Segir margt með fáum tónum

Kammertónleikar 3 stjörnur Caput hópurinn flutti verk eftir Svein Lúðvík Björnsson, Hallvarð Ásgeirsson, Guðmund Stein Gunnarsson, Þráinn Hjálmarsson og Gunnar Karel Másson. Norðurljós í Hörpu, föstudaginn 29. janúar Sveinn Lúðvík Björnsson er vaxandi tónskáld. Skemmst er að minnast einstaklega hrífandi klarinettukonserts eftir hann sem var frumfluttur á Sinfóníutónleikum í fyrra. Hann kann þá list að […]

Meira nýtt íslenskt, takk

Píanótónleikar 3 stjörnur Edda Erlendsdóttir flutti verk eftir Dutilleux, Debussy, Hafliða Hallgrímsson, Úlf Hansson og Tómas Manoury. Norðurljós í Hörpu, föstudaginn 29. janúar Á tónleikum Myrkra músíkdaga í Norðurljósum í Hörpu á föstudaginn sat virðuleg kona við flygil. Á móti henni stóð ungur maður við fartölvu. Þetta voru Edda Erlendsdóttir og sonur hennar, Tómas Manoury […]

Gullin ský og skuggar á Myrkum

Sinfóníutónleikar 4 stjörnur Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Rolf Wallin, Hauk Tómasson, Áskel Másson og Þórð Magnússon á Myrkum músíkdögum. Einleikarar: Melkorka Ólafsdóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson. Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Eldborg í Hörpu, fimmtudaginn 28. janúar. Áskell Másson átti fyrsta verkið á dagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Myrkum músíkdögum á fimmtudagskvöldið. Það bar nafnið Gullský. Titilinn […]

Öllum ferðum aflýst

Söng- og kammertónleikar 3 stjörnur Upphafstónleikar Myrkra músíkdaga þar sem flutt voru verk eftir Halldór Smárason, Báru Gísladóttur, Finn Karlsson og Petter Ekman. Flytjendur voru Elísabet Einarsdóttir og Elektra Ensemble. Kaldalón í Hörpu, fimmtudaginn 28. janúar. Myrkir músíkdagar hófust á slökunaræfingu. Ha? Jú, fyrstu tónleikar hátíðarinnar fóru fram í Kaldalóni í Hörpu og upphafsatriðið, Vegfarendur […]

Ævintýralegir tónleikar Sinfóníunnar

Sinfóníutónleikar 4 stjörnur Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Jón Leifs, Sibelius og Mahler. Einleikari: Esther Yoo. Stjórnandi Osmo Vänskä. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 21. janúar Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið byrjuðu ekkert sérstaklega vel. Á dagskránni voru þrjár hugleiðingar Jóns Leifs um „þrjú óhlutræn málverk.“ Hugleiðingarnar voru örstuttar, tóku samtals um 6 mínútur. Nokkrir óhreinir […]

Sunginn Gyrðir Elíasson

Söngtónleikar 2 stjörnur Caput hópurinn ásamt Kristni Sigmundssyni flutti tónlist eftir Hauk Tómasson við ljóð eftir Gyrði Elíasson. Breiðholtskirkja, laugardaginn  16. Janúar Talan sextán var í aðalhlutverki á tónleikum Caput hópsins á laugardaginn. Það var sextándi janúar árið tvö þúsund og sextán og klukkan var fjögur. Í tarotspilunum er trompspil númer sextán turninn sem er lostinn […]

Rétta stemningin var til staðar

Söngtónleikar 3 stjörnur Agnes Thorsteins flutti lög eftir Faure, Strauss, Rakmaninoff og fleiri. Agnes Löve lék á píanó. Hannesarholti sunnudaginn  3. janúar. Agnes Thorsteins mezzósópran vakti athygli með debúttónleikum sínum í Norræna húsinu fyrir tæpum tveimur árum síðan. Hún sýndi mikinn listrænan þroska fyrir manneskju sem enn er í námi, en hún er um þessar […]

Ekki búið fyrr en sú feita syngur

Áramótapistill Tónlistarárið sem er senn á enda var upp og ofan. Þar var margt prýðilegt, og sumt var frábært. En annað stóðst ekki væntingar. Uppfærsla Íslensku óperunnar á Rakaranum frá Sevilla var t.d. rislítil. Jú, söngurinn var vissulega góður, en sviðsmyndin var leiðinlega banal. Nú er það svo að ópera er meira en söngur og […]

Skylmingar hjá Kammersveitinni

Tónlist. Hljómsveitartónleikar 4 stjörnur Kammersveit Reykjavíkur flutti verk eftir Biber, Muffat, Schmelzer og Bach. Einleikarar: Una Sveinbjarnardóttir, Áshildur Haraldsdóttir og Jeremy Joseph. Áskirkju Sunnudaginn 20. Desember Hallgrímur Helgason rithöfundur hneykslaði einu sinni lesendur Alþýðublaðsins sáluga með textum við þekkt jólalög. „Það á að gefa Grýlu börn að bíta í á jólunum“ byrjaði einn. „Við skulum […]

Eins og partí í heimahúsi

Kórtónleikar 3 stjörnur Vox populi söng fjölbreytta jóladagskrá. Stjórnandi: Hilmar Örn Agnarsson. Grafarvogskirkju, miðvikudaginn 16. desember Faðirvorið á Svahílí er ekki eitthvað sem maður heyrir á hverjum degi hér norður í ballarhafi. En það var eitt af því sem var boðið upp á á jólatónleikum kórsins Vox populi undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar í Grafarvogskirkju […]