Þegar Mozart var drepinn

5 stjörnur Kvikmyndatónleikar Amadeus eftir Milos Forman og Peter Shaffer. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir stjórn Ludwig Wicki. Mótettukór Hallgrímskirkju söng (kórstjóri Hörður Áskelsson). Einleikari: Mei Yi Foo. Eldborg í Hörpu Föstudaginn 29. apríl Er ég sé til leikarans F. Murray Abraham, meira að segja í þáttaröðinni Homeland, þar sem hann leikur CIA njósnara, þá hugsa […]

Flautað út í eitt í Norræna húsinu

3 stjörnur kammertónleikar Íslenski flautukórinn og gestir fluttu verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Norræna húsið sunnudaginn 22. apríl Þorkell Sigurbjörnsson hefði orðið áttræður á árinu, en hann lést fyrir fimm árum síðan. Hann var eitt fremsta tónskáld þjóðarinnar og gat samið allt mögulegt, tónlist fyrir leikhús, og kirkjur – allskonar tækifæri. Sálmarnir hans eru margir ódauðleg […]

Vorinu fagnað í Kristskirkju

4 stjörnur Steingrímur Þórhallsson: Harpa kveður dyra, tólf blik og tónar við ljóð Snorra Hjartarsonar. Kór Neskirkju söng, Steingrímur Þórhallsson stjórnaði. Kristskirkja miðvikudaginn 18. apríl „Ég er komin með vorið til þín, vaknaðu og sjáðu.“ Þessa setningu var að finna í kórverki eftir Steingrím Þórhallsson sem ber nafnið Harpa kveður dyra, tólf blik og tónar […]

Ekki bara spilað heldur dansað líka

4 stjörnur Tónlist eftir Leclair, Couperin og Rameau í flutningi Barokkbandsins Brákar. Dansarar: Unnur Elísabet Gunnarsdóttir og Ásgeir Helgi Magnússon. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 8. apríl „Börn eiga að vera séð, ekki heyrð.“ Þetta var algeng skoðun í gamla daga. Segja má að því sé öfugt farið um barokkdansa á tónleikum nútímans. Þeir eru heyrðir, […]

Að höggva mann og annan

5 stjörnur Jón Leifs: Edda II. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir stjórn Hermanns Bäumer. Schola cantorum (kórstjóri: Hörður Áskelsson) söng. Einsöngvarar: Kristinn Sigmundsson, Elmar Gilbertsson og Hanna Dóra Sturludóttir. Eldborg í Hörpu föstudaginn 23. mars Píanóleikari sem ég þekki sagði mér að hann hefði einu sinni æft Strákalag eftir Jón Leifs (1899-1968). Forneskjuleg stemningin í verkinu […]

Úlfurinn við píanóið

5 stjörnur sinfóníutónleikar Gautarborgarsinfónían flutti verk eftir Beethoven, R. Strauss og Sibelius. Einleikari: Hélène Grimaud. Stjórnandi: Santtu-Matias Rouvali. Eldborg í Hörpu sunnudaginn 18. mars Góðir píanóleikarar eru óteljandi. Þeir sem ætla að slá í gegn þurfa því eitthvað meira en bara að vera góðir. Hélène Grimaud hefur ákveðna sérstöðu fyrir tengls sín við úlfa. Fyrir […]

Söngurinn var helber unaður

4 stjörnur Kammertónleikar Verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Lou Harrison, Marti Epstein, Hjalta Nordal Gunnarsson og Georgíj Svírídof. Flytjendur: Duo Harpverk og Hljómeyki. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 11. mars Þegar vandamál heimsins hafa verið útkljáð kemur alltaf kona til að taka til og hleypa vindlareyknum út, það bregst ekki. Þetta er í fáum orðum það sem […]

Dásamleg lög, dásamlega sungin

4 stjörnur Söngtónleikar Sigríður Freyja Ingimarsdóttir mezzósópran og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari fluttu tónlist eftir ýmsa höfunda. Kaldalón í Hörpu fimmtudaginn 8. mars Kaldalón í Hörpu er fallegur, lítill salur sem hentar prýðilega fyrir raftónleika. Endurómunin er afar lítil og því er ekkert við salinn sjálfan sem truflar hljómgæðin. Bergmál er erfitt við að eiga, […]

Draugar höfðu áhrif á frumflutning

3 stjörnur Sinfóníutónleikar Verk eftir Schumann, Beethoven og Jónas Tómasson. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir stjórn Eivind Aadland. Einleikari: Baiba Skride. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 1. mars Óvanalegt verður að teljast að draugar skipti sér að frumflutningi tónverks. Það ku þó hafa gerst í tilfelli fiðlukonsertsins eftir Schumann. Eða hvað? Konsertinn var fluttur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar […]

Djassinn komst ekki á flug

Djasstónleikar 2 stjörnur Tónlist eftir Þórdísi Gerði Jónsdóttur, flutt af henni sjálfri, auk Guðmundar Péturssonar, Matthíasi M. D. Hemstock, Andra Ólafssyni og Steingrími Karls Teague. Björtuloft í Hörpu miðvikudaginn 21. febrúar Djassklúbburinn Múlinn í Björtuloftum á fimmtu hæð í Hörpu laðar að útlendinga fremur en innfædda. Ég hef farið á það marga tónleika í Múlanum […]