Tafl og fagurt asmakast

Listhópurinn Errata Collective hélt sína fyrstu tónleika í Björtu loftum í Hörpu föstudaginn 18. júlí. 4 stjörnur Ég hélt að ég þekkti hvern krók og kima í Hörpunni. En í Björtuloft hafði ég aldrei komið. Ég vissi ekki einu sinni að þau væru til!  Þetta er staður þar sem er hægt að halda tónleika. Björtuloft […]

Karlrembusvínið Mahler

Margrét Hrafnsdóttir sópran og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari komu fram á tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þriðjudaginn 15. júlí. 3 stjörnur Ástarmál, bæði góð og slæm, hafa verið mörgu tónskáldinu innblástur. Þau hafa líka verið efni í misgóðar kvikmyndir, sú versta sennilega Imortal Beloved, sem fjallar um Beethoven. Hún byggir á óttalegri þvælu sem hér er […]

Notaleg stund í Kristskirkju

Orgelandakt, hádegistónleikaröð. Douglas A. Brotchie lék verk eftir Böhm, Corigliano og Kurtág. Miðvikudagur 9. júlí. 4 stjörnur Orgelandakt er nafnið á tónleikaröð sem haldin er árlega í Landkotskirkju yfir sumartímann. Tónleikarnir eru á miðvikudögum í hádeginu og taka hálftíma. Eins og nafn raðarinnar ber með sér er um einskonar hugleiðslustund að ræða, sem er leidd […]

Baldursbrá er lifandi ópera

Barnaópera eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson í tónleikauppfærslu í Langholtskirkju miðvikudaginn 9. júlí. 4 stjörnur Barnaóperan Baldursbrá hefur verið lengi í smíðum. Þeir Gunnsteinn Ólafsson tónskáld og höfundur sögunnar og Böðvar Gunnarsson textahöfundur byrjuðu á verkinu árið 1987. Það var tilbúið til flutnings ári síðar, en af einhverjum ástæðum varð ekkert úr því. Í […]

Hefði þurft niðurskurð

Sönghóparnir Olga og Elfur komu fram á tónleikum í Langholtskirkju þriðjudaginn 1. júlí. 2 stjörnur Í bók sinni On Writing segir Stephen King að munurinn á fyrsta og öðru uppkasti bókar felist í eftirfarandi formúlu: Annað uppkast = fyrsta uppkast mínus 10 prósent. Ef þetta væri yfirfært yfir á tónlist þá má segja að tónleikar […]

Skálholtskirkja sökk ekki!

Ensemble Villancico undir stjórn Peter Pontvik flutti barokktónlist frá Ekvador á upphafstónleikum Sumartónleika í Skálholti sunnudaginn 29. júní. 5 stjörnur Ef eitthvað væri að marka þjóðsöguna um dansinn í Hruna, væri Skálholtskirkja nú sokkin og aðeins ýlfur og gaul að heyra úr jörðinni. Sagan er í örstuttu máli þannig að drykkfelldur prestur hélt ávallt miklar […]

Tilraun sem algerlega virkar

Atónal blús: Höfuðsynd Útg. Glamur 4 stjörnur Ný plata, Höfuðsynd með hljómsveitinni Atónal blús kemur á óvart. Fyrsta lagið, sem líka heitir Atónal blús og er eingöngu instrúmentalt, er skemmtilega viðburðarríkt. Þó að nokkrir hljóðfæraleikarar komi við sögu, er yfirbragðið rafrænt. Sumir sem fást við að semja slíka tónlist eiga það til að detta í […]

Skrumskæling tónlistarinnar

Khatia Bhuniatishvili flutti verk eftir Brahms, Chopin, Ravel og Stravinsky í Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 29. maí á Listahátíð í Reykjavík. 1 stjarna Það var eitthvað dinner-kennt við það hvernig Khatia Bhuniatishvili spilaði Brahms. Jú, píanóhljómurinn var mjúkur og fallegur, en tónlistin hafði enga almennilega lögun. Hún skorti karakter. Þetta var áferðarfagurt, en það var […]

Vantaði undirölduna

Kraftbirting guðdómsins (Der Klang der Offenbarung des Göttlichen), frumsýnd í Borgarleikhúsinu miðvikudaginn 28. maí. Tónlist: Kjartan Sveinsson. Myndlist: Ragnar Kjartansson. Hljómsveitarstjórn: Davíð Þór Jónsson. Deutsches Filmorchester Babelsberg lék; Schola cantorum söng. 3 stjörnur Áður en hinn bölvaði geisladiskur kom til sögunnar var oft hálfgert ævintýri að eignast plötu. Hún var svo stór og myndin framan […]