Grípandi æskuverk í föstudagsröðinni
4 stjörnur Verk eftir Rakhmaninoff og Gubaidulinu. Flytjendur voru hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Norðurljós í Hörpu föstudaginn 17. janúar Ungverska tónskáldið Györgi Ligeti hélt einu sinni tæplega tíu mínútna langt erindi um framtíð tónlistarinnar. Hann stóð bara í pontunni og sagði ekki neitt, en skrifaði nokkrar fjarstæðukenndar tillögur til áhorfenda. Þetta fór ekki vel í […]