Tónleikar…leikar…leikar…leikar

Niðurstaða: Tónlistin kom afar illa út í alltof ríkulegum hljómburði Hallgrímskirkju. Sálumessa eftir Jakob Buchanan. Flytjendur voru Ragnheiður Gröndal, Club for Five, Ensemble Edge, Cantoque Ensemble, Hilmar Jensson, Anders Jormin, Magnús Trygvason Eliassen og Jakob Buchanan. Geir Lysne stjórnaði. Hallgrímskirkja föstudagur 19. ágúst Sagt hefur verið að í fínu lagi sé að koma of seint […]

Þúsund hljómar hver öðrum fegurri

Niðurstaða: Innblásin tónlist, innblásin spilamennska.   Tónlist eftir Inga Bjarna á Djasshátíð Reykjavíkur. Fram komu Ingi Bjarni, Anders Jormin, Hilmar Jensson og Magnús Trygvi Eliassen. Flói í Hörpu fimmtudaginn 18. ágúst Rokktónlistarmaðurinn spilar þrjá hljóma fyrir þúsund áheyrendur, en djassarinn spilar þúsund hljóma fyrir þrjá áheyrendur. Þessi brandari er lýsandi fyrir það hve djassinn er […]

Misjafn tónlistarflutningur

Niðurstaða: Fróðleg dagskrá en tónlistarflutningurinn olli vonbrigðum. Verk eftir Schumann. Hlín Pétursdóttir Behrens og Erna Vala Arnardóttir fluttu. Eldborg í Hörpu sunnudaginn 7. ágúst Einn brandari á netinu hljómar svo: „Þegar ég var greindur með geðhvarfasýki vissi ég ekki hvort ég átti að hlæja eða gráta.“ Tónskáldið Robert Schumann fékk einmitt þessa greiningu, en þó […]

Hið litla og stóra í fullkomnu sambandi

Niðurstaða: Magnaðir tónleikar sem einkenndust af smekkvísi og fagmennsku. Ásta Soffía Þorgeirsdóttir harmóníkuleikari og Guðný Einarsdóttir orgelleikari fluttu blandaða dagskrá Hallgrímskirkja laugardagur 30. júlí Í brandara á Facebook má sjá umsátur um kastala. Árásarherinn hendir harmóníku yfir virkisveginn. Þá flýja allir út æpandi, líka dýrin. Ef Ástu Soffíu Þorgeirsdóttur yrði hent yfir vegginn á eftir […]

Píanókennsla

Get bætt við mig örfáum nemendum næsta vetur. Kenni fólki á öllum aldri og öllum stigum, einnig byrjendum. Markmið kennslunnar er sniðið að þörfum og væntingum hvers og eins. Tilgangurinn er að hafa gaman! Hafið samband á senjonas@gmail.com.

Drottning hljóðfæranna í misflottum fötum

Niðurstaða: Misáhugaverð dagskrá og misáhugaverðar útsetningar, en flutningurinn var góður. Alexandra Chernysova og Lenka Mátéóva fluttu verk eftir Chernysovu, Franck, Rakhmanínoff og Mozart. Hallgrímskirkja laugardaginn 23. júlí Nítjándu aldar tónskáldið Cesar Franck fékk það einu sinni óþvegið hjá gagnrýnanda. Í umsögninni stóð að myrkrið í tilteknu verki hefði verið svo algert að það hefði verið […]

Sönghátíð sem verður betri og betri

Verk eftir Albeniz, Jáuregui, Alís, León, Derriça, Granados og Sigvalda Kaldalóns. Flytjendur: Sonos Ensemble og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir sem söng. Hafnarborg sunnudaginn 10. júlí Niðurstaða: Flottir tónleikar með athyglisverðri og skemmtilegri tónlist. Mark Twain sagði eitt sinn að það þyrfti að skipta oft um stjórnmálamenn og bleiur – af sömu ástæðu. Hann var einstaklega orðheppinn […]

Finkan og ferlíkið

Niðurlag: Nokkuð misjafnir tónleikar, bæði flutningur og tónlist. Verk eftir Magnús Ragnarsson, Hreiðar Inga Þorsteinsson, Báru Grímsdóttur, P. E. Fletcher og J. Alain. Magnús Ragnarsson lék á orgelið, Lilja Dögg Gunnarsdóttir söng. Hallgrímskirkja laugardaginn 9. júlí Kvikmyndir á borð við Blade Runner, Minority Report og Total Recall eru byggðar á sögum Philips K. Dick. Þetta […]

Stórfenglegur kórsöngur og flott tónlist

Niðurstaða: Magnaður söngur, falleg tónlist. Barbörukórinn flutti íslenska dagskrá Hafnarborg sunnudaginn 19. júní Ég sá einu sinni hryllingsmyndina The Believers. Hún fjallar um Santeria, eins konar vúdútrú á Kúpu og víðar. Dýrkunin kom með þrælunum frá Afríku og blandaðist kaþólskri trú. Þrælarnir héldu áfram að tilbiðja guði sína, en dulbjuggu þá sem dýrlinga. Heilög Barbara […]

Andrúmsloft hugleiðslu og bænar

Niðurstaða: Mergjað tónmál, magnaður flutningur. Guðspjall Maríu eftir Huga Guðmundsson Flytjendur voru Sinfóníettan í Osló, Schola cantorum, Berit Norbakken og Kåre Nordstoga. Hörður Áskelsson stjórnaði Hallgrímskirkja sunnudagur 5. júní Eins og kunnugt er samanstendur Nýja testamentið m.a. af fjórum guðspjöllum, en fleiri eru til. Mörg þeirra voru uppgötvuð árið 1945 í Nag Hammadi í Egyptalandi. […]