Magnaðir tónleikar

Lokatónleikar Reykjavík Midsummer Music í Norðurljósum í Hörpu sunnudaginn 21. júní. 5 stjörnur Lokatónleikar Reykjavík Midsummer Music hófust á svonefndri Passacagliu eftir Händel í útsetningu Johans Halvorsen. Passacaglia er dansform sem á rætur sínar að rekja til Spánar á 17. öld. Anna-Liisa Bezrodny lék á fiðlu en Jan-Erik Gustafsson á selló. Spilamennskan var sérlega flott, […]

Kvikur tónavefurinn var skýr og glitrandi

Reykjavík Midsummer Music laugardaginn 20. júní í Norðurljósum í Hörpu. 4 stjörnur Margir Argentínubúar hafa illan bifur á Astor Piazzolla. Hann umbylti tangóhefðinni í heimalandi sínu, kom með nýja strauma inn í tónlist þjóðarinnar. Það er erfitt að dansa tangó við tónlist Piazzollas. Hún er svo frjálsleg að hún hljómar eins og hún sé leikin […]

Þunnur þrettándi í Hallgrímskirkju

Davíð Þór Jónsson og Skúli Sverrisson impróvíseruðu í Hallgrímskirkju á Reykjavík Midsummer Music laugardaginn 20. Júní. 2 stjörnur Ég fór á kammerhátíðina Reykjavík Midsummer Music um helgina. Flytjendurnir voru allir í fremstu röð og verkefnavalið var einstaklega áhugavert. Víkingur Heiðar Ólafsson var listrænn stjórnandi hátíðarinnar og ástríða hans og þekking á tónlist skein í gegn. […]

Hvalir sungu en flugan brann

Reykjavik Midsummer Music í Norðurljósum í Hörpu fimmtudaginn 18. júní. 4 stjörnur Dýrin voru í aðalhlutverki á upphafstónleikum Reykjavik Midsummer Music í Norðurljósum í Hörpu á fimmtudagskvöldið. Fugl söng, hani galaði, fluga suðaði, hvalur söng, hundur gelti og það heyrðist skvamp í silungi. Reykjavik Midsummer Music er tónlistarhátíð sem einkennist af forvitnilegri dagskrá. Á tónleikunum […]

Jaðraði við að vera yfirnáttúrulegt

Tríó Jans Lundgren í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 4. júní. 5 stjörnur Svíarnir eru sterkir í djassinum. Einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum er píanistinn Esbjörn Svensson. Ég vil benda á frábæran sveim-djass með honum og félögum, From Gagarin’s Point of View. Það er hægt að finna á YouTube. Lagið er alger unaður til að slaka […]

Spennandi framvinda

Verk eftir John Speight og Þórunni Grétu Sigurðardóttur. Kristinn Sigmundsson söng ásamt Laufeyju Sigurðardóttur, Elísabetu Waage og fleirum. Einar Jóhannesson stjórnaði. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 31. maí. Listahátíð í Reykjavík. 3 stjörnur Tónleikar Kristins Sigmundssonar í Norðurljósum á sunnudagskvöldið voru nokkuð rýrir. Ástæðan var sú að einn lykilhljóðfæraleikari, Páll Eyjólfsson gítarleikari, veiktist og dagskráin riðlaðist. […]

Píanóleikarinn lá undir flyglinum

Nicola Lolli og Domenico Codispoti léku verk eftir Þuríði Jónsdóttur, Sofiu Gubaidulinu, Prokofiev og Beethoven i Norðurljósum í Hörpu föstudaginn 29. maí. 4 stjörnur Niles Crane, bróðir Frasiers í samnefndum sjónvarpsþáttum, flúði einu sinni undir flygil. Það var hans öruggi staður til að vera á frá því í bernsku. Ég gat ekki séð neina angist […]

Auglýst eftir innblæstri

Tónsmíðar eftir Báru Gísladóttur í Mengi á Listahátíð í Reykjavík laugardaginn 23. maí. 2 stjörnur Tónleikar Báru Gísladóttur í Mengi á laugardagskvöldið byrjuðu skemmtilega. Það var niðamyrkur í salnum, en þó mátt greina óljósar útlínur kontrabassa sem lá á gólfinu. Fyrst gerðist ekki neitt. En svo birtist allt í einu ljóstýra sem sveif yfir strengjum […]

Hvergi dauður punktur

Benjamin Britten: Peter Grimes á Listahátíð í Reykjavík. Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt einsöngvurum og Kór Íslensku óperunnar. Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Föstudagur 22. maí. 4 stjörnur Breska tónskáldið Benjamin Britten (1913-1976) var samkynhneigður, og óperan hans, Peter Grimes, var á vissan hátt táknræn fyrir stöðu hans í samfélaginu. Grimes er fiskimaður í litlu sjávarþorpi sem verður fyrir […]