Ofurmenni í Hörpu

5 stjörnur Kammersveit Vínar og Berlínar flutti verk eftir Haydn og Mozart. Einleikarar: Gautier Capuçon, Rainer Honeck og Noah Bendix-Balgley. Eldborg í Hörpu föstudaginn 19. maí Nokkrar erlendar sinfóníuhljómsveitir hafa sótt okkur heim eftir að Harpa var opnuð. Sú fremsta var án efa Berlínarfílharmónían, en hinar hafa líka verið magnaðar. Mjög sérstakt er að fá […]

Kötturinn í sekknum

4 stjörnur Stórsveit Reykjavíkur flutti nýja íslenska tónlist. Stjórnandi: Snorri Sigurðarson. Kaldalón í Hörpu mánudaginn 15. maí Einu sinni sá ég Gísla Martein taka viðtal við Atla Heimi Sveinsson tónskáld. Gísli Marteinn sagði að hann og annað venjulegt fólk skildi ekki tónlist Atla. Atli spurði hann þá hvort hann hefði einhvern tíman komið á tónleika […]

Margræð og áhrifarík tónlist

4 stjörnur Sinfóníuhljómsveit íslands flutti verk eftir Fanny Mendelssohn, Hafliða Hallgrímsson og Jean Sibelius. Stjórnandi: John Storgårds, einsöngvari: Helena Juntunen. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 11. maí Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið hljómaði fyrst verk eftir Fanny Mendelssohn, Forleikur í C-dúr. Hann var sérlega fallegur. Heillandi heiðríkja, yfirvegun og andakt var í tónmálinu, en líka […]

Vildi annað en óperugaul

3 stjörnur Viðburðastjórinn eftir Mozart. Leikstjón og -gerð: Bjarni Thor Kristinsson. Leikendur: Fjóla Kristín Nikulásdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Snorri Wium og Bjarni Thor Kristinsson. Píanóleikari: Matthildur Anna Gísladóttir.  Iðnó þriðjudaginn 2. maí Óperur Mozarts eru með þeim skemmtilegastu. Laglínurnar eru himneskar og söguþráðurinn villtur. Óperurnar hafa oft verið á dagskránni hér. Þó man ég ekki eftir […]

Ólíkar myndir, allar flottar

4 stjörnur Kammertónleikar Sæunn Þorsteinsdóttir og Angela Drăghicescu fluttu verk eftir Beethoven, Bolcom, Bartók, Martinů og Jón Nordal. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 30. apríl Eitt frægasta tónverk sögunnar er Myndir á sýningu eftir Mússorgskí. Þar er innblásturinn göngutúr um sýningarsal með tíu málverkum. Væntanlega er titill verks fyrir selló og píanó eftir Jón Nordal tilvísun […]

Karókí á djasstónleikum?

2 stjörnur Reykjavík Mambó Band (Jóhannes Þorleifsson, Agnar Már Magnússson, Gunnar Hrafnsson, Kristófer Rodriguez Svönuson, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir og Alexandra Kjeld) kom fram í djassklúbbnum Múlanum. Björtuloft í Hörpu miðvikudaginn 19. apríl Á heimasíðu Hörpu stóð eftirfarandi um tónleika í djassklúbbnum Múlanum á miðvikudagskvöldið: „Reykjavik Mambo Band leikur sjóðheitar salsa útsetningar frá Kúbu, Kólumbíu og […]

Gréta Salóme fór á kostum

4 stjörnur Djasstónleikar. Gréta Salóme, Gunnar Hilmarsson og Leifur Gunnarsson komu fram á Freyjujazzi. Listasafn Íslands Þriðjudagur 11. apríl (Þessi grein birtist í Fréttablaðinu fimmtudaginn 13. apríl). Ég kom við  í Listasafni Íslands í hádeginu á þriðjudaginn. Leiðin lá fyrst í kaffiteríuna, en á meðan ég var að ganga upp stigann heyrðist ofsafenginn hljóðfæraleikur. Hann […]

Fjölbreyttar raddir saxófónsins

3 stjörnur Kammertónleikar Íslenski saxófónkvartettinn, Vigdís Klara Aradóttir, Sigurður Flosason, Peter Tompkins og Guido Bäumer, flutti verk eftir Svein Lúðvík Björnsson, Glass, Pärt, Bozza og Piazzolla. Salurinn í Kópavogi fimmtudagurinn 6. apríl Þegar ég fór á saxófóntónleika í Salnum í Kópavogi á fimmtudagskvöldið hélt ég að ég væri að fara að hlusta á djass. Það […]

Einfaldleikinn er stundum bestur

5 stjörnur Píanótónleikar Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari flutti etýður eftir Philip Glass. Með honum kom fram Strokkvartettin Siggi. Eldborg í Hörpu föstudaginn 24. mars Árið 1955 kom út bókin The Agony of Modern Music eftir tónlistargagnrýnandann Henry Pleasants. Þar var tónlist margra samtímatónskálda harðlega gagnrýnd. Pleasants taldi þau á villigötum, tónlistin sem þau semdu væri […]