Skemmtidagskrá í Guantanamo

Verk eftir Ryoji Ikeda á hátíð helgaðri sjónrænni tónlist í Silfurbergi í Hörpu laugardaginn 1. febrúar. 2 stjörnur Sjónræn tónlist er eitthvað sem verður æ meira áberandi. Sumir tónleikanna á síðustu Airwaves hátíðinni voru t.d. skreyttir myndefni. Á Bíófilíu tónleikum Bjarkar Guðmundsdóttur voru stórir skjáir með gríðarlega flottum myndskeiðum undir nánast hverju lagi. Og eitt […]

Ekkert venjulegt ball

Scape of Grace eftir Hallvarð Ásgeirsson og Sögu Sigurðardóttur. Myrkir músíkdagar í Norðurljósum Hörpu laugardaginn 1. febrúar. 5 stjörnur Í Norðurljósum Hörpu seint á laugardagskvöldið var búið að dreifa nokkrum hátölurum um salinn. Þegar ég gekk þar inn tók á móti mér lágvær niður. Niðurinn var dálítið ógnandi, svona eins og djúpir, liggjandi tónar eru […]

Heiðarlegur fiðluleikari

Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari lék verk eftir íslensk og erlend tónskáld. Með henni lék Richard Simm á píanó og Júlía Mogensen á selló. Laugardagur 1. Febrúar í Norðurljósum Hörpu á Myrkum músíkdögum. 3 stjörnur Í tónleikaskránni á Myrkum músíkdögum þar sem Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari kom fram, stóð að heildartími tónleikanna yrði um 60 mínútur. Það stóðst […]

Hrífandi og litfagurt

Opnunartónleikar Myrkra músíkdaga í Eldborg Hörpu fimmtudaginn 30. janúar. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék verk eftir Steve Reich, Þuríði Jónsdóttur, Hauk Tómasson og Daníel Bjarnason. Hamrahlíðarkórinn söng undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Hljómsveitarstjóri: Daníel Bjarnason. 4 stjörnur Eins og við mátti búast var mínimalisminn allsráðandi í verkinu Three Movements eftir Steve Reich. Þessir kaflar voru fluttir af Sinfóníuhljómsveit […]

Léttúðugur Brahms

Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Brahms, Schubert og Enescu. Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson. Stjórnandi: Cristian Mandeal. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 23. janúar. 3 stjörnur Fyrsti píanókonsertinn eftir Brahms hljómaði á margan hátt vel í meðförum Víkings Heiðars Ólafssonar píanóleikara á Sinfóníutónleikum á fimmtudagskvöldið. Víkingur er fær og öruggur, og það var fátt um feilnótur í […]

Efnileg en skortir reynslu

Þórunn Vala Valdimarsdóttir flutti lög eftir ýmsa höfunda í Kaldalóni í Hörpu sunnudaginn 19. janúar. 2 stjörnur Þórunn Vala Valdimarsdóttir heitir ung söngkona sem kvaddi sér hljóðs á sunnudagskvöldið. Debút-tónleikar söngvara innihalda venjulega píanóleik og svo var einnig nú. Kristinn Örn Kristinsson lék á píanóið, og gerði það af fagmennsku. Hlutverk hans var þó ekki […]

Dansarar stálu senunni

Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands 9. janúar. Stjórnandi: Peter Guth. 3 stjörnur Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru fastur liður í tónleikalífinu. Þeir eru alltaf haldnir í upphafi árs. Um er að ræða einskonar áramótaskaup hljómsveitarinnar. Ég man eftir brandörum þar sem hljóðfæraleikari hefur spilað ógurlega vitlaust og áheyrendur velst um af hlátri. Eða þá að söngkona hefur ráfað […]

Fyrir hverja er tónlistargagnrýni?

Stjörnugjöf í dagblöðum er stundum umdeild í listaheiminum. En hún er veruleiki sem þarf að sætta sig við. Stjörnudómar eru út um allt á netinu. Kosturinn við stjörnurnar er að maður veit strax hvort dómurinn er góður eða vondur. Þegar ég lít yfir þá gagnrýni sem ég skrifaði á árinu, sé ég að ég hef […]

Jólahreingerningar í Hörpu

Slagverkshópurinn Stomp í Eldborg í Hörpu miðvikudaginn 18. desember. 5 stjörnur Maður nokkur gekk fram á svið Eldborgarinnar í Hörpu á miðvikudagskvöldið og byrjaði að sópa. Var verið að gera sviðið klárt svona rétt fyrir sýningu? Nei, hún var þegar byrjuð. Maðurinn sópaði og sópaði, og brátt fór einfaldur en grípandi taktur að gera vart […]

Fullt af glæsimennsku

Kristinn Árnason: Transfiguratio Geisladiskur Útg. 12 tónar 4 stjörnur Ég þekki nokkra íslenska gítarleikara og þeir eru allir frekar ljúfir náungar. Tala lágt, fara jafnvel meðfram veggjum. Gítarinn er líka lágstemmt hljóðfæri þegar hann er órafmagnaður. Tónleikar með klassískri gítartónlist eru ekki fyrir fólk með skerta heyrn. Áheyrendur þurfa nánast að liggja á hleri allan […]