Burana í Norðurljósum í Hörpu föstudaginn 16. maí Það er eitthvað skrýtið við íslenska kórmenningu. Kannski er það hve kórtónleikar eru gamaldags – a.m.k. fyrir yngri kynslóðina – kannski endalausi tenóraskorturinn, eða kannski sú staðreynd að hér hefur þróast sérkennilegur menningarheimur þar sem fólk mætir í náttfötum úr Joe Boxer til að syngja með […]