Rakarinn gæti verið betri

Rossini: Rakarinn frá Sevilla. Íslenska óperan í Hörpu laugardaginn 17. október. 3 stjörnur Beethoven hafði lítið álit á Rossini. Hann kallaði hann illmenni. Honum fannst hann yfirborðskenndur þó hann viðurkenndi að hann hefði hæfileika til að semja ljúfar og áheyrilegar laglínur. Óperan Rakarinn frá Sevilla var ekki merkileg að hans mati. Gagnrýni hans var á […]

Dinnertónlist sem átti ekki við

(birtist í Fréttablaðinu í gær) Jón Sigurðsson lék verk eftir Skrjabín í Norræna húsinu miðvikudaginn 14. október. 1 stjarna Það var hálfpartinn undarlegt að fólk hafi ekki verið að gæða sér á veitingum í tónleikasalnum í Norræna húsinu á miðvikudagskvöldið. Þarna voru tónleikar og á dagskránni var eingöngu músík eftir rússneska tónskáldið Alexander Skrjabín (1872-1915). […]

Langt en ekki leiðinlegt

Verk eftir Beethoven, Skrjabín og Schubert. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék í Eldborg í Hörpu. Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson. Stjórnandi: Eivind Aadland. Fimmtudagur 8. október. 4 stjörnur Einu sinni sagði illgjarn tónlistargagnrýnandi þetta: „Lífið er stutt og listin löng, það á sérstaklega við um Brahms sinfóníu.“ Með þessu var hann að meina að hin tiltekna sinfónía væri […]

Fullt af hamingju, sigri hrósandi

Verk eftir Brahms og Sibelius á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu fimmtudaginn 1. október. Stjórnandi: Vladimir Ashkenazy. Einsöngur: Þóra Einarsdóttir. 5 stjörnur Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið byrjuðu glaðlega. Á dagskránni var önnur sinfónía Brahms. Hún var samin þegar tónskáldið var í slökun í bænum Wörthersee í Austurríki. Þar er landslagið afar fagurt og Brahms […]

Nánast eins og Die Hard 2

Verk eftir Sibelius og Mendelssohn á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins í Norðurljósum í Hörpu sunnudaginn 27. september. Flytjendur voru Sigrún Eðvaldsdóttir, Pascal La Rosa, Þórunn Ósk Marinósdóttir og Sigurgeir Agnarsson. 4 stjörnur Í lokaatriðinu í Die Hard 2, þegar karakterinn sem Bruce Willis leikur, er búinn að sigrast á hryðjuverkamönnum og bjarga farþegaþotu, er spiluð sigri hrósandi […]

Dauflegir túristatónleikar

Íslensk tónlistarsaga í tali og tónum. Halldóra Eyjólfsdóttir söng, Júlíana Rún Indriðadóttir lék á píanó. Hannesarholt sunnudaginn 20. september. 2 stjörnur Jón Leifs stofnaði STEF, þ.e. Samtök tónskálda og eigenda flutningsréttar. Hann var alveg grótharður. Einu sinni lenti hann í rimmu við rútubílstjóra sem var vanur því að hafa útvarpið í gangi á ferðum sínum. […]

Fumlaust, óheft, leikandi létt

Verk eftir Mozart, Schumann og Jórunni Viðar í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Stjórnandi: Cornelius Meister. Einleikari: Arngunnur Árnadóttir. Fimmtudagur 10. september. 4 stjörnur Rétt eins og Hafnfirðingabrandarar þá er til fullt af klarinettubröndurum. Hér er einn: Hver er munurinn á klarinettu og lauk? Svar: Enginn grætur þegar þú skerð klarinettuna niður í litla bita. Annar: Hvað […]

Kastalinn sveif yfir lönd

Verk eftir Helga Rafn Ingvarsson í flutningi Matthildur Önnu Gísladóttur, Guðnýjar Jónasdóttur, Jonathan Larson, Helgu Þóru Björgvinsdóttur, Péturs Björnssonar og Kristínu Þóru Pétursdóttur. Kaldalón í Hörpu sunnudaginn 6. september. 4 stjörnur Ungur maður sem minnti á Al Pacino þegar hann lék í fyrstu myndinni um Guðföðurinn, tók sér stöðu fyrir framan áheyrendur í Kaldalóni í […]

Gættu að því hvers þú óskar þér

Baldursbrá, ópera eftir Gunnstein Ólafsson. Texti eftir Böðvar Guðmundsson. Norðurljós í Hörpu laugardaginn 29. ágúst. 3 stjörnur Ég þori ekki að fullyrða það, en ég man ekki betur en að barnaóperan Baldursbrá hafi notið aðstoðar sögumanns þegar hún var flutt í konsertuppfærslu fyrir ári síðan. Það hlýtur að vera; enginn texti var fyrir ofan sviðið […]