Hans og Gréta: Viðbót

Af gefnu tilefni: Það er fullkomlega eðlilegt að kona leiki Hans í óperunni eftir Humperdinck. Þetta er svokallað buxnahlutverk (þar sem kona leikur karl), sem var algengt í óperum á tímabili. Nærtækasta dæmið er Ariadne auf Naxos sem var flutt í Íslensku óperunni fyrir nokkru. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir var þá í karlhlutverkinu. Ég var aðeins […]

Ofleikin Hans og Gréta

Humperdinck: Hans og Gréta. Óp-hópurinn í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 30. mars. 2 stjörnur Mörg lítil, ákaflega prúðbúin börn voru í fylgd með foreldrum sínum á barnaóperusýningunni Hans og Grétu í Salnum í Kópavogi á sunnudaginn. Það voru tvær sýningar þann dag, ég var á þeirri fyrri sem var klukkan hálf tvö. Ein stúlkan var […]

Skapbætandi tónlist

Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti tónlist eftir Mozart í Eldborg Hörpu fimmtudaginn 20. mars. Einleikari: Hallfríður Ólafsdóttir. Stjórnandi: Leo Hussain. 4 stjörnur Maður les allskyns vitleysu á Netinu um klassíska tónlist. Til dæmis að Mozart hafi eitt sinn spurt: „Hvað er leiðinlegra en ein flauta? Jú, tvær flautur.“ Reyndar er til bréf frá honum þar sem hann […]

Magnaður kveðskapur

Carmina Burana eftir Carl Orff í Langholtskirkju sunnudaginn 16. mars. 4 stjörnur Ég sá einhversstaðar á Netinu að Carmina Burana eftir Carl Orff var efst á blaði yfir óhugnanlegustu tónlist allra tíma. Það er hálf-furðulegt, því verkið er ósköp sakleysislegt, þótt það sé tilkomumikið. Væntanlega er þetta út af einhverri kvikmynd sem tónlistin hefur verið […]

Ég er sætabrauðsdrengur!

Sætabrauðsdrengirnir (Viðar Gunnarsson, Bergþór Pálsson, Garðar Thór Cortes og Gissur Páll Gissurarson) sungu lög að mestu eftir Jóhann G. Jóhannsson. Tónskáldið lék með á píanó. Föstudagur 14. mars í Salnum í Kópavogi. 4 stjörnur Píanóleikarinn á tónleikum Sætabrauðsdrengjanna á föstudagskvöldið var Jóhann G. Jóhannsson sem var um árabil tónlistarstjóri Þjóðleikhússins. Hann er e.t.v. þekktastur fyrir […]

Góð hugmynd er ekki nóg

Ég tók eftir því á samfélagsmiðlum að ég fékk bágt fyrir dóminn minn um Kíton (sjá hér fyrir neðan). Einhver sagði að ég hefði ekki skrifað nægilega um tónlistina á tónleikunum, greinin mín væri um eitthvað allt annað. Nú er það þannig að tónleikar eru ekki bara góð hugmynd, heldur líka framkvæmd hennar. Þá þurfa […]

Villuljós í Hörpu

Kíton – konur í tónlist í Eldborg Hörpu, sunnudaginn 2. mars. Fram komu: Vox feminae, Hljómeyki, Lay Low, Myrra Rós, Sunna Gunnlaugs, Hafdís Huld, Caput og margir fleiri. 2 stjörnur Konur áttu lengi erfitt uppdráttar í tónlistarheiminum. Kítón, félag kvenna í tónlist, sem var stofnað fyrir ári síðan, er því gott framtak. Kítón hélt svonefnt […]

Gæsahúð hvað eftir annað

Óperan Ragnheiður eftir Friðrik Erlingsson og Gunnar Þórðarson. Harpa, laugardaginn 1. mars. 5 stjörnur Ég hitti mann í bílastæðinu í Hörpu eftir óperuna hans Gunnars Þórðarsonar sem sagði mér að þetta væri eiginlega í fyrsta sinn sem hann táraðist í óperu. Þetta væri „alvöru óperusýning“ eins og hann orðaði það. Það er hægt að taka […]

Bang bang bang

Verk eftir Áskel Másson, Samuel Barber og John Adams á Sinfóníutónleikum í Hörpu fimmtudaginn 20. febrúar. Einleikur: Colin Currie. Stjórnandi: Baldur Brönnimann. 3 stjörnur Slagverk getur verið hvað sem er. Gamalt útigrill, vaskur, glas, borð eða stólar. Áskell Másson hefur samið allskonar tónlist fyrir slagverk, enda snjall slagverksleikari sjálfur. Stundum hafa hin furðulegustu hljóðfæri ratað […]

Amma og ömmubarn

Agnes Þorsteinsdóttir mezzósópran og Agnes Löve píanóleikari fluttu blandaða dagskrá í Norræna húsinu laugardaginn 15. febrúar. 4 stjörnur Amma og ömmubarn héldu tónleika í Norræna húsinu á laugardaginn síðastliðinn. Amman var Agnes Löve píanóleikari, barnabarnið Agnes Þorsteinsdóttir mezzó-sópran (f. 1990). Á dagskránni var fjöldinn allur af lögum, bæði innlendum og erlendum, auk þess sem aríur […]