Þegar allt var svo gott

Kórtónleikar 3 stjörnur Blönduð efnisskrá, þ.á.m. ný verk eftir Viktor Orra Árnason og Hreiðar Inga Þorsteinsson. Einsöngvarar: Benedikt Kristjánsson, Egill Ólafsson, Jakob Frímann Magnússon og Högni Egilsson. Stjórnandi: Árni Harðarson. Aka-Hrynsveit, Stórsveit Reykjavíkur og nokkrir hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Eldborg í Hörpu föstudaginn 18. nóvember Ég er með góðar fréttir og slæmar fréttir. Þær slæmu […]

Meira ruglið, eða hvað?

Sinfóníutónleikar 4 stjörnur Verk eftir R. Strauss, Hauk Tómasson og Igor Stravinskí. Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson. Stjórnandi: Yan Pascal Tortelier. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 17. nóvember Maður hefði getað sagt í hlénu á Sinfóníutónleikum á fimmtudagskvöldið: Þetta var nú meira ruglið. Það voru nefnilega mjög skrýtin verk á efnisskránni fyrir hlé. Annarsvegar var það Burleska […]

Upp í hæstu hæðir

Sinfóníutónleikar 5 stjörnur Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Dvorák, Sibelius og Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur. Einleikari: Andreas Brantelid. Stjórnandi: Yan Pascal Tortelier. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 10. nóvember Með fullri virðingu fyrir öllum heimsins sellóleikurum, þá held ég að ég hafi aldrei heyrt jafn vel spilað á selló og á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands s.l. fimmtudagskvöld. […]

Öllu ægði saman

2 stjörnur Sinfóníutónleikar Bedroom Community með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Crash Ensemble á Airwaves. Stjórnandi: André de Ridder. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 3. nóvember Bedroom Community er nafnið á tónlistarútgáfufyrirtæki og samfélagi sem var stofnað fyrir tíu árum síðan. Valgeir Sigurðsson, Nico Muhly og Been Frost voru forsprakkarnir, en síðar bættust fleiri í hópinn. Liðsmennirnir eru […]

Kraftaverkin í Hallgrímskirkju

Kórtónleikar 4 stjörnur Verk eftir Charpentier og Bach. Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju lék, Mótettukór kikrjunnar söng. Einsöngvarar: Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Oddur A. Jónsson, Auður Guðjohnsen, Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir og Guðmundur Vignir Karlsson. Hallgrímskirkja laugardaginn 29. október Ég heyrði brandara um daginn: Hvað er líkt með Jesú og unglingum? Jú, þeir taka ekki almennilega til starfa […]

Magnaður Évgení Ónegín slær í gegn

Óperusýning 5 stjörnur Tsjajkovskí: Évgení Ónegín. Þóra Einarsdóttir, Andrey Zhilikhovsky, Elmar Gilbertsson, Nathalía Druzin Halldórsdóttir, Rúni Brattaberg, Hanna Dóra Sturludóttir, Alina Dubik, Hlöðver Sigurðsson auk annarra söngvara, kórs og hljómsveitar Íslensku óperunnar. Hljómsveitarstjórn: Benjamin Levy. Leikstjórn: Anthony Pilavachi.  Eldborg í Hörpu laugardaginn 22. október Ég greip andann á lofti þegar ég kom inn í Eldborgina […]

Beethoven hljómaði nýr

Sinfóníutónleikar 4 stjörnur Verk eftir Þuríði Jónsdóttur, Magnus Lindberg og Beethoven. Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Einleikari: Jack Liebeck. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 13. október Kona sem ég hitti í hlénu á Sinfóníutónleikum á fimmtudagskvöldið sagði mér að hún hefi fundist hún vera komin út í geim í fyrsta verkinu á efnisskránni. Um var að ræða Flow […]

Tónleikagestir sungu með

Kammertónleikar 4 stjörnur Nordic Affect (Halla Steinunn Stefánsdóttir, fiðla; Guðrún hrund Harðardóttir, víóla; Hanna Loftsdóttir, selló/gamba; Guðrún Óskarsdóttir, semball) flutti verk eftir Mirjam Tally, Hildi Guðnadóttur, Önnu Þorvaldsdóttur, Úlf Hansson og Georg Kára Hilmarsson á Norrænum músíkdögum. Einnig var flutt verk eftir Höllu Steinunni. Norðurljós í Hörpu föstudaginn 30. september Tónleikar kammerhópsins Nordic Affect koma […]

Upphafin snilld, nístandi óskapnaður

(þessi grein birtist í Fréttablaðinu í gær) Sinfóníutónleikar 3 stjörnur Verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Esa-Pekka Salonen, Juliana Hodkinson og Benjamin Staern. Einleikarar: Aart Strootman og Akiko Suwanai. Stjórnandi: Daniel Raiskin. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 29. september Einu sinni las ég grein um forrit sem skrifar sjálft póstmódernískar heimspekigreinar. Það eina sem þarf að gera er […]