Hart varstu leikinn, Hallgrímur

Við strjúkum þitt enni eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur og Oliver Kentish á 400 ára afmæli Hallgríms Péturssonar í Hallgrímskirkju laugardaginn 25. október. 2 stjörnur Um þessar mundir er haldið upp á 400 ára afmæli Hallgríms Péturssonar. Líkið af honum er sjórekið eins og Megas orti á sínum tíma um Jónas Hallgrímsson. En önnur kveður svo: „Spanskgrænan […]

Eldborgin logaði á Don Carlo

Don Carlo eftir Verdi í uppfærslu Íslensku óperunnar laugardaginn 18. október. 4 stjörnur Það kviknaði í Hörpunni á laugardagskvöldið. Ekki þó í eiginlegri merkingu. Um var að ræða gervield sem var varpað með ljóskastara á sviðið í Eldborginni á sýningunni á óperunni Don Carlo eftir Verdi. Páll Ragnarsson var ljósameistarinn. Eins og allir vita er […]

Óþarfi að skjóta gítarleikarann

Guitar Islancio í Salnum í Kópavogi föstudaginn 10. október. 4 stjörnur Ég hef heyrt að eina leiðin til að fá tvo gítarleikara til að spila hreint sé að skjóta annan þeirra. En ég fann aldrei fyrir þörf fyrir að draga upp skammbyssu á tónleikum Guitar Islancio á föstudagskvöldið. Hópurinn samanstendur af Birni Thoroddsen og Gunnari […]

Óskapnaður, en líka flottheit

Upphafstónleikar Sláturtíðar í Listasafni Reykjavíkur fimmtudaginn 9. október. 2 stjörnur Hvað er að vera listrænt ágengur? Í tónlistarlífinu hefur um nokkurt skeið starfað hópur tónlistarfólks sem kallar sig SLÁTUR. Nafnið stendur fyrir Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík. Væntanlega þýðir það að tónsmiðirnir eru ágengir, þ.e. djarfir. Þeir dirfast að bera á torg verk sem […]

Évgení Kissin er alger rokkstjarna

Verk eftir Brahms og Rakmaninoff á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 2. október. Einleikari: Évgení Kissin, stjórnandi: Vladimir Ashkenazy. 5 stjörnur Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið byrjuðu ekkert sérstaklega vel. Vladimir Ashkenazy stjórnaði og á dagskránni var þriðja sinfónía Brahms. Þetta var endurtekning frá kvöldinu áður. Kannski voru hljóðfæraleikararnir bara þreyttir. Spilamennskan […]

Látlaus en magnaður fiðluleikur

Verk eftir Max Bruch og Gustav Mahler á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg Hörpu fimmtudaginn 25. september. Einleikari: Eva Þórarinsdóttir. Stjórnandi: Lionel Bringuier. 5 stjörnur Þýska tónskáldið Max Bruch (1838-1920) naut mikillar virðingar á meðan hann lifði. Hann féll samt að mestu í gleymsku eftir dauða sinn. Eitt af fáum verkum hans sem enn eru […]

Óþekkir sellóleikarar og mamma þeirra

Guðrún Ingimarsdóttir sópran og Rastrelli sellókvartettinn í Listasafni Íslands sunnudaginn 21. september. 4 stjörnur Ég heyrði strengjakvartett skilgreindan á eftirfarandi hátt á sunnudagskvöldið: Fyrsta fiðlan er góði fiðluleikarinn, önnur fiðlan er lélegi fiðluleikarinn og víólan er fyrrverandi fiðluleikarinn. Sellóleikarinn er hinsvegar maðurinn sem hatar fiðluleikarana. Það var listrænn stjórnandi Rastrelli sellókvartettsins sem komst svo að […]

Ljúfur söknuður á Karlsvöku

Stórtónleikar í minningu Karls J. Sighvatssonar í Eldborg Hörpu föstudaginn 12. september. 4 stjörnur Hljóðmönnum finnst oft erfitt að eiga við akústísk (þ.e órafmögnuð) hljóðfæri á rafmögnuðum tónleikum. Þetta virtist vera raunin á Karlsvöku í Eldborg á föstudagskvöldið. Tónleikarnir voru haldnir til minningar um Karl Sighvatsson hljómborðsleikara sem lést af slysförum langt fyrir aldur fram […]

Kristinn hefur átt betri daga

Sönglög um svífandi fugla: Lög eftir Þorvald Gylfason við ljóð eftir Kristján Hreinsson. Flytjendur voru Kristinn Sigmundsson, Jónas Ingimundarson og Bryndís Halla Gylfadóttir. 2 stjörnur Menn þurfa ekki að vera starfandi tónlistarmenn til að vera góðir lagahöfundar. Sigvaldi Kaldalóns var læknir en samdi samt ódauðlegar söngperlur. Þorvaldur Gylfason er prófessor í hagfræði en hann sinnir […]

Ekkert amaði að lungum dívu

La Traviata í tónleikauppfærslu í Norðurljósum í Hörpu laugardaginn 6. september. Garðar Cortes stjórnaði. Helstu hlutverk: Þóra Einarsdóttir, Garðar Thór Cortes, Bergþór Pálsson og Viðar Gunnarsson. 3 stjörnur Einhver hélt því eitt sinn fram að La Traviata eftir Verdi væri í rauninni grínópera. Aðalpersónan væri jú kona sem þjáist af ólæknandi lungnasjúkdómi, en hún syngi […]