Hrár söngur þurfti fágun

Söngtónleikar 3 stjörnur Sönghópurinn Olga flutti lög frá löndum Víkinganna. Aðventkirkjan í Reykjavík fimmtudaginn 21. júlí Víkingar sem syngja klassískt án undirleiks eru engir berserkir sem öskra villimannslega. Þeir eru miklu frekar eins og karlmenn í sokkabuxum, ef nota má þá samlíkingu. Ekki hetjutenórar og sterabaularar, heldur fínlegir söngvarar sem eru viðkvæmir og brothættir. Geisladiskur […]

Hvað var að?

Söngtónleikar 2 stjörnur Lög eftir Ingibjörgu Azimu Guðlaugsdóttur. Flytjendur: Margrét Hrafnsdóttir, Gissur Páll Gissurarson, Grímur Helgason, Ave Kara Sillaots, Darri Mikaelsson, Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir og Gunnlaugur Torfi Stefánsson. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, þriðjudaginn 19. júlí Í bók Dr. Gunna, Er‘ ekki allir í stuði? er fjallað um plötu sem mun hafa fengið stystu tónlistargagnrýni sögunnar. Platan hét […]

Þotan í Hallgrímskirkju

Orgeltónleikar 4 stjörnur Kári Þormar lék verk eftir Boëllmann, Alain, Hakim, Franck, Langlais og Widor. Hallgrímskirkja, sunnudaginn 10. júlí Einu sinni lék Jerry Seinfeld flugmann risaþotu sem var nýsestur í flugstjórnarklefann. Hann var að fara að fljúga með þrjú hundruð manns. Þá kom í ljós að hann hafði gleymt lyklinum að þotunni heima og gat ekki […]

Tónlist í Svörtum fjöðrum

Ég hef sett upp sérstaka síðu fyrir tónlist sem ég samdi fyrir Svartar fjaðrir, opnunarverk Listahátíðar 2015. Síðan verður framvegis hér á forsíðunni. Tónlistin er ýmist upprunaleg, eða þá að hún byggist á upprunalegu tónlistinni í verkinu. Valdimar Jóhannsson samdi líka með mér tónlistina í Svörtum fjöðrum, en þó ekki þá tónlist sem er hér […]

Píanókennsla

Ég er kennari við Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Þau börn sem hafa áhuga á að koma til mín í tíma þurfa að sækja um í gegnum skólann. Hinsvegar kenni ég líka fullorðnum einstaklingum sem hafa áhuga á að láta draum sinn rætast. Kennslan fer fram utan Tónmenntaskólans, þetta er einkakennsla. Á meðal nemenda minna eru læknir, flugmaður, […]

Ótrúlega flott heljarstökk

Kammertónleikar 4 stjörnur Verk eftir Schubert, Beethoven, Áskel Másson, Ravel og Dvorák. Flytjendur: Kristinn Sigmundsson, Víkingur Heiðar Ólafsson, Tai Murray, Sigrun Eðvaldsdóttir, Jennifer Stumm, Bryndís Halla Gylfadóttir og Jerome Lowenthal. Norðurljós í Hörpu, sunnudaginn 19. júní Á lokatónleikum Reykjavík Midsummer Music kom Kristinn Sigmundsson fram og söng lög eftir Schubert og Beethoven. Hann virtist ekki vera […]

Rammfalskt en fagurt

Kammertónleikar 4 stjörnur Verk eftir Ives, Cage, Bartók og Crumb. Flytjendur: Jerome Lowenthal, Ursula Oppens, Bjarni Frímann Bjarnason, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Steef van Oosterhout og Pétur Grétarsson. Norðurljós í Hörpu, laugardaginn 18. júní Bandaríska tónskáldið Charles Ives samdi þrjú sérkennileg verk fyrir tvö píanó þar sem kvarttónar koma við sögu. Fyrir þá sem ekki vita þá […]

Norðurljósin í Norðurljósum

Kammertónleikar 5 stjörnur Verk eftir Takemitsu, Saariaho, Ravel og Skúla Sverrisson á Reykjavík Midsummer Music. Flytjendur: Viktoria Mullova, Víkingur Heiðar Ólafsson, Bjarni Frímann Bjarnason, Katie Buckley, Matthew Barley og fleiri. Norðurljós í Hörpu, fimmtudaginn 16. júní Ég var kominn út í geim á upphafstónleikum Reykjavík Midsummer Music í Norðurljósum í Hörpu á fimmtudagskvöldið. Nokkur verkanna á […]

Dagblaðið öskraði eins og ljón

  Fjöllistasýning 4 stjörnur Stomp sýndi allskonar atriði þar sem hjólkoppar, tunnur, vaskar, kveikjarar, gúmmíslöngur og fleira kom við sögu. Eldborg í Hörpu, laugardaginn 11. júní Það er langt síðan ég hef hlegið jafn mikið og á sýningu sviðslistahópsins Stomp á laugardagskvöldið. Nokkrar manneskjur sátu við lítið borð og voru að lesa dagblöð. Von bráðar fór […]

Brjálæðislegt úthald trommuleikarans

Djasstónleikar 5 stjörnur Terri Lyne Carrington ásamt sjö manna sveit á Listahátíð í Reykjavík. Eldborg í Hörpu, sunnudaginn 5. júní Lokatónleikarnir á Listahátíð skörtuðu heimsfrægum djassista, Terri Lyne Carrington. Hún er trommuleikari og þrefaldur Grammy verðlaunahafi. Með henni voru sex hljóðfæraleikarar sem spiluðu á píanó, tvo saxófóna, gítar, bassa og flautu. Byrjun tónleikanna var kröftug. […]