Sinfónían beint í æð

5 stjörnur Sinfóníutónleikar Verk eftir Kaiju Saaraho og Jean Sibelius. Einleikari: Sæunn Þorsteinsdóttir. Stjórnandi: Osmo Vänskä. Norðurljós í Hörpu föstudaginn 17. mars Sinfóníuhljómsveit Íslands kemur reglulega fram í Eldborg í Hörpu, en suma föstudaga treður hún upp í miklu minni sal, Norðurljósum. Spyrja mætti hvort einhverjir áheyrendur komist fyrir. Svarið er já, en ekki margir. […]

Sumir elska hann, aðrir hata hann

4 stjörnur Djasstónleikar Flosason/Olding kvartettinn kom fram í Múlanum og flutti tónlist eftir Sigurð Flosason og Hans Olding. Björtuloft í Hörpu miðvikudaginn 15. mars Ég heyrði einu sinni brandara sem hljómar svona: Þú heldur á skammbyssu með tveimur kúlum og ert staddur í herbergi með Jósef Stalín, Adolf Hitler og saxófónleikaranum Kenny G. Hvað gerirðu? […]

Tromma er tromma, og þó

4 stjörnur Djasstónleikar Tríó Sunnu Gunnlaugs flutti nýja og eldri tónlist í djassklúbbnum Múlanum Björtuloft í Hörpu miðvikudaginn 8. mars Slagverk getur verið hvað sem er. Maður getur lamið köttinn sinn og kallað það slagverksleik. Scott McLemore, trommuleikarinn í Tríói Sunnu Gunnlaugs, gekk ekki svo langt. En hann fór samt lengra en við er að […]

Dökkur Mozart er betri

4 stjörnur Kammertónleikar Kvintettar eftir Mozart í Kammermúsíkklúbbnum. Flytjendur: Auryn-kvartettinn og Ásdís Valdimarsdóttir. Norðurljós í Hörpu laugardaginn 25. febrúar Karlmenn á efri árum eru gjarnan í erfiðleikum með blöðruhálskirtilinn. Þeir þurfa þá oftar að fara á klósettið en aðrir. Mikil búbót var því fyrir Kammermúsíkklúbbinn að flytja í Hörpu úr Bústaðarkirkju, þar sem hann hafði […]

Diet-sinfónía og makt myrkranna

3 stjörnur Sinfóníutónleikar Verk eftir Dvorák, Rakhmanínov og Beethoven. Einleikari: Stephen Hough. Stjórnandi: Jun Märkl. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 23. febrúar Í einni kvikmyndinni um mannætuna Hannibal Lecter er hann staddur á sinfóníutónleikum. Hann er fagurkeri og nýtur tónlistarinnar. En svo fer einn flautuleikarinn að fara í taugarnar á honum. Flautuleikarinn spilar illa og skemmir […]

Verður alltaf betri og betri

4 stjörnur Söngtónleikar Söngverk eftir Áskel Másson. Flytjendur: Þóra Einarsdóttir, Kristinn Sigmundsson, Matthildur Anna Gísladóttir, Frank Aarnink og Bryndís Halla Gylfadóttir. Salurinn í Kópavogi laugardaginn 18. febrúar Einhver leiðinlegasti frasi íslenskrar tungu er að tiltekinn manneskja hafi „annast undirleik.“ Maður heyrir þetta í sífellu. UNDIRleikur gefur til kynna að hann sé neðarlega í goggunarröðinni, en […]

Fallegur samruni óperu og leikrits

Tónlist 4 stjörnur Ópera Mannsröddin eftir Poulenc og Cocteau.­ Íslenska óperan í Kaldalóni í Hörpu Leikgerð og leikstjórn: Brynhildur Guðjónsdóttir. Leikendur: Auður Gunnarsdóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir. Píanóleikari: Eva Þyrí Hilmarsdóttir. Tónlistarstjóri: Irene Kudela Búninga- og leikmyndahönnun: Helga I. Stefánsdóttir Kaldalón í Hörpu fimmtudagurinn 9. febrúar Óperan Mannsröddin, La Voix Humaine eftir Poulenc, er sérkennilegt […]

Kvinnan fróma, klædd með sóma

3 stjörnur Caput hópurinn flutti verk eftir Jónas Tómasson, Sigurð Árna Jónsson, Áskel Másson og Niels Rosing-Schow á Myrkum músíkdögum. Stjórnandi: Guðni Franzson. Einleikari: Helene Navasse. Norðurljós í Hörpu laugardaginn 28. janúar Átta hægir dansar handa Láru eftir Jónas Tómasson, sem fluttir voru á tónleikum Caput hópsins á Myrkum músíkdögum, vöktu upp spurningar. Fyrir það […]

Digurt en innihaldslaust

Sinfóníutónleikar 2 stjörnur Verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Kristínu Þóru Haraldsdóttur, Hauk Tómasson, Úlf Hansson og Thomas Ades í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einleikari: Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari. Stjórnandi: Petri Sakari.  Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 26. janúar Sinfóníutónleikarnir á Myrkum músíkdögum byrjuðu vel. Flutt var tónsmíð að nafni Dolorosa eftir Atla Heimi Sveinsson fyrir strengi. Hún […]

Baráttan um ódauðleikann

Kammertónleikar 3 stjörnur Verk eftir Farrenc og Mendelssohn á Kammermúsíkklúbbnum. Flytjendur: Gréta Guðnadóttir, Guðrún Þórarinsdóttir, Jónína Auður Hilmarsdóttir, Bryndís Björgvinsdóttir, Þórir Jóhansson og Ingunn Hildur Hauksdóttir. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 21. janúar Tilraunir til að vekja áhugann á gleymdum tónskáldum í gegnum tíðina hafa sjaldnar en ekki heppnast illa. Sannarlega var samin ógrynni af tónlist […]