Afhöggvinn hausinn kysstur

Óp-hópurinn flutti tónlist eftir Richard Strauss. Leikstjórn: Sveinn Einarsson. Leikari: Arnar Jónsson. Miðvikudagur 29. apríl. 3 stjörnur Óperan Salóme eftir Richard Strauss vakti mikla hneykslun á sínum tíma, hún þótti guðlast og klám. Salóme var stjúpdóttir Heródesar úr Biblíunni og girntist Jóhannes skírara, sem vildi ekkert með hana hafa. Hún hefndi sín með því að […]

Ringulreið ómstríðra hljóma

Verk eftir Úlf Hansson, Catherine Lamb, Kristínu Þóru Haraldsdóttur, Áka Ásgeirsson og Iancu Dumitrescu í flutningi Sinfóníuhljómsveitar íslands undir stjórn Ilan Volkov. Einleikari: Stephen O’Malley. 2 stjörnur Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fyrri degi Tectonics byrjuðu ekki illa. Þar var frumflutt Interwoven eftir Úlf Hansson, sem er tónskáld af yngri kynslóðinni. Verkið var fallegt. Það byrjaði […]

Stökkbreyttur óskapnaður

Upphafstónleikar Tectonics í Norðurljósum í Hörpu fimmtudaginn 16. apríl. Fram komu Sarah Kenchington og SLÁTUR. 2 stjörnur Það er gaman að skoða hvernig menn sáu fyrir sér framtíðina í gamla daga. Flugbílar voru algerlega gefins og vélmenni á hverju strái. Eða þá að fyrirbæri úr samtímanum voru ýkt út í það óendanlega. Í framtíðarmyndinni Brazil […]

Karlakór á hnefanum

Vortónleikar Stormsveitarinnar í Salnum í Kópavogi laugardaginn 11. apríl. 2 stjörnur Í flestum tilvikum koma kórar fram með píanóleikara. En á laugardagskvöldið var boðið upp á tónleika með karlakór sem söng í fjórum röddum við undirleik rokkhljómsveitar. Þetta var Stormsveitin sem var stofnuð árið 2011. Stefanía Svafarsdóttir söng einsöng með kórnum á tímabili á tónleikunum. […]

Eins og sandpappír

Verk eftir Respighi, Mozart og Hindemith. Einleikari: Nicola Benedetti. Hans Graf stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu fimmtudaginn 26. mars. 2 stjörnur Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið byrjuðu vel. Fyrstar á dagskránni voru þrjár Botticelli-myndir eftir Ottorino Respighi. Eins og titillinn gefur til kynna var tónlistin innblásin af þremur málverkum meistarans, Vorinu, Vegsömun vitringanna og Fæðingu […]

The Dale Kofe

Sætabrauðsdrengirnir í Salnum í Kópavogi laugardaginn 21. mars. Söngvarar: Viðar Gunnarsson, Bergþór Pálsson, Garðar Thór Cortes og Gissur Páll Gissurarson. Halldór Smárason útsetti og lék á píanó. 4 stjörnur Þegar ég gekk inn í Salinn í Kópavogi rétt fyrir klukkan átta á laugardagskvöldið til að hlusta á hina svokölluðu Sætabrauðsdrengi, sat ungur maður við píanóið […]

Konur stoppuðu ekki bara sokka

Nordic Affect flutti tónlist frá fyrri hluta 18. aldar í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 15. mars. 4 stjörnur Ef ég hef ekki minnst á það áður þá segi ég það núna: Tónlistarhópurinn Nordic Affect er gersemi í íslensku tónlistarlífi. Tónleikar hópsins eru meira en bara tónleikar. Nordic Affect samanstendur af þeim Höllu Steinunni Stefánsdóttur fiðluleikara, […]

Steraflaut og stórbrotin sinfónía

Verk eftir Lindberg, Rodrigo og Sibelius á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands fimmtudaginn 12. mars í Eldborg í Hörpu. Stjórnandi: Anna-Maria Helsing. Einleikari: Áshildur Haraldsdóttir. 4 stjörnur Til eru flautukonsertar. En það sem spænska tónskáldið Joaquín Rodrigo (1901-1999) samdi er ekkert annað en flautukonsert á sterum. Hann var á dagskránni á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Flautunóturnar […]

Toppurinn í frábærri tónleikaröð

Richard Goode píanóleikari lék verk eftir Beethoven. Norðurljós í Hörpu þriðjudaginn 10. mars. 5 stjörnur Ein skemmtilegasta tónleikaröðin á Íslandi er án efa Heimspíanistar í Hörpu. Þar gefst fólki tækifæri til að heyra einleikstónleika með píanóleikurum í fremstu röð. Áður fyrr voru slíkir tónleikar á vegum Tónlistarfélagsins, en þeir lögðust af fyrir löngu síðan. Í […]

Eivør og Sinfónían

Eivør Pálsdóttir söng með rytmasveit og Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar. Útsetningar: Tróndur Bogason. Norðurljós, Harpa miðvikudaginn 25. febrúar. 3 stjörnur Hin færeyska Eivør Pálsdóttir á marga aðdáendur hér á landi. Hún er líka frábær söngkona. Það er sjarmerandi þegar hún syngur á Færeysku. Þá fær maður að eiga hlutdeild í menningarstraumum sem sjaldan […]