Risti ekki djúpt

In the Light of Air. ICE og Anna Þorvaldsdóttir. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 25. maí á Listahátíð.

2 stjörnur

International Contemporary Ensemble, eða ICE, er heitið á nútímatónlistarhópi sem kom fram í Norðurljósum á Listahátíð. Fullt af ljósaperum var fyrir ofan hópinn og maður las í tónleikaskrá að hann myndi stýra lýsingunni með leik sínum og andadrætti.

Ég verð að segja að ég bjóst við meiru. Tónlistin var eftir Önnu Þorvaldsdóttur, og reyndar kom hún ekki á óvart. Mikið var um grunnstöðuhljóma og allskyns áferð sem skapaði óhugnanlega stemningu. Bassatromma og drónn í upphafi hljómaði eins og sena úr Inland Empire eftir David Lynch. Tónlistin fór aldrei mjög langt frá sjálfri sér, hún var fremur tilbreytingarlaus. Það voru samt mörg falleg augnablik í henni, heilmikil stemning, en almennt var hún dálítið langdregin. Maður hefur heyrt þetta áður.

Lýsingin olli hinsvegar vonbrigðum. Meiri, miklu meiri fjölbreytni, eitthvað krassandi hefði verið nauðsynlegt. Verkið tók jú heilan klukkutíma. En það gerðist aldrei neitt. Ljósmagnið var mismikið og það var hreinlega eins og einhver væri að leika sér að því að dempa það, án þess að tengja það við tónlistina. Ég a.m.k. sá ekki tenginguna. Þetta var býsna þunnur þrettándi.

Niðurstaða:

Tónleikarnir áttu sín augnablik en ollu í heild vonbrigðum.

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s