Virkuðu eins og grín

(ATH. þessi grein birtist í Fréttablaðinu laugardaginn 4. júní) Sinfóníutónleikar 3 stjörnur Verk eftir Prókofíev, Glazúnov og Sjostakóvitsj. Einleikari: Alexander Rosdestvenskíj. Stjórnandi: Gennadíj Rosdestvenskíj. Eldborg í Hörpu, fimmtudaginn 2. júní Ég mana lesendur mína til að segja nafnið Gennadíj Rosdestvenskíj fimm sinnum hratt. Það er næstum ómögulegt! Það er eins og að segja tungubrjótinn „skýjahnoðri í […]

Góða löggan og vonda löggan

Ópera 3 stjörnur UR_ ópera eftir Önnu Þorvaldsdóttur á Listahátíð í Reykjavík. Texti eftir Önnu og Mette Karlsvik. Leikstjórn: Þorleifur Örn Arnarsson. Leikmynd og búningar: Anna Rún Tryggvadóttir. Hljómsveitarstjórn: Bjarni Frímann Bjarnason. Flytjendur: Joa Helgeson, Melis Jaatinen, Sofia Jernberg, Tinna Þorsteinsdóttir, Miké Phillip Fencker Thomsen, Örnólfur Eldon og Caput hópurinn. Norðurljós í Hörpu, laugardaginn 4. […]

Þrumandi söngur, mæðulegur strengjaleikur

Kammertónleikar 3 stjörnur Verk eftir Handel, Vivaldi, de la Guerre, Porpora, Purcell og Vivaldi. Flytjandi: Symphonia Angelica Guðríðarkirkja, fimmtudagur 26. maí Nauðgun var aðalyrkisefnið á tónleikum barokk-hópsins Symphonia Angelica í Guðríðarkirkju á fimmtudagskvöldið. Aðalpersónan var Lucrezia, fögur, rómversk stúlka sem var uppi 500 árum fyrir Krist. Konungssonur nauðgaði henni og það leiddi til þess að […]

Heljarstökk eftir hljómborðinu

Sinfóníutónleikar 3 stjörnur Verk eftir Ravel, Tsjajkovskíj og Beethoven í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Listahátíð í Reykjavík. Stjórnandi: Valdimir Ashkenazy. Einleikari: Jean-Efflam Bavouzet. Eldborg í Hörpu, miðvikudaginn 25. maí Segja má að aukalagið á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á miðvikudagskvöldið hafi verið aðalatriði tónleikanna. Einleikarinn, Jean-Efflam Bavouzet var búinn að spila G-dúr konsertinn eftir Ravel með […]

Alvöru djass á Sinfóníutónleikum

Sinfóníutónleikar 4 stjörnur Verk eftir Bernstein, Gershwin, Barber og Copland. Einleikari: Orion Weiss. Stjórnandi: JoAnn Falletta.  Eldborg í Hörpu, fimmtudaginn 12. maí Það var léttur andi á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Fyrst á dagskránni var tónlist eftir Leonard Bernstein. Þetta var forleikurinn að Candide sem er óperetta og byggist á samnefndri sögu eftir Voltaire, […]

Vængstífður Eldfugl

Sinfóníutónleikar 3 stjörnur Verk eftir Debussy, Webern og Stravinskí í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og einstakra hljóðfæraleikara hennar. Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Norðurljós í Hörpu, föstudaginn 6. maí Ef sýna á myndband á undan tónleikum þar sem áheyrendur eru fræddir um efnisskrána, þá verður að gera það almennilega. Í um hálftíma fyrir tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Norðurljósum […]

Píanókennsla – einkakennsla í píanóleik

Ég er kennari við Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Þau börn sem hafa áhuga á að koma til mín í tíma þurfa að sækja um í gegnum skólann. Hinsvegar kenni ég líka fullorðnum einstaklingum sem hafa áhuga á að láta draum sinn rætast. Kennslan fer fram utan Tónmenntaskólans, þetta er einkakennsla. Á meðal nemenda minna eru læknir, flugmaður, […]

Einleikari og hljómsveit fóru á kostum

Sinfóníutónleikar 5 stjörnur Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Jón Nordal, Sjostakóvitsj, Bartók og Lutoslawski. Einleikari: Steven Osborne. Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Eldborg í Hörpu, fimmtudaginn 28. apríl Rússneska tónskáldið Dmitrí Sjostakóvitsj hneigðist til þungyndis. Hann gat þó verið gamansamur inn á milli. Þegar sonur hans Maxim, sem var efnilegur píanóleikari, varð 19 ára gamall samdi Sjostakóvitsj […]

Allt frá villtum framúrstefnudjassi niður í óljósan sveim

Sinfóníutónleikar 4 stjörnur Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Peter Ablinger, Roscoe Mitchell, Þráinn Hjálmarsson og Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur. Einleikari: Roscoe Mitchell. Stjórnandi: Ilan Volkov. Eldborg í Hörpu, föstudaginn 15. apríl Seinni tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Tectonics hófust á skringilegu verki. Það hét Quartz og var eftir Peter Ablinger. Skerandi hljómar á efsta tónasviðinu voru […]