Píanókonsert úr Til hamingju með að vera mannleg
Tónlist eftir mig fyrir Til hamingju með að vera mannleg eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Undirritaður spilar á píanó. Það verður sýning í Tjarnarbíói 12. október.
Tónlist eftir mig fyrir Til hamingju með að vera mannleg eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Undirritaður spilar á píanó. Það verður sýning í Tjarnarbíói 12. október.
Norah Jones koma fram á tónleikum í Eldborg í Hörpu miðvikudaginn 2. Júlí Mig hálflangaði til að koma í náttslopp á tónleika Noruh Jones á miðvikudagskvöldið í Eldborg í Hörpu. Jones, eða Nóra eins og ég ætla að kalla hana hér, er drottning hins svokallaða djasspopp-svefnherbergis. Það er tónlist sem notalegt er að hlusta á […]
Geneva Camerata flutti verk eftir Mastrangelo og Sjostakóvitsj í Eldborg í Hörpu laugardaginn 14. júní Ég fann hálfpartinn vodkalyktina á tónleikunum. Ég sat í Eldborg í Hörpu á laugardagskvöldið og hlustaði á fimmtu sinfóníuna eftir Sjostakóvitsj – þessa sem byrjar á dularfullum nótum en fer svo upp í algert brjálæði. Og þegar strengirnir þögnuðu, sá […]
Eldborg í Hörpu, laugardaginn 7. júní Ég mætti spenntur í Eldborg til að heyra norsku þjóðlagasveitina Wardruna. Plötur þeirra hafa haft á mig svipuð áhrif og að drekka sveppate í langri sánadvöl – andlegt ferðalag með fornum hljómi og seiðandi skáldskap. En í þetta sinn stóðu tónleikarnir ekki undir væntingum. Tónlistin var vissulega skemmtileg, en […]
Frumflutningur: Messa eftir Auði Guðjohnsen. Barbörukórinn söng, Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnaði. Hafnarfjarðarkirkja mánudaginn 2. júní Ég held mikið upp á sálminn Hærra, minn Guð, til þín. Hann er sunginn í flestum eða öllum jarðarförum á Íslandi. Erfitt er þó að finna almennilegan flutning á YouTube. Þar er sálmurinn yfirleitt skrumskældur með gospeltilburðum. Oftar en ekki […]
Föstudagurinn 23. maí Ef íslenska þjóðarsálin væri maður, væri hún líklega gamall sjóari sem syngur tregafull ástarljóð í reykfylltu sjoppukaffi, með bletti á peysu og gleymdar vonir í augunum. Við elskum að finna til og KK hefur veitt þessari hneigð raddbönd og sex strengi. Með helgimyndaáru sem liggur einhvers staðar á milli alþýðuhetju og trúbadors, […]
Carmina Burana í Norðurljósum í Hörpu föstudaginn 16. maí Það er eitthvað skrýtið við íslenska kórmenningu. Kannski er það hve kórtónleikar eru gamaldags – a.m.k. fyrir yngri kynslóðina – kannski endalausi tenóraskorturinn, eða kannski sú staðreynd að hér hefur þróast sérkennilegur menningarheimur þar sem fólk mætir í náttfötum úr Joe Boxer til að syngja með […]
Það er til ákveðin tegund af íslenskum karlmanni sem fær kökk í hálsinn við fyrstu línuna í Heaven eftir Bryan Adams og segir þá: „Æ, þetta lag var alltaf í bílnum hjá mömmu.“ Og svo byrjar hann að hugsa um hvað hefði orðið úr honum ef hann hefði farið í nám í stað þess að […]
Óperuveisla í Eldborg í Hörpu. Einsöngvarar: Ólafur Kjartan Sigurðarson, Gunnar Björn Jónsson, Kristín Anna Guðmundsdóttir og Kristín Sveinsdóttir. Bjarni Frímann Bjarnason stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands. Kórar: Mótettukórinn og Kór Langholtskirkju. Fimmtudagur 3. apríl. Það er eitthvað sérstakt við óperusöngvara. Þeir eru ekki bara listamenn – þeir eru hávaðamenn með diplómu. Þeir mæta inn í herbergi og […]
Föstudagskvöldið 21. mars í Eldborg í Hörpu Segja má að aukaverkanirnar af tónleikunum á föstudagskvöldið séu þríþættar. Einstaklingar hafa greint frá myrkri framtíðarsýn, eins konar tónlistarútópíu þar sem aðeins orgel og þungarokk fá að hljóma. Aðrir kvarta undan því að eftir tónleikana hafi þeir reynt að setja sig aftur inn í rútínu hversdagsins en ekki […]