Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum ***1/2
Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur, Jón Leifs, Ludwig van Beethoven og Richard Strauss. Eldborg í Hörpu föstudaginn 7. mars. Sinfóníuhljómsveit Íslands fagnar um þessar mundir 75 ára afmæli, og tónleikarnir á föstudagskvöldið í Eldborg í Hörpu voru hátíðlegir. Dagskráin var fjölbreytt og endurspeglaði metnað hljómsveitarinnar til að tefla saman nýjum og eldri […]