Domar
“Tónlist Jónasar Sen var mjög falleg, ekki síst píanókonsertinn sem Sigríður Soffía dansaði við í lok fyrri hluta sýningarinnar. Það atriði var áhrifamikið.”
Sesselja Kristjánsdóttir, Morgunblaðið
“Ein sena stendur þó uppúr í verkinu og það er síðasta senan fyrir hlé þar sem tónskáld verksins Jónas Sen, sem situr fremst á sviðinu við píanóið, flytur Píanókonsert sinn; póst-rómantískt verk, fagurt og tregafullt, greinilega innblásið af tónlist Rachmaninoffs. Á meðan dansar Sigga Soffía ein undir ofanlýsingu Jóhanns Friðriks Ágústssonar. Fólk í kringum mig grét á meðan þessu stóð og augljóst að senan vakti tilfinningaleg viðbrögð.”
Nína Hjálmarsdóttir, Víðsjá á RÚV
“Síðast fyrir hlé dansaði Sigríður ein við forkunnarfagurt verk Jónasar Sen á píanóið og var hvort tveggja algerlega heillandi. Og heilandi.”
Silja Aðalsteinsdóttir. Tmm.forlagid.is