Svanavatnið náði ekki flugi

3 stjörnur Tsjajkovskí: Svanavatnið. Hátíðarballettinn í St. Pétursborg og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Vadim Nikitin stjórnaði. Danshöfundar: Marius Petipa og Lev Ivanov. Aðalhlutverk: Nikita Moskalets, Irina Khandazhevskaya, Anton Bashmakov og Sergey Dubrovin. Eldborg í Hörpu föstudaginn 22. nóvember Ballett er vinsæll hjá ungum krökkum, stúlkum aðallega. Á undan sýningunni á Svanavatninu eftir Tsjajkovskí í Hörpu á föstudagskvöldið […]

Ingibjörg, Ingibjörg og Ingibjörg

3 stjörnur Tónlist eftir Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur við ljóð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur. Ingibjörg Fríða Helgadóttur söng. Kaldalón í Hörpu fimmtudaginn 14. nóvember Einu sinni sátu þrjú tónskáld á kaffihúsi. Það voru þeir Rimskí-Korsakoff, Skrjabín og Rakhmanínoff. Umræðuefnið var hvernig tónlist er á litinn. Hinir tveir fyrrnefndu sögðust sjá tónana ekkert síður en að heyra þá. […]

Búsáhaldabyltingin, svona eftir á

4 stjörnur Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Grieg, Bach, Sibelius, Mozart og Daníel Bjarnason, sem einnig stjórnaði. Einleikarar: Víkingur Heiðar Ólafsson og Radovan Vlatkovic. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 7. nóvember Í Búsáhaldabyltingunni var svo sannarlega ekki gaman að vera til. Fólk, vitfirrt af reiði, barði potta og pönnur niðri í bæ. Daglega voru af því […]

Fiðluleikari af holdi og blóði

5 stjörnur Joshua Bell og Alessio Bax fluttu verk eftir Schubert, Franck, Bach og Ysaÿe. Eldborg í Hörpu sunnudaginn 20. október Eitt kvöld birtist fiðluleikarinn Niccolo Paganini á götum Lundúna. Fólk æpti af skelfingu og sumir hlupu í burt. Aðrir, sem voru hugrakkari, gengu hikandi til hans og snertu til að fullvissa sig um að […]

Fyrirmynd allra djasspíanóleikara

5 stjörnur Djasstónleikar Gwilym Simcock lék að mestu eigin tónlist á tónleikaröðinni Djass í Salnum. Salurinn í Kópavogi þriðjudaginn 15. október Hver er munurinn á djasstónlistarmanni og extrastórri pizzu? Pizzan mettar fjögurra manna fjölskyldu, en það gerir djasstónlistarmaðurinn ekki. Þessi brandari kom upp í hugann á tónleikum í Salnum í Kópavogi á þriðjudagskvöldið. Gwilym Simcock […]

Everest kom manni ekki við

2 og hálf stjarna Sinfóníutónleikar Verk eftir Brahms og Tsjajkovskí. Einleikari: Stephen Hough. Stjórnandi: Han-Na Chang. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 10. október Brahms mun hafa verið leiðindakarl. Hann var geðvondur og almennt óþægilegur í lund; sérvitur piparsveinn allt sitt líf. Þegar hann var að vaxa úr grasi var fjölskyldan hans mjög fátæk, svo Brahms litli […]

Kattarkonsert, en engin mús

5 stjörnur Píanótónleikar Luka Okros lék verk eftir Schubert, Rakhmaninoff, Liszt og fleiri. Kaldalón í Hörpu föstudaginn 4. október Í einni myndinni um Tomma og Jenna er sá fyrrnefndi í hlutverki píanóleikara. Hann er í kjólfötum og gengur inn á svið, virðulegur á svipinn. Síðan byrjar hann að spila. Við það vekur hann Jenna, sem […]

Djöfullinn sveikst um að mæta

3 stjörnur Píanótónleikar Jeremy Denk lék tónlist eftir Bach, Ligeti, Berg og Schumann. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 29. september Einu sinni var píanóleikari sem var dálítið óheppinn. Hann kom fram á tónleikum í Austurbæjarbíói, á þeim tíma sem bíóið var vinsæll tónleikasalur. Eftir að hafa klárað fyrsta verkið á efnisskránni stóð hann upp og hneigði […]

Í senn ofsafenginn og hástemmdur

4 og hálf stjarna Verk eftir Debussy, Higdon og Prokofíev. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék. Einleikari: Benjamin Beilman. Stjórnandi: Roderick Cox. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 19. september Það fór illa fyrir Sergej Prokofíev. Verk eftir hann var á dagskránni á Sinfóníutónleikunum á fimmtudagskvöldið. Hann var óumdeilanlega eitt mesta tónskáld Sovétríkjanna, en fimm árum áður en hann lést […]