Ómurinn að ofan

Tónlist Einsöngstónleikar 3 stjörnur Margrét Hannesdóttir flutti tónlist við Biblíutexta á 200 ára afmæli Biblíufélagsins í Dómkirkjunni. Með henni lék Hólmfríður Sigurðardóttir á píanó. Föstudaginn 11. desember Davíðsálmarnir eru til sem popplög og alvarlegri tónsmíðar. Nefna má By the Rivers of Babylon með Boney M sem varð afar vinsælt. Textinn er úr Biblínni, þetta er […]

Á eftir að ná langt

Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Bach, Handel, Albinoni og Mozart. Einleikari: Baldvin Oddson. Stjórnandi: Matthew Halls. Eldborg, Harpa. Fimmtudaginn 3. desember 4 stjörnur Hér í gamla daga skiptist fólk í andstæðar fylkingar eftir því hvort það fílaði klassíska tónlist eða ekki. Það var slegist um það á síðum dagblaðanna. Mörgum fannst ótækt hve mikið rými klassíkin fékk […]

Hrikalegar barsmíðar á Sinfóníutónleikum

Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti tónlist eftir Debussy, Ligeti, Mahler og Daníel Bjarnason. Einsöngvari: Ólafur Kjartan Sigurðarson. Stjórnandi Daníel Bjarnason. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 26. nóvember. 4 stjörnur Allskyns ógeð kom upp í huga mér á Sinfóníutónleikum á fimmtudagskvöldið. Það var ekkert skrýtið því á dagskránni var meðal annars Lontano eftir ungverska tónskáldið György Ligeti. Þetta er […]

Leiðin lá niður á við

Einar Jóhannesson, Nicola Lolli, Mark Reedman, Ásdís Valdimarsdóttir og Sigurgeir Agnarsson fluttu tónlist eftir Clarke, Beethoven og Brahms í Kammermúsíkklúbbnum í Norðurljósum í Hörpu sunnudaginn 22. nóvember. 2 stjörnur Fordómarnir fyrir kventónskáldum voru svakalegir fyrir ekki nema tæpum hundrað árum. Þá sendi Rebecca Clarke verk í keppni og deildi hún fyrstu verðlaununum með Ernest Bloch. […]

Ha?

Verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Beat Furrer, Kaija Saariaho og Kolbein Bjarnason. Emilía Rós Sigfúsdóttir lék á flautu, Ástríður Ala Sigurðardóttir á píanó. Hafnarborg 15. nóvember. 3 stjörnur Kvikmyndin Shine (1996) fjallar um ástralska píanistann David Helfgott. Hann var undrabarn, en hvarf af sjónarsviðinu vegna geðrænna vandamála. Svo kom hann fram aftur og vakti þá […]

Hver var eiginlega Mignon?

Hanna Dóra Sturludóttir og Gerrit Schuil fluttu lög eftir Schubert, Schumann og Wolf í Hannesarholti sunnudaginn 15. nóvember. 3 stjörnur Umgjörð tónleika söngkonunnar HönnuDóru Sturludóttur og píanóleikarans Gerrits Schuil var dálítið ábótavant. Tónleikaskráin var afskaplega fátækleg, aðeins eitt A4 blað með svo til engum upplýsingum. Á því stóð að flutt yrðu fjögur ljóð Mignon úr […]

Sprengikraftur í Norræna húsinu

Auður Gunnarsdóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir komu fram í tónleikaröðinni Klasssík í Vatnsmýrinni. Miðvikudagur 11. nóvember. 4 stjörnur Líf og ástir konu, Frauenliebe und Leben eftir Schumann er lagaflokkur sem er svo oft fluttur að hann nálgast við að vera klisja. Það er til marks um fagmennsku og hæfileika Auðar Gunnarsdóttur sópran og Helgu Bryndísar […]

Stórbrotinn og ástríðukenndur

John Grant kom fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt rytmasveit. Stjórnandi: Christopher George. 4 stjörnur Ég var einu sinni á rokkfestívali í Belgíu þar sem Marilyn Manson kom fram. Þegar hann steig fram á sviðið var leikin byrjunin úr hæga kaflanum í Es-dúr tríóinu eftir Schubert. Afhverju var ekki ljóst. Þetta er „íkonísk“ tónlist, hún hefur […]

Ósannfærandi Messías

Dómkórinn ásamt kammersveit og einsöngvurum fluttu Messías eftir Handel í Eldborg í Hörpu miðvikudaginn 28. október. 2 stjörnur Ekki er ljóst afhverju menn rísa úr sætum sínum þegar hallelújakórinn hefst í Messíasi eftir Handel. Hvað myndi maður ekki gera ef himnarnir opnuðust og sjálfur Guð almáttugur opinberaði dýrð sína? En fólk stóð einmitt á fætur […]

Elskan er sterk eins og dauðinn

Mér bárust nýlega tveir geisladiskar með söng nunnana í klaustrinu í Hafnarfirði. Ég setti annan þeirra á fóninn og lagðist svo upp í sófa til að hlusta. Eftir nokkra stund stóð ég aftur upp til að gá hvort ég hefði óvart sett vitlausan disk í tækið. Var ég kannski að spila einn af magadansdiskunum sem […]