Sjö börn í landi og sjö börn í sjó

4 stjörnur Óperusýning Konan og selshamurinn, barnaópera. Tónlist eftir Hróðmar I. Sigurbjörnsson, texti eftir Ragnheiði Erlu Björnsdóttur. Caputhópurinn lék, Skólakór Kársness söng. Aðalhlutverk: Björk Níelsdóttir og Pétur Oddbergur Heimisson. Leikstjórn: Helgi Grímur Hermannsson. Kórstjórn: Álfheiður Björgvinsdóttir. Myndlist: Freydís Kristjánsdóttir. Kaldalón í Hörpu sunnudagurinn 10. febrúar „Einu sinni var maður nokkur austur í Mýrdal, sem gekk […]

Flugeldasýning sem gleymist ekki

5 stjörnur Verk eftir Prókofíev, Brahms og Atla Heimi Sveinsson. Einleikari Denis Kozhukhin. Stjórnandi: Antonio Méndez. Eldborg í Hörpu fimmtudagur 7. febrúar Lífið er stutt og listin löng; það á sérstaklega við um sinfóníu eftir Brahms. Einhver gagnrýnandi lét þessi orð eftir sér. Víst er að sinfónía nr. 4 sem leikin var á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar […]

Fögur laglína og engin leið að hætta

4 og hálf stjarna Sinfóníutónleikar Verk eftir Jón Ásgeirsson, Heitor Villa-Lobos og Leonard Bernstein. Einleikari: Emilía Rós Sigfúsdóttir. Stjórnandi: Ligia Amadio. Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 24. janúar Alltaf ber til tíðinda þegar nýr einleikskonsert er frumfluttur. Á fimmtudagskvöldið var í fyrsta sinn leikinn flautukonsert eftir Jón Ásgeirsson, en það var á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í […]

Ævintýraleg tónlist sem kom stöðugt á óvart

4 og hálf stjarna Kammertónleikar Verk eftir Prókofíef, Servais – Ghys, Schnittke og Bartók. Flytjendur: Ari Þór Vilhjálmsson, Sigurbjörn Bernharðsson, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Sigurgeir Agnarsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 20. janúar Ekki veit ég afhverju ljóð Bjarna Thórarensen, Eldgamla Ísafold, hefur verið sungið við breska þjóðsönginn. Hann heitir God Save the […]

Í veröld þar sem allt er svo gott

4 stjörnur Sinfóníutónleikar Verk eftir Jóhann Strauss yngri og fleiri. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék. Stjórnandi: Christian Kluxen. Einsöngvarar: Sveinn Dúa Hjörleifsson og Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 10. janúar Í haust dúkkaði upp á Facebook mynd af mismunandi tegundum höfuðverks. Myndin sýndi fjögur mannshöfuð með rauðum flekkjum sem táknuðu staðsetningu verkjanna. Þarna var mígreni, […]

Fimir fingur á ljóshraða

3 og hálf stjarna Kammertónleikar Rannveig Marta Sarc fiðluleikari og Jane Ade Sutarjo píanóleikari fluttu verk eftir Mozart, Šenk, Brahms og Ravel. Salurinn í Kópavogi miðvikudagur 9. janúar Er frelsi falið í fallegri tónlist? Kvikmyndin The Shawshank Redemption er byggð á sögu eftir Stephen King og fjallar um mann ranglega dæmdan í fangelsi. Aðalpersónan, sem […]

Draugagangur á tónleikasviðinu

Áramótapistill: Heimur goðsagna og yfirnáttúrulegra fyrirbæra kom nokkuð við sögu í tónlistarlífinu á árinu sem nú er senn á enda. Draugar tengdust t.d. fiðlukonsertinum eftir Schumann sem Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti ásamt fiðluleikaranum Baiba Skride í byrjun mars í Hörpu. Schumann, sem var uppi á árunum 1810-1856, var haldinn geðhvarfasýki og sjúkdómurinn ágerðist eftir því sem […]

Síðasti bærinn í dalnum hefur elst illa

2 stjörnur Kvikmyndatónleikar Síðasti bærinn í dalnum eftir Óskar Gíslason við lifandi tónlist Jórunnar Viðar. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék. Einsöngvari: Hildigunnur Einarsdóttir. Stjórnandi: Bjarni Frímann Bjarnason. Eldborg í Hörpu þriðjudaginn 11. desember Ég man eftir að hafa orðið skelkaður þegar ég sá Síðasta bæinn í dalnum barn að aldri. Eitthvað var óhugnanlegt við illgjörn tröll sem […]

Nakið eins og íslenskt landslag

Geisladiskur 4 stjörnur Jórunn Viðar: Söngvar. Erla Dóra Vogler og Eva Þyri Hilmarsdóttir. Það fór alltaf í taugarnar á Jórunni Viðar þegar hún var kölluð kventónskáld. Hún sagðist sjálf aldrei tala um karltónskáld. Þetta er þó skiljanlegt, því í heil tuttug ár var hún eina konan í Tónskáldafélagi Íslands. Jórunn var brautryðjandi í þróun sönglagsins […]