Risti ekki djúpt

In the Light of Air. ICE og Anna Þorvaldsdóttir. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 25. maí á Listahátíð. 2 stjörnur International Contemporary Ensemble, eða ICE, er heitið á nútímatónlistarhópi sem kom fram í Norðurljósum á Listahátíð. Fullt af ljósaperum var fyrir ofan hópinn og maður las í tónleikaskrá að hann myndi stýra lýsingunni með leik sínum […]

Ævintýraljómi og náttúrustemning

Þriðja sinfónía Mahlers á Listahátíð. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir stjórn Osmo Vänskä. Einsöngvari: Jamie Barton. Einnig kom fram Vox feminae og Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Föstudagur 23. maí í Eldborg, Hörpu.  5 stjörnur Það var sko enginn slagari á dagskránni á tónleikunum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Listahátíð á föstudagskvöldið. Heldur þriðja sinfónía Mahlers, sem […]

Mávarnir görguðu á gúrúinn

Opnunarverk Listahátíðar eftir Högna Egilsson við Tjörnina fimmtudaginn 22. maí. 3 stjörnur Listahátíð byrjaði á fimmtudaginn. Opnunarverkið var eftir hinn fjölhæfa Högna Egilsson, sem er líklega kunnastur fyrir að vera í hljómsveitinni Hjaltalín. Ég hef heyrt afar fallega og litríka tonlist eftir hann, t.d. í Englum alheimsins, þar sem hún átti stóran þátt í að […]

Tilkomumikil stund

Jón Stefánsson stjórnaði Matteusarpassíu Bachs. Einsöngvarar: Benedikt Kristjánsson, Bergþór Pálsson og Davíð Ólafsson. Kór og Gradualekór Langholtskirkju söng, Kammersveit kirkjunnar lék. Laugardagur 17. maí í Langholtskirkju. 4 stjörnur  Um þessar mundir heldur Jón Stefánsson upp á 50 ára afmæli frá því að hann gerðist organisti Langholtskirkju. Fáir hafa haft jafn afgerandi áhrif á sögu kirkjutónlistar […]

Hrár, sjarmerandi söngur

Verk eftir Rakmanínoff, Mússorgskí og Brahms á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu fimmtudaginn 9. maí. Einsöngvari: Ólafur Kjartan Sigurðarson. Stjórnandi: Vladimir Ashkenazy. 4 stjörnur Dauðinn var í aðalhlutverkinu á fyrri hluta tónleika Sinfóníunnar í Hörpu á fimmtudagskvöldið. Ekki aðeins var fyrsta atriði efnisskrárinnar Eyja hinna dauðu eftir Rakmanínoff, heldur voru líka fluttir Söngvar og dansar […]

Fagurlega leikið og dillandi impróvisasjón

Þórir Baldursson sjötugur ásamt Stórsveit Reykjavíkur í Silfurbergi í Hörpu mánudaginn 5. maí. 3 stjörnur Sumir atvinnutónlistarmenn eru býsna sérhæfðir. Þeir eru fimir hljóðfæraleikarar, en geta ekki samið tónlist, hvað þá leikið af fingrum fram. Aðrir eru tónskáld en eru lélegir spilarar. Þeir þurfa aðra til að flytja verkin sín. Þórir Baldursson er hinsvegar músíkant […]

Af meintu lögbroti í Grafarvogskirkju

34.-50. Passíusálmur Hallgríms Péturssonar. Tónlist eftir Megas í fjölbreyttum útsetningum. Flytjendur: Megas, Margrét Kristín Blöndal, Söngfjelagið og Píslarsveitin undir listrænni stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Föstudagurinn langi í Grafarvogskirkju. 5 stjörnur Mörgum þykir sjálfsagt föstudagurinn langi óttalega leiðinlegur. Allt er lokað, sumar skemmtanir eru ólöglegar vegna strangtrúarstefnu sem þreifst hér um aldir. Það er ástæðan fyrir […]

Skemmilegt og leiðinlegt

Hljómsveitartónleikar í Hörpu á Tectonics föstudaginn 11. Apríl. Ilan Volkov stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands. 2 stjörnur Ég hef heyrt fallega tónlist eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur. Ef minnið svíkur mig ekki hefur það þó eingöngu verið á tónleikum kammerhópsins Nordic Affect. Þeir tónleikar eru yfirleitt í litlum sal og þá er ekki annað hægt en að […]

Zombíar á Sinfó

Tectonics fimmtudaginn 10. Apríl í Eldborg í Hörpu. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir stjórn Ilan Volkov. 4 stjörnur Ég man ekki eftir að hafa orðið hræddur á Sinfóníutónleikum áður. En tónlistarhátíðin Tectonics byrjaði á fimmtudagskvöldið og fyrsta atriðið á Sinfóníutónleikunum sem ég sótti var eftir Pál Ívan frá Eiðum. Verkið byrjaði með drungalegum, ómstríðum hljómum – […]

Þakið hristist í Borgarleikhúsinu

Þungarokksleikhús: Skálmöld ásamt leikurunum Guðjóni Davíð Karlssyni, Hildi Berglind Arndal og Hilmari Guðjónssyni. Leikstjóri: Halldór Gylfason. Frumsýnt í Borgarleikhúsinu föstudaginn 4. apríl. 5 stjörnur Ekki gekk lítið á í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöldið. Rokksveitin Skálmöld flutti þar lög af fyrstu plötu sinni Baldri (2010). Það er engin þægileg lyftutónlist. Hávaðinn var gríðarlegur, og í þokkabót voru […]