Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu *

Jülevenner Emmsjé Gauta í ÍR heimilinu föstudagskvöldið 19. desember Það er til ákveðin tegund af helvíti á jörðu. Hún er ekki logandi eldur og brennisteinn, heldur lýsir hún sér sem troðfullur salur af dauðadrukknu fólki í jólapeysum úr gerviefnum, angandi af blöndu af rándýru ilmvatni og bjór. Já, velkomin á Jülevenner Emmsjé Gauta, viðburð sem […]

Álftagerðisbræður og Karlakórinn Heimir: Bragðlaust eins og skyr með sykri **1/2

Karlakórinn Heimir, gestir frá Álftagerði og Óskar Pétursson í Eldborg í Hörpu sunnudaginn 2. nóvember Það var eitthvað þjóðlegt við tónleikana í Eldborg í Hörpu á sunnudaginn. Ekki þjóðlegt á þann hátt að maður fylltist lotningu og fengi tár í augun við að minnast forfeðranna — heldur þjóðlegt eins og skyr með sykri. Það var […]

Pink Floyd: Shine on, you crazy Íslendingar! *****

Pink Floyd í 60 ár í Eldborg í Hörpu laugardaginn 11. október kl. 17 Eftir Jónas Sen Það er ekki á hverjum degi sem maður upplifir tónleika þar sem áheyrendur virðast svífa í geimþoku á milli Guðs, gítarstrengja og góðs hljóðkerfis. En þannig var það í Eldborg á laugardaginn. Þar messaði íslenskt rokkprestakall um eilífa […]

Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! *****

Minningartónleikar um Vilhjálm Vilhjálmsson í Eldborg í Hörpu laugardaginn 4. október Ég þekkti Vilhjálm Vilhjálmsson söngvara og textahöfund ágætlega í gegnum Þóru Guðmundsdóttur eiginkonu hans. Hún var vinkona systur minnar. Ég var þá nýorðinn táningur og Villi kom oft í heimsókn. Hann var einstaklega skemmtilegur og svo mikill húmoristi að það varð allt ákaflega gaman […]

Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti ****

Auður í Bæjarbíói laugardaginn 20. september. Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, er óttalega svalur á plötunum sínum. Hann sver sig í ætt við marga íslenska söngvara sem hálfpartinn raula fremur en að syngja almennilega út. Það hentar þegar hljóðfæraleikurinn er jafn merkingarþrunginn og orðin. Tónleikar hans í Bæjarbíói á laugardagskvöldið voru því óvæntir. Tónlistin […]

Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð ***

Kammerkórinn Cantoque Ensemble flutti átta kórverk eftir Arvo Pärt í Kristskirkju í Landakoti fimmtudaginn 11. september Eftir Jónas Sen Skömmu eftir að Alfreð Flóki myndlistarmaður lést langt fyrir aldur fram árið 1987 var haldið um hann minningarkvöld á Kjarvalsstöðum. Einhverjir lásu upp ljóð, aðrir minntust Flóka með því að segja sögur úr lífi hans. Atli […]

Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum ***

Þriðjudagur 26. ágúst Eftir Jónas Sen Á tónleikum Smashing Pumpkins í Laugardalshöllinni á þriðjudagskvöldið hitaði Elín Hall upp fyrir hljómsveitina goðsagnakenndu. Hún átti góð augnablik en slæma stundarfjórðunga – eins og sagt var um Wagner einu sinni. Lögin, sem voru í sjálfu sér falleg, fóru einstöku sinnum á flug, en heilt yfir virkuðu þau ekki. […]

Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? ****

Geneva Camerata flutti verk eftir Mastrangelo og Sjostakóvitsj í Eldborg í Hörpu laugardaginn 14. júní Ég fann hálfpartinn vodkalyktina á tónleikunum. Ég sat í Eldborg í Hörpu á laugardagskvöldið og hlustaði á fimmtu sinfóníuna eftir Sjostakóvitsj – þessa sem byrjar á dularfullum nótum en fer svo upp í algert brjálæði. Og þegar strengirnir þögnuðu, sá […]